Vikan


Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 59

Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 59
um allt of oft á verðinum. Fólk fer til dæmis á námskeið með hundana sína og borgar fyrir það tíu til fimmtán þúsund krónur. Þar lærir það að hundurinn þurfi aga og góða umönnun, hollan mat og næga hreyfingu. Ég veit um fólk sem á hund og fer heim í hádeginu til að viðra hann en því hefur aldrei dottið í hug að skjótast heim og elda ofan í krakkann sinn. Við kaupum áskrift að Stöð 2 og myndlykil, geislaspilara og myndbands- tæki. Við setjum börnin okkar innan við tveggja ára fyrir framan teiknimyndirnar í sjón- varpinu á helgarmorgnum svo viö getum sofið. Börnin hafa gaman af þessu og okkur þykir þægilegt að geta kúrt aðeins lengur. Þessum stund- um ættum við frekar að verja með börnum okkar. Svo eru fólk hissa á því að börn séu ofbeldishneigð, kunni ekki að heilsa, reima skó og þar fram eftir götunum. Foreldrar virð- ast margir ætlast til þess að skólinn sjái um þetta, jafnvel að þar læri börnin mannasiði. Mér virðast reyndar ungir for- eldrar um þessar mundir vera svolítiö meira hugsandi heldur en hippakynslóðin okkar. Ég finn í gegnum foreldra- félögin áhuga fólks á að hitt- ast og styrkja sig í því að ala upp börnin sín. Það vill til dæmis reyna að samræma útivistartíma, hafa eftirlit með bekkjarsamkvæmum og þessu partíhaldi sem farið er að viðgangast strax í barna- skólanum. Mikilvægt er að foreldrarnir séu heima við, partítíminn sé ákveðinn og all- ir viti hvar það er í það og það skiptið. Þegar þessi mál eru rædd spyrja sumir hvort þeir eigi að lúta því aö einhverjir aðrir séu að stjórna uppeldinu á börnum þeirra. Ég vil snúa þessu við og spyrja þá hina sömu - sem finnst í lagi að þrettán ára börn séu úti til klukkan fjögur á nóttunni: „Viljið þið útskýra fyrir okkur hinum hvað er svo gott við það að börnin séu eftirlitslaus fram á nótt niðri í miðbæ?" Venjulega hefur það verið þannig að við höfum þurft að rökstyðja viðhorf okkar. Ég held að þarna hafi allir mikinn hag af því að samræma að- gerðir. Við höfum gefið út leið- beiningar um hvernig fólk geti gert þetta málefnalega og ein- falt, án þess að vera með prédikanir. Ég er sannfærð um að í þessum efnum gætu foreldrafélögin komið miklu til leiðar. ERU FRÉTTIRNAR MIKIL- VÆGARI EN BÖRNIN? Ég vann í Rauöakrosshúsinu í mörg ár, meðal annars við símaþjónustuna og talaði við fjölmarga krakka sem hringdu. í Ijós kom að víða á heimilum var mikil togstreita um útivistartímann. Ég fann á krökkunum hvað þeir þráðu mikið að geta talað við for- eldra sína og að ná einhverju sambandi við þá. Ég reyndi að benda þeim á ýmsar leiðir: „Prófaðu að tala við pabba þinn í bílnum, slökktu á út- varpinu og vertu búinn að undirbúa þig. Ef hann segir: „Bíddu, ég er aö hlusta á frétt- irnar,“ skaltu segja: „Er mikil- vægara að hlusta á fréttirnar en barnið sitt?“ Vittu hvað hann segir." Svona tala ég líka við foreldrana. Á heimil- um, þar sem unglingar eru, er það gjarnan svo að foreldr- arnir hitta börnin tæpast svo dögum skiptir. Börnin eru heima þegar foreldarnir eru í vinnunni og unglingarnir eru út og suður á kvöldin í félags- starfi og íþróttum. Ég er sjálf með unglinga og eitt ráðið hjá mér til að hitta þá er að leggj- ast í rúmið þeirra á kvöldin, þá reka þeir mig úr því þegar þeir koma heim. KVÍDI OG TITRINGUR Flvað varðar áhrif foreldra á skólastarf má segja að það sé kvíði og titringur á báða bóga. Skólamenn eru ekki vanir því að foreldrar beri fram fyrir- spurnir og spyrji hvers vegna