Vikan


Vikan - 20.06.1995, Page 12

Vikan - 20.06.1995, Page 12
BRJOST HAFA VALDIÐ MÉR ÓMÆLDUM ÁHYGGJUM SEGIR UNG, ISLENSK KONA I VIÐTALI VIÐ VIKUNA VIÐTAL: ÞORSTEINN ERLINGSSON UÓSMYNDIR: ÞORSTEINN ERLINGSS. OG SIGURÐUR ÞORVALDSSON Blaöamaöur Vikunnar var viöstaddur þegar ung kona lét stækka sér brjóstin og ræöir hér viö hana um hvernig lífið hafi verið fyrir aðgerðina, hvers vegna hún hafi ákveðið að láta gera þetta nú, hvers hún hafi vænst af aðgerðinni, hvað henni finnist um árang- urinn og margt fleira. Það var Sigurður Þorvaldsson, sérfræöingur í lýtalækning- um sem framkvæmdi að- gerðina. „Núna er ég að verða tví- tug," segir þessi unga Reykj- arvíkurmær, „en þegar var ég tólf til þrettán ára byrjaði ég að verða vör við að brjóstin á mér tóku að þrosk- ast. Þau byrjuðu aðeins að stækka en síðan ekki sög- una meir og mér fannst ég vera álíka flatbrjósta og strákur. Ég hef liöið mjög mikið fyrir þetta og var mikið strítt í skólanum og þá sér- staklega af strákunum sem köllu mig allskyns nöfnum eins og „veggurinn" og fleira og var ástandið í þessum Fyrir og eftir stækkun brjósta stúlk- unnar sem blaöamaöur Vikunnar ræddi viö. Innleggiö fór gegnum skurói á geir- vörtubaug- unum. „Ég er mjög ánægó meó þessa ákvöróun mína og lít lífiö mun bjartari augum," segir hún. efnum hvað verst í áttunda bekk. Ég er samt viss um að þetta hafi ekki verið illa meint og sagt frekar í hugs- unarleysi heldur en aö ætl- unin hafi verið að særa mig. Ég var í ákveðnum vina- hópi (skólanum og var ég sú eina af mínum vinkonum sem var ekki með nein brjóst en ég er viss um að það hef- ur haft mikið að segja hvað viö héldum hópinn vel því ég vissi um aörar stelpur í skól- anum, sem svipað var ástatt fyrir, sem uröu fyrir miklu meira aðkasti en ég. Ég hætti algerlega að fara í sund því ég skammaðist mín svo mikið fyrir þessi pínulitlu brjóst - ef brjóst skyldi kalla. Ég hef alltaf verið í brjóstahaldara meö púðum i og er ég viss um að það tvö- falda líf hafi bæöi hjálpaö mér, að vissu marki, og einn- ig skemmt fyrir mér þar sem flestir héldu að þetta væru mín eigin brjóst en þegar kom að því að aðstæður urðu þannig aö fækka þurfti fötum einhvers staðar þá var erfitt fyrir mig að koma í veg fyrir að fólk vissi að ég væri í svona brjóstahaldara og brjóstin væru engin." SAMBANDID ENDAÐI ÚT AF BRJÓSTUNUM Hefurðu átt kærasta? „Já þegar ég var sautján ára byrjaði ég með strák og vorum við saman ( eitt ár. Mér fannst hann taka þessu vandamáli mínu bara vel og við áttum ágætlega saman. Auðvitað fannst honum þetta leiðinlegt en vildi samt alls ekki að ég færi í brjósta- stækkun en ég gat mjög vel hugsað mér það þá því ég þekkti t.d. tvær stelpur sem höfðu farið í svona aðgerö og hafði hún heppnast mjög vel. Þegar leið á sambandið fór að fara ansi mikið í taug- arnar á mér aö hann vildi alltaf vera að strjúka á mér brjóstin en þar sem ég skammaðist mín svo mikið fyrir þau þá sprakk sam- bandið á endanum. Það var eiginlega alfarið út af þessu vandamáli mínu því kynlífið var sama og ekkert þar sem áhuginn minn á því var mjög takmarkaður vegna þessarar minnimáttarkenndar. Ég er nuddari og þegar ég var að læra geröi þetta vandamál mitt mér mjög erf- itt fyrir þar sem við, nemend- urnir, þurftum að vera meira og minna nakin og nudda hvert annað. Það voru sem betur fer aðeins þrír strákar í bekknum þannig að auð- veldara var fyrir mig að sætta mig við þetta en ella." Hvers vegna ákvaðstu að fara í þessa aðgerð núna? „Það var aðallega vegna þess að ég er aö fara til út- landa í haust og mig langaði til að láta þennan draum minn, að fara i þessa að- gerð, rætast fyrst svo ég gæti notið þess að gera hinn síðari að veruleika. Þar sem ég ætla að dvelja er mun heitara loftslag en hér þann- ig að búast má við að maður verði að vera léttklæddur og langi einnig til aö vera i sundfatnaði. Ég var búin að ala þennan draum með mér lengi og ákvað að drífa mig til Sigurð- ar og var svo heppin að ég komst að mun fyrr en ég hafði haldið, því ég veit að biðlistarnir hjá honum eru oft langir." VILDI BARA VENJULEG BRJÓST „Þegar ég kom í viðtalið ræddum við vel saman, FRH. Á BLS. 66.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.