Vikan


Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 63

Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 63
daglega eöa hálftíma rösklegri göngu. Það er ekki skynsam- legt aö hella sér út ( líkams- rækt eða skokk án þess að vita hvort maður hefur úthald í það. Smám saman, eftir því sem þjálfunin verður fastur lið- ur í lífi þínu og þú lærir að þekkja líkama þinn betur, er hægt að auka við eða breyta dagskránni. 2. Það á að vera gaman að þjálfa sig! Reyndu að leggja áherslu á það sem þér finnst skemmti- legast hverju sinni. Ef þér finnst leiðinlegt að hjóla skaltu frekar hlaupa; ef þú færö sviða í augun af miklu vatni skaltu frekar hjóla en synda. Mörgum gengur betur að halda sig við ætlun sína ef þeir geta haft einhvern fastákveðinn stað og ákveðna stund og þá henta heilsuræktarstöðvar vel - ég tala nú ekki um ef búið er að borga háar fjárhæðir fyrir mán- aðarkort því þá er maður aö tapa peningum ef maður skrópar! Annar kostur við heilsuræktarstöðvar er fjöl- breytnin; oftast er hægt að fá aðgang að ýmsum gerðum þjálfunar og því verður þjálfun- in meiri leikur en síður leiðin- leg, auk þess sem þá fæst al- hliða þjálfun. En það er auðvit- að ódýrara að skokka, svona á krepputímunum. 3. Látlð ekki deigan síga þó á brattann sé að sækja Það tekur sinn tíma að þjálfa upp vanræktan skrokk og þaö þýöir ekki að missa móðinn þó fyrstu tvær-þrjár vikurnar verði erfiðar! Það verður enginn ólympíufari á nokkrum dögum. Það er held- ur varla tilgangurinn heldur að þér líði vel og það tekst ekki nema með þolinmæðinni. Mundu að allt er unnið fyrir gýg ef þú hættir skyndilega í miðri annarri viku. Þá þarftu að byrja frá grunni aftur í næsta skipti! 4. Hlustaðu eftirþví sem iík- ami þinn er að segja þér Ef þú verður vör við þráláta verki eftir ákveðnar æfingar eða ert aum í sinum eða liða- mótum skaltu hætta þeim æf- ingum undir eins! Með sárs- aukanum er líkami þinn aö vara þig viö og segja þér aö annað hvort ertu að gera æf- ingarnar vitlaust eða þú ert ekki reiðubúin fyrir þessar æf- ingar ennþá. Það getur verið stórhættulegt að hundsa leið- beiningarnar sem líkami þinn gefur þér. Ef verkirnir fylgja öll- um æfingum, sama hvernig þú gerir þær eða af hve miklum krafti, skaltu leita læknis. 5. Fjölbreytni er fyrir öllu Það er leiðigjarnt til lengdar að gera alltaf sömu æfingarn- ar, hjóla alltaf sömu veglengd- ina eftir sömu leiðinni eða skokka alltaf í sömu fjörunni. Oft er gaman að sameina tvennt - byrja til dæmis á léttum æf- ingum og fara svo og skokka. Oft bæta tvær aðferðir hvor aöra upp og verða til þess að þú fáir heildstæðari þjálfun. 6. Það er tvöfalt eriiðara að vera einn en að vera tveir Sameinuð stöndum vér! Kannski þetta slagorð hafi ekki verið samið beinlinis með þjálfun í huga en það á sann- arlega vel við. Það er ekki nóg með að skemmtilegra er að þjálfa sig með einhverjum öðr- um heldur er það líka hvetjandi og frjótt. Þú getur fengið góðar hugmyndir og góð ráð hjá fé- lögunum og verður auk þess ákveðnari í að gefast ekki upp - það er svo aumingjalegt að mæta ekki í kvöldskokkið eins og hinir! Þú og maki þinn getið átt rólega og rómantíska stund ef þið farið saman í hjólreiða- túr í kvöldsólinni og þú og besta vinkona þín getið hrósað hverfandi magaspiki hvor ann- arrar í sturtunni eftir leikfimina. 7. Rétta hugarfarið skiptir öllu - verið meðvituð allan daginn! Taktu stigann fram yfir rúllu- stigann. Labbaðu í bæinn í stað þess aö fara á bílnum (fyrir utan þjálfunina sem felst í göngunni sleppurðu við stress- ið sem fylgir bílastæðaleit og umferðarhnútum). Taktu strætó einni stoppistöð frá þeirri sem er beint fyrir utan húsið þitt. Gakktu rösklega þegar þú gengur (svo framarlega sem þú ert ekki á þeim mun hærri hælum, því þá er hætta á ör- kumlum). Mundu það að hver einasta hreyfing felur í sér möguleika á þjálfun fyrir lík- amann. Það skiptir hins vegar máli hvernig hver hreyfing er framkvæmd og þess vegna er mikilvægt að muna að anda djúpt og rólega, framkvæma hreyfingarnar af festu og Ijúka hverri hreyfingu fullkomlega - ekkert fálm út í loftið! Með því móti ertu í leikfimi allan daginn. Smám saman kemst svo hver og einn að því hvað hent- ar best. Það sem máli skiptir er ekki endilega hvað þú gerir - hvort þú gengur, skokkar, hjólar, syndir, spriklar í leikfimi- sal eða lyftir lóðum - heldur hvernig þú gerir það og hve reglulega. □ 19. TBL. 1993 VIKAN 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.