Vikan


Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 54

Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 54
SMÁSAGA EFTIR ODD SIGURÐSSON Stefanía gamla stóö við eldhúsborðiö og skar væna sneið af fallegu rauðu nauta- kjöti. Skolli, stór og digur, biksvartur átta ára gamall köttur, snerist óþolinmóður í kring- um fætur hennar og beið þess með blóð- bragðið í kjaftinum að hún rétti honum lostæt- ið. Annað veifið gaf hann frá sér græðgislegt urr og nartaði lauslega í kálfana á gömlu kon- unni. Stefanía lét þetta ekki trufla sig frá því að skera kjötið í smábita svo Skolli drægi það ekki um öll gólf. Hún hellti rjómablöndu í drykkjarskálina og lagði kjötstykkin snyrtilega í matarhólfið. Kötturinn gaf frá sér ánægju- hljóð og tók þegar hraustlega til matar síns. Stefanía gamla hlustaði á sterka jaxla hans klippa sundur hrátt kjötið bita fyrir bita. Hún naut þess að heyra hvernig hraustlegir kjálk- arnir hökkuðu kjötið. Gamla konan hlammaöi sér niður í stól í stofunni og horfði þreytulega yfir litla heimilið sitt. - Sjaldan launar kálfurinn ofeldið, hugsaöi hún með sársauka. Börnin hennar komu bara alls ekki núorðið að vitja hennar og því síður barnabörnin. Síð- an Bjartmar gamli dó hafði hún í rauninni eng- an annan en Skolla. Gömlu hjónin höfðu tekið hann að sér fyrir átta árum, þá aðeins tveggja mánaða gamlan. Stefanía hafði hið mesta yndi af kettinum. Hann fyllti svolítið upp í það tómarúm sem myndast haföi eftir að börnin fóru úr hreiðrinu. Gamli maöurinn þoldi hins vegar illa hversu mjög Stefanía dekraði við köttinn. Hann tuðaði um að kött- urinn væri henni meira virði en hann sjálfur og að honum væri það mjög á móti skapi að hún gæfi honum hrátt kjöt. - Ófétið verður bara grimmt af þessum fjára, sagði hann oftar en ekki. Stefanía gamla lét þessar at- hugasemdir sem vind um eyru þjóta. Henni hafði verið sagt að köttur eins og Skolli, sem aldrei fengi að fara út til að freista gæf- unnar í veiði, yrði að fá hrátt kjöt einu sinni á dag, ætti hann að þrífast virkilega vel. Þessi fræðsla um ketti hitti að vonum beint í mark. Sú gamla var vön að sjá vel um sína. Stefanía lagaði sig til í stólnum og hallaði höfðinu dreymandi aft- ur á stólbakið. Hún strauk þunnt hárið aftur fyrir ennið. - Hvar væri ég nú, Bjartmar minn, ef ég hefði ekki blessaðan köttinn? tautaði hún fyrir munni sér. Hún hafði allt frá því gamli maöurinn burt- kallaðist talað við hann sem væri hann í stof- unni hjá henni. Það var henni einhvers konar friðþæging í einsemdinni. Kötturinn hafði lokið við mat sinn og lagðist í kjöltu hennar. Hún strauk honum blíðlega um bakið. Skolli malaði ánægjulega og lygndi aftur augunum. Þannig fengu þau sér hádeg- islúrinn sinn saman. Þetta var föst venja þeirra og mátti ekki missa sig. Stefanía gamla féll nú sem fyrr á þessum tíma sólarhrings ( djúþan svefn. Hana dreymdi til þess tíma er þau Bjartmar kynnt- ust fyrst. Um varir hennar lék alúðlegt feimn- isbros er draumurinn bar hana til þess tíma þar sem hún stóö og breiddi saltfisk á reiti mót glampandi sólu. Úti á firðinum sá hún skipið hans Bjartmars sigla inn fjörðinn. Hann var búinn að vera lengi í þessum túr, heila fjóra mánuði. Mikil eftirvænting fyllti hjarta Stefaníu. Nú loksins eftir þessa löngu bið gat hún sagt honum að þeirra fyrsti ástarfundur hefði borið ávöxt. Örlítill kvíði en svo fann hún sig í faðmi hans og vissi að hún treysti honum fyrir lífi sínu og framtíð. Hann strauk hár hennar blíðlega um stund en greip svo um höfuð hennar báðum höndum og horföi stíft í augu hennar. Stefanía gamla sá að andlit hans var nú gamalt og þreytulegt, rétt eins og þegar hann dó. - Stefanía mín, hvíslaði hann ástúðlega. Brátt fáum við að sameinast á ný. Hún fann heit tár renna niður vangann, nenni einhvern veginn létti við þessi orð hans. - Þú verður að láta köttinn í burtu, hélt hann áfram. Fyrr getur það ekki orðið. Ég sagði þér að kötturinn yrði grimmur af hráu kjöti. Losaðu þig við hann, ástin mín. Þá verð- ur ekkert í veginum að ég sæki þig. Stefanía gamla vaknaði illa upp við þessi orð hans. Svitinn rann af andlitinu og draup niður á köttinn f kjöltu hennar. Hann var (óða- önn að sleikja svitadropana sem féllu niður á gljáandi feldinn. - Hvað yrði um Skolla ef ég nú andaðist hérna inni? hugsaði hún. Það gæti vissulega liðið langur tími þar til nokkur kæmi aö vitja mín. Það fór hrollur um Stefaníu gömlu þegar hún horfði á köttinn sleikja svita hennar af feldi sínum. Hann gæti auðvitað átt það til að leggja hana... Hún þoröi ekki að hugsa þá hugsun til enda. Stefanía gamla reis upp úr stólnum, svo snöggt sem þreyttur líkaminn leyfði. Skolli hentist óviðbúinn úr kjöltu hennar niður á gólf- ið. Hann gaf frá sér grimmilegt hvæs og skundaði því næst undir sófa án þess að virða hana viðlits. Stefanía gekk tautandi fram í eldhúsið og hellti kaffi í bolla handa sér. Hún lagði bollann varlega á gljáandi borðplötuna við stofusófann og náði í prjónadótið sitt. Andardráttur hennar var þungur þegar hún settist eftir ferðalagið um litlu íbúðina. Hún mátti muna fífil sinn fegri en ekkert þýddi að fást um það. Gamla Borgundarhólmsklukkan á stofugólf- inu sveiflaði pendúlnum eins og hún hafði gert í alla þá áratugi sem hún hafði verið í eigu Stefaníu gömlu. Við undirsþil prjónana hljóm- aði þetta sem taktfast vélarglamur. Ónota- kenndin, sem Stefanía gamla hafði fundið fyrir vegna draumsins, fjaraöi smám saman út. Nú lagði hún sig alla fram við prjónaskapinn og sem endranær var vinnan henni allra meina bót. Skolli hafði ekkert látið á sér kræla og kúrði undir sófanum í stofunni. Stefanía gamla sat um stund við vinnu sína uns það fór að hafa truflandi áhrif á hana að sjá ekki til kattarins. Hún lagði prjónana á sófaborðið og fór fram í eldhúsið. Hún tók skál kattarins og fyllti hana af fersku vatni, siðan kallaði hún á Skolla. Aldrei slíku vant svaraði hann ekki kalli hennar. 54 VIKAN 19.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.