Vikan


Vikan - 20.06.1995, Qupperneq 11

Vikan - 20.06.1995, Qupperneq 11
gerlega þótt sú geti orðið raunin. Fegrunaraðgerð sem þessi getur gert útlit kvenn- anna mun betra en það er ekki síst sjálfsálitið sem eykst við það. Læknirinn metur ástand brjóstanna og lýsir þeim möguleikum sem eru í stöð- unni og hvaða aðferðum er rótt að beita og er þá tekið til- lit til ástands brjóstanna og húðarinnar á brjóstkassanum. Þeim konum, sem eru greinilega með sigin brjóst, getur verið ráðlagt að betra sé að minnka húð brjóst- anna og að settur verði inn púði sem gerir þau þrýstnari. Aðgerðin verður alltaf nokk- uð flóknari ef brjóstið er mik- ið sigið þar sem erfiðara er að móta fellinguna undir brjóstinu. Margar brjóstastækkunar- aðgerðir eru framkvæmdar ár hvert. Þrátt fyrir það ættu konur, sem áhuga hafa á slíkri aðgerð, að velta fyrir sér þeirri áhættu sem henni fylgir - þrátt fyrir að hún sé mjög lítil. Vandamál eftir aðgerðina eru afar sjaldgæf eins og til dæmis sýkingar eða mjög staðbundnar blæðingar en auðvelt er að meðhöndla þær ef til kemur. Einstaka sinnum þarf að framkvæma aðra að- gerð til að mýkja brjóst sem hefur harðnað vegna sam- dráttar í bandvefshimnunni sem myndast umhverfis inn- leggið. Hægt er að draga úr líkunum á að slíkt gerist með því að hreyfa innleggið til reglulega eða eins og við- komandi kemur til með að I verða kennt eftir aðgerðina. AÐGERÐIN SJÁLF Dæmigerð brjóstastækk- unaraðgerð er gerð til að stækka brjóst sem ekki hafa náð að stækka og þroskast eðlilega eða þá ef brjóst hafa rýrnað af einhverjum orsökum eins og oft verður við barneignir. Þessi aðgerð er einnig framkvæmd á konum sem hafa brjóst sem eru ekki jafn stór annaðhvort frá náttúr- unnar hendi eða að annað brjóstið hafi verðið fjarlægt vegna illkynja breytinga í því eða slyss. Stærð þess innleggs sem, sett eru í brjóstin, fer eftir óskum sjúklingsins og því hvað skurðlækninum finnst við hæfi. Misjafnt er hvar þessar aðgerðir eru framkvæmdar; það getur verið á stofu lækn- isins eða á skurðstofu sem hann á eða fær til afnota. í flestum tilfellum er við- komandi kona svæfð þrátt fyrir að til sé í dæminu að brjóstið sé staðdeyft. Slak- andi lyf eru gefin áður en svæfingin fer fram og er sjúklingurinn vakinn þegar allt er frágengið. Hægt er að framkvæma aðgerðina á nokkra mismun- andi vegu en þrjár aðferðir eru mest notaðar. Algengasta aðgerðin fer þannig fram að farið er inn í fellingunni þar sem neðri helmingur brjóstsins mætir brjóstkassanum. Önnur tegund aðgerðar er sú að innlegginu er komið fyrir í gegnum skurð sem er gerður við neðri brún geir- vörtubaugsins og er það sú aðferð sem Sigurður notar mest. Þriðja aðferðin er að setja púðann inn í gegnum skurð í holhendinni en sú aðgerð er sjaldgæfust af þessum þrem. Það er þó misjafnt hvaða aðgerðir læknarnir nota og allar hafa þær sína kosti og galla. Sameiginlegt er þó með þeim öllum að skurðlæknir- inn lyftir brjóstvefnum upp og teygir húðina þannig til að poki myndast annað hvort beint undir húðinni eða undir brjóskassavöðvunum (pectoral-vöðvunum) en það er misjafnt hvað hver læknir hefur tileinkað sér. Sigurður segir þó að það fari nokkuð eftir því hvort konur séu í íþróttum eða ekki hvar púð- anum sé komið fyrir. Hann sé ekki settur undir vöðvana ef þeir séu í stöðugri og mik- illi áreynslu. Þrjár gerðir af púðum eru aðallega notaðar: Pokar sem eru fylltir með silíkon- hlaupi, saltvatni eða hvoru tveggja. Þeir sem eru með silíkoni eru fullir þegar þeir eru settir inn en saltvatninu er dælt í hina gerðina eftir að pokanum hefur verið komið fyrir. Örfáir saumar loka síðan skurðinum. Brjóstin eru því næst hulin umbúðum og útbúinn er nokkurs konar brjóstahaldari sem á að halda þeim sem kyrrustum meðan þau eru að jafna sig. Aðgerðin sjálf tekur að jafnaði um tvær klukku- stundir