Vikan


Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 47

Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 47
tíðina enda eru flestir hrika- lega forvitnir um framtíð sína. SKYGGNI VARPAR UÓSI Á FRAMLÍF FÓLKS Það skyggniafbrigði sem Gummi virðist aftur á móti búa yfir er kannski sú tegund skyggnigáfunnar sem sálar- rannsóknarmenn, sumir hverj- ir að minnsta kosti, hafa hrifist hvað mest af og láir enginn þeim það vegna þess að hún er líklegust til að varpa fyrr eða síðar Ijósi á mögulegt framhaldslíf okkar. Það verður nefnilega að viðurkennast að skyggni á framliðna hefur sennilega gagnast mun betur en nokkurt annað dulrænt fyrirbæri til þess að auðvelda samband á milli heimanna. Þessi gáfa á því sterkastan þátt í að opna okkur leið að látnum og þá mögulega þeirri staðreynd að við lifum líkams- dauðann. MARGIR ÓLÍKIR FLOKKAR SKYGGNI í framhaldi af þessum vanga- veltum má kannski geta þess að þessi sérstaka skyggni á „látna" skiptist svo niður í marga og ólíka flokka. Við ræðum það hugsanlega síðar út frá öðrum bréfum sem hafa borist. Gummi virðist til dæm- is það rammskyggn að hann greinir stundum ekki mun á lif- andi fólki og látnum og það ber vott um mjög magnaða skyggnigáfu. Þessa gáfu ætti hann að sjálfsögðu að rækta með hjálp hæfra einstaklinga sem hafa þekkingu á svona fyrirbærum. Hæfur miðill með áþekka hæfileika og mikla og margþætt reynslu að auki myndi gagnast honum best og væri dómbær á hvernig haga ætti þjálfun. ÓEIGINGIRNI, EIN- LÆ.GNI OG JÁKVAÐNI Gummi hefur líka mikla og já- kvæða löngun til að láta gott af sér leiða og það gefur aug- Ijóslega til kynna að í honum blundi óeigingirni, einlægni og gott hjartalag. Vissulega hafa mestu sjáendur heimsins orð- ið til að hugga sorgmædda og hrjáða sem hafa kannski misst fótanna um tíma vegna til dæmis ástvinamissis. Ör- uggasta leiö þess sem vill veg sinn á þessu sérstaka og leyndardómsfulla sviði sem mestan er að rækta innra líf sitt og hugarfar meö þeim hætti að persónuleiki viðkom- andi sé heilsteyptur, heiðar- legur og heflaður. Viðkomandi þarf líka aö aga manngerð sína vel aö sem flestu leyti. Gott er að sá hinn sami sé kærleiksríkur og trúaöur á guðlega forsjá og notfæri sér siðfræði frelsarans sem veg- vísi við þjálfun náöargáfna sinna. MARGIR KÓRTÆ.KIR OG HVERSDAGSLÍFIÐ Dulrænir hæfiieikar eru venju- lega erföatengdir og fylgja vissum fjölskyldum mun meira en öðrum. Hvers kyns skyggnigáfur eru oftast vís- þessi reynsla er óneitanlega öðruvísi en venjuleg reynsla hversdagslífsins. Ef við berum þetta saman við tónlistargáfur eru til mismunandi hæfileikar á því sviði og margir eru heppilega kórtækir en fáir það einstakir að þeir veki athygli umheimsins svo nokkru nemi, þótt fegnir vildu. JARÐBUNDIN OG RAUNSÆ Eins og Gummi hefur orðið á- þreifanlega áskynja er það auðvitað ekki svo að allir trúi bending um einhverja tegund dulrænna fyrirbæra. Við get- um verið dulræn á ótrúlega mismunandi máta og stund- um mjög óverulega, þó okkur þyki annað vegna þess að á tilvist dulrænna fyrirbæra. Þaö sést á því sem hann upp- lýsir um afstöðu foreldra sinna. Þau eru jarðbundin og raunsæ og vilja ekkert flug ofar skýjum enda trú þeirra á yfirskilvitlega reynslu engin. Það er mjög erfitt að vera í nánum samvistum við þannig einstaklinga, hvað þá að geta ekki tjáð sig á réttan máta um það sem viðkomandi er svona innilega eðlilegt upplifa þó það sé dulrænt. AUÐSÆRANLEGUR OG ÓÖRUGGUR Skyggnigáfa Gumma virðist umtalsverð og töluvert sér- stök, verður að segjast. Andúð foreldra hans á þess- um þáttum í honum getur reynst honum fjötur um fót vegna þess að hann er við- kvæmur og þar af leiðandi sennilega auðsæranlegur og óöruggur með sig. Eðlilegast væri fyrir hann að óska eftir því við þau að þau geri ekki lítið úr því sem er honum eðli- legt þó að það kunni að virka framandi á þau. Vanmat þeirra á dulrænu hans er frá- leitt. MEÐFÆDD DULRÆNA VERÐUR EKKI UPPRÆTT Móðir hans hefur stungið upp á því að hann leiti sér læknis vegna þess arna. Það er nátt- úrlega hæpin uppástunga vegna þess að læknir myndi ekki geta gefið neitt ráð sem dygði til að uppræta skyggni- gáfu hans, þó feginn vildi. Meðfæddar dulargáfur verða ekki upprættar, þær einfald- lega verða alla tíð til staðar í innri gerð Gumma, alveg sama þó foreldrar hans reyndu að fá hann til að af- neita þeim og vanvirða gróf- lega, sem væri sorglegt. SJALDGÆFAR OG FYRIRHAFNARLAUSAR Dulargáfur eru eiginlega mun sjaldgæfari en hvers kyns listagáfur og því full ástæða til að rækta þær og hlúa að þeim eftir atvikum. Sérstak- lega á það við ef þær eru eins og í Gumma tilviki og jafn- framt svona óvenjulegar eins og hjá honum. Eða eins og dulspekingurinn alvarlegi sagði eitt sinn að gefnu tilefni: „Elskurnar mínar, þaö er mjög auövelt aö átta sig á hver er dulrænn. Sá sem er þaö gumar ekki af því og hefur yfirleitt engan áhuga á dulrænum fyrirbærum umfram þaö sem hann upp- lifir dags daglega. Reynslan kemur fyrirhafnarlaust og án umhugsunar hjá þeim sem hæfileikana hefur og upprætist ekki.“ Með vinsemd, Jóna Rúna 19. TBL. 1993 VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.