Vikan


Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 69

Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 69
Indíána- fjölskylda á leiö milli fljótandi reyr-eyja á Titicaca- vatni. T Kornió þurrkaö i heitum og skærum geislum háfjalla- sólar- innar. þessa námufólks er ömurlegri en orð fá lýst enda þykir hár aldur að komast yfir þrítugt þarna um slóðir. Á EINSKIS MANNS LANDI Potosi og námufólkið kvödd- um við snemma næsta morg- un en þegar við reyndum að vera sæmilega rausnarlegir og launa vel fyrir gestrisnina vildu menn endilega gefa okk- ur dínamíttúpur. Eftir töluverð- ar útskýringar til að sýna fram á að við hefðum ekkert við dýnamít að gera gáfumst við upp og héldum okkar leið með uggvænlegt magn af sprengiefni í skottinu. Þó að menn væru lítt hrifnir af þess- um óvænta farangri var einn óumdeilanlegur kostur við farminn - ökuníðingurinn Bob var allt í einu farinn að heyra eins og engill. Heldur þótti okkur háskalegt að ganga um götur borgarinn- ar þetta kvöld því að sökum einhvers tilefnis var allt log- andi í vatnsblöðrustríði. Á hverju götuhorni stóð fólk og seldi litlar vatnsfylltar blöðrur úr stórum og miklum tunnum og fyrir lítinn pening keypti fólk allt á annan tug vatnsbolta og grýtti þessu síðan um allt. Við félagarnir vorum vitaskuld ný- komnir úr sturtu og búnir að troða okkur í allt að því hrein- an galla en vorum varla komn- ir fyrir fyrsta götuhornið áður en við vorum orðnir gjörsam- lega gegndrepa. Ekki var um annað að ræða en að grípa seðil, snara sér úr jakkanum og hlaða skotfærum í flíkina. Síðan tókum við á rás upp götuna og reyndum eftir fremsta megni að víkja okkur undan sendingunum frá skot- glöðum vegfarendum og auð- vitað að svara í sömu mynt. Það er skemmst frá því að segja að rennblautum hálftíma seinna náðum við loks inn á matsölustað, illa svangir og aumir í öxlunum. Næsti viðkomustaður eftir Sucre var Potosi með 110.000 íbúa. Potosi stendur í 4070 metra hæð og er hæsta borg af sinni stærð í veröldinni. Hún er fræg fyrir námugröft og þar er einhver arðbærasta silfur- náma allra tíma. Að vísu er nú búið að nýta hana að mestu en við skriðum ásamt námu- mönnum niður í tinnámu þar sem allur námugröftur var unninn í höndunum. Þar sem ekki er mikla vinnu er að hafa í Potosi er smáfólkið, allt niður ( tíu ára aldur, látið vinna í þrengstu göngunum. Ekki veit ég hversu langt niður í jarð- skorpuna við fórum en okkur var tjáð að náman væri sex hæða og þegar við vorum loks komnir niður á fjórðu hæð var manni hætt að lítast á blikuna. Þrengslin voru ógnvænleg og við áttum erfitt um andardrátt enda var hitinn kominn langt yfir þrjátíu gráður. Það voru mikil viðbrigði þar sem um nóttina hafði verið sjö gráða frost ( Potosi. Aðbúnaður Frá Potosi tók aðeins þrjá daga að komast til hins hálfsof- andi hásléttuþorps Uyuni. Þar fengum við þær fréttir að svokölluð saltsléttuöræfi, með sínum tignarlegu og snjóþungu eldfjöllum, væru að hluta til 19.TBL. 1993 VIKAN 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.