hlutirnir séu svona eða hinsegin. Foreldrarnir eru líka svolítið óöruggir því að þeir hafa ekki alltaf nægar upplýs- ingar í höndunum. Þeir vinna líka svo mikið að þeir hafa kannski ekki nennu til þess að fara upp f skóla á kvöldin til að ræða málin. „Nefnd um mótun mennta- stefnu" er með hugmyndir í áfangaskýrslu sinni þess efnis með hvaða hætti auka megi áhrif foreldra á skólastarf. Þar er sérstaklega nefnt upplýs- ingaflæði frá skólunum til al- mennings. Við erum að undirbúa út- gáfu bæklings þar sem for- eldrar eru beðnir að svara nokkrum spurningum með því að krossa við mismunandi valkosti varðandi ýmislegt um skólann og barnið. Til dæmis er spurt að því hvort barnið fari ánægt í skólann og komi ánægt heim, hvort það gangi vel um skólahúsnæðið og svo framvegis. Ég veit hvernig barninu mínu líður þegar það fer að heiman því að þá er ég heima en ég veit ekki hvernig því Ifður að skóla loknum því að þá er ég í vinnunni. Einnig eru spurningar er varða við- horf foreldra til skólans, kenn- arans, kennslunnar, bekkjar- ins og svo framvegis. Margir foreldrar fylgjast með heima- námi barna sinna en aðrir gera það alls ekki og vita í raun ekkert hvernig barninu vegnar í skólanum og hvernig því líður í raun og veru. Við sendum bæklinginn í skólana til umsagnar og báð- um um viðbrögð. Ég fann að fólk var svolítiö kvíðið. Niður- stöður slíkra kannana eru ekki síður spennandi fyrir foreldra því að í mörgum tilfellum geta þeir tekið sig verulega á. Og geri þeir það í samráði við góða og meðvitaða kennara og skólastjórnendur getum við tryggt börnum okkar betri menntun og betri uppvaxtar- skilyrði. Við viljum ekki að farið verði að líta á foreldrasamtök sem einhvern rannsóknar- dómstól heldur samstarfsaðila sem keppir að sama mark- miði. Ennþá hafa ekki verið settar neinar reglur um það hvar og hvenær foreldrar mega taka þátt í skólastarfinu og fylgjast með því. Foreldra- félög eiga þó rétt á því að full- trúi þeirri sitji kennarafundi og samráösfundi. í sumum skólum hefur verið komið á virkri þátttöku for- eldra. í fyrra verðlaunuöum við til dæmis það framtak hjá ein- um skóla í Reykjavik að efla tengsl foreldra og skóla. Þar var komið á skyldumætingu foreldra í kennslustund einu sinni á vetri. Sá háttur var hafður á fyrsta veturinn að for- eldrarnir komu í bekkinn, einn í senn, og sögðu frá starfi sínu eða því sem þeir væru að fást við. Bara það að foreldri komi inn í skólatíma, fylgist með og upplifi það sem þar er að ger- ast, svo og á göngunum og úti í frímínútum, er ákaflega mikil- vægt. Þeir sjá hver skólabrag- urinn er og hvernig samskipti barnanna ganga fyrir sig og svo framvegis. í sumum skól- um eru krakkarnir látnir fara í röð áður en þeir ganga inn í stofuna eða skólann, annars staðar ryðst hver um annan þveran. Ég veit að flestir for- eldrar vilja fyrri kostinn. Þá spyr ég þá gjarnan hvort þeir geti ætlast til þess að börnin fari í röð í, skólanum ef þau þurfa aldrei að gera það ann- ars staðar. o Útskrifum förðunarfræöinga (make-up artist/stylisí) eftir nám í eina heilsdags- skólanum á þessu sviði. Nýtið tímann og tryggið ykkur fyrsta flokks kennara. Náminu lýkur með prófi og afhendingu skírteinis eftir fjögurra mánaða nám. Námskeiðið veitir rétt til dagpeninga (í Danmörku) og stenst kröfur UTB. Nemandi frá skólanum vann Danmerkurkeppnina í förðun 1993. Hringið og biðjið um upplýsingabækling: MAKE UP FOREVER 90 45 66 17 71 73/90 45 65 90 72 06 Skóli fyrir vandláta nemendur 19.TBL. 1993 VIKAN 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.