en það getur þó verið nokkuð misjafnt eftir umfangi hennar. AÐ AÐGERÐ LOKINNI Litlir verkir eru að aðgerð lokinni og eiga ekki að vera meiri en venjuleg verkjalyf ráða við og hverfa eftir einn til tvo daga. Umbúðirnar eru einnig fjarlægðar eftir um tvo daga og saumarnir síðan innan viku frá aðgerðardeginum. Þrátt fyrir að skurðlæknir- inn leggi sig allan fram um að gera örin eins lítt sýnileg og mögulegt er eru þau eini sýnilegi hluturinn eftir að- gerðina en í flestum tilfellum fara þau fljótlega að fá meiri húðlit og verða að lokum svo til ósýnileg. Þær litlu bólgur eða húð- litabreytingar sem kunna að koma við aðgerðina hverfa mjög fljótt. Tilgangurinn með aðgerð- inni er sá að brjóstin líti út fyrir að vera þrýstnari, fram- stæðari og hafi fallegra útlit en áður. Það getur komið fyrir að mismunur á stærð eða lögun brjósta konunnar geri vart við sig eftir aðgerðina en það er þá vegna þess að að- lögun líkamans að þessari breytingu er mishröð. Nokkru eftir aðgerðina getur borið á því að brjóstið harðni nokkuð og er mögu- legt að það geti varað í nokkrar vikur eða mánuði en sé brjóstanudd framkvæmt af konunni að staðaldri get- ur það oft komið í veg fyrir slikt. Einnig getur komið fyrir að ákveðið tilfinningaleysi verði í geirvörtunni eftir aðgerðina en í flestum tilfellum mun það hverfa að mestu eða öllu leyti innan nokkurra mánaða. Þrátt fyrir að konurnar séu komnar á fætur svo til sam- dægurs mun læknirinn gefa ráð um hvernig sé best að koma sér inn í hið daglega líf án þess að það bitni á því sem gert hefur verið. Mikil- vægt er að fara sér frekar hægt fyrstu dagana og lyfta ekki neinu þungu upp fyrir sig. Hvenær viðkomandi kona getur farið að vinna fulla vinnu fer eftir því hversu fljót hún er að jafna sig og hvernig henni líður. YFIRSTÆRÐ Gerir þú ekkert af því að búa til brjóst sem eru á borð við þau sem Dolly Parton, Samantha Fox eða Brigitte Nielsen bera? „Nei, því það er hreinlega ekki farið fram á það við mig“ segir Sigurður. „Eftir að ég hef rætt við konurnar þá verður niðurstaðan í flestum tilfellum sú að báðir aðilar sætta sig við skynsamlega lausn og þá á ég við að brjóstin líti eðlilega út en ekki eins og yfirblásnar blöðrur. íslenskar konur eru, að mér finnst, mjög skynsamar að þessu leyti enda held ég að hvorki íslenskir karlmenn sækist eftir slíku eða að það sé konunum sjálfum í hag þegar til lengri tíma er litið. Þess ber að geta að slíkar aðgerðir eru ekki gerðar í einum áfanga heldur þarf langan tíma til að teygja á húðinni og undirbúa hana til að taka við mjög stórum stækkunarpúðum. Hvað viltu segja um um- ræðuna um að silíkon geti valdið krabbameini? Það hefur margoft komið fram, í þeim vísindatímarit- um sem ég hef séð, að það sé ekkert sem bendi til sam- hengis milli brjóstakrabba- meins og brjóstastækkunar. Ég man til dæmis eftir grein sem birtist í hinu virta lækna- blaði „The New England Journal of Medicine" sem bar heitið (lauslega þýtt); „Brjóstastækkun: Áhættu- þáttur fyrir krabbamein?" en þar segir frá rannsóknum, ýmissa vísindamanna, á þessu og stendur meðal annars í greininni: „Sam- kvæmt okkar rannsóknum hefur ekkert komið í Ijós sem bendir til þess að brjóstainn- legg hafi aukið áhættu þeirra, sem þau hafa feng- ið, á að fá brjóstakrabba- mein.“ Ég og aðrir sérfræðingar á þessu sviði hérlendis höfum verið að reyna að segja fólki þetta en það virðist tregt til að trúa því. Meðal annars vegna þess höfum við farið út í að nota nær eingöngu púða, fyllta með saltvatni frekar en silíkoni, til að fólk hafi meiri öryggistilfinningu gagnvart þessu máli en salt- vatnspúðarnir eru síst lakari en þeir sem innihalda silí- kon“ segir Sigurður að lok- um. □ co 6. TBL. 1995 VI f STÆKKUN BRJÓSTA MIKILVÆG FYRIR SJALFSALITIÐ I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.