Vikan - 20.06.1995, Síða 23
VIKAN Á TÖKUSTAÐ NÝRRAR BÍÓMYNDAR
HASARMYND
TEXTI KARL PETUR JONSSON MYNDIR: ARNA BORGÞORSDOTTIR
Tökum er nýlokið á nýrri
bíómynd sem hefur
vinnuheitið Nei er ekk-
ert svar. Eftir því sem blaða-
maður Vikunnar kemst næst
fjallar hún um ungar stúlkur
og undirheima Reykjavíkur,
en eins og kemur á daginn í
þessari grein vill leikstjórinn
ekki gefa mikið upp um hvað
myndin sé.
maður getur sér til að hann
sjái um leikmuni við tökur á
nýrri kvikmynd Jóns Tryggva-
sonar, Nei er ekkert svar.
Ekki reyndist fyrir nokkurn
mun unnt að toga upp úr leik-
stjóranum hver söguþráður
myndarinnar sé, en dóp og
peningatöskur að ógleymd-
um skuggalegum náungum
með byssur og hnúajárn gef-
Ingibjörg Stefánsdóttir leikur glæfrakvendíó Dídí, sem vílar þaó ekki
fyrir sér aó fara í dulargerfi ef sá gállinn er á henni, þrátt fyrir aó þaó
stríói gegn lögreglusamþykktum Reykjavíkur.
Blaðamaður Vikunnar er ur til kynna að myndin fjalli
staddur í hráslagalegu um- um undirheima Reykjavíkur.
hverfi Faxamarkaðar sem er
ekki eins og hann á að sér
að vera. Stór kvikmynda-
tökuljós og mikill krani með
kvikmyndatökuvél á endan-
um stinga undarlega í stúf
við raðir af fiskkörum fullum
af ísuðum smábátafiski. Við
eitt fiskkarið standa fjórir
menn, hreint ekki árennilegir
náungar. Tveir þeirra, Ari
Matthíasson og Skúli Gauta-
son, eru flóttalegir til augn-
anna, ekki að ástæðulausu,
því allt í einu gríþa hinir
mennirnir tveir, sem standa
á bak við Ara og Skúla, í
hnakkadrambið á þeim og
dýfa þeim ofan í vatnið, sem
er hreint ekkert baðvatn,
heldur ógeðfelld blanda af
slori og vatni.
„Komið með dóptöskuna,“
gellur við og ungur strákur,
sýnilega aðstoðamaður,
hleypur til og kemur með
svarta skjalatösku. „Nei, þetta
er peningataskan, dóptaskan
er þessi brúna,“ segir sá sem
áður hafði kallað og blaða-
Aðalleikarar myndarinnar
eru þær Ingibjörg Stefáns-
dóttir sem leikur Dídí, létt-
geggjaða stelpu sem virðist
öllum hnútum kunnug í und-
irheimum Reykjavíkur, og
Heiðrún Anna Björnsdóttir
sem leikur systur hennar
sem býr í sveit. Ingibjörg fer
að verða í hópi reyndari
kvikmyndaleikkvenna en Dí-
dí er þriðja aðalhlutverk
hennar í kvikmynd. Hún hef-
ur áður leikið í Veggfóðri og
Kjartan’s Tale, víkingamynd
sem var tekin hérlendis síð-
asta sumar og er væntanleg
í bíó innan fárra mánaða.
Nei er ekkert svar er hins-
vegar fyrsta hlutverk Heið-
rúnar Önnu í kvikmynd. í
síðustu Viku var forsíðuvið-
tal við Heiðrúnu,
en er það var tekið
hafði hún ekki
hugmynd um að
hún væri að fara
að leika í kvik-
mynd: „Ég var að
taka upp í Stúdíó
Sýrlandi þegar
haft var samband
við mig og ég beð-
in um að koma í
prufu. Nonni [Jón
Tryggvason, leik-
stjórij lét mig hafa
nokkrar Ifnur til að
æfa mig á og í
næstu prufu fékk
ég fleiri línur. Þá
var mér farið að
sýnast ég eiga
möguleika á því að fá hlut-
verk, en mig grunaði aldrei
að um væri að ræða annað
af aðalhlutverkunum og brá
þegar mér var boðið það!“
Hvert er hlutverk þinnar
þersónu?„Ég veit ekki hve
mikið ég má segja, en stelp-
an, sem ég leik, heitir Sigga
og hún er sveitastelpa sem
verður leið á sveitinni og fer í
bæinn. Þar hittir hún systur
sína [sem Ingibjörg Stefáns-
Ari Matthíasson og Skúli Gautason leika þessa skuggalegu
náunga sem hér eru aó stíga upp úr fiskikari fullu af vatni
og slori eftir aó hafa verið nánast drekkt þar af miklum helj-
armennum.
dóttir leikurj og saman
ganga þær í gegnum at-
burðarás sem breytir lífum
þeirra til frambúðar." Hvaða
tilgangi þjóna allir þessir
peningar, dóp og byssur? „Ef
ég segði þér það, segði ég
of mikið um myndina. . .“
Jón Tryggvason er sem
áður segir leikstjóri myndar-
innar, annar handritshöfunda
hennar og framleiðandi að
auki. Hann var spurður hve-
nær stæði til að frumsýna
myndina: „Eftirvinnsla mynd-
arinnar er fremur einföld, þar
sem hvert atriði er aðeins
Jon
Tryggva-
son segir
hér þeim
Skúla
Gauta-
syni og
Ara
Matthí-
assym
hvernig
þeir eigi
aö fara
aö því aó
leika
skúrka.
Bofinn
lýtur í
gras fyrir
Ijósku,
hver hún
er verður
aó koma
í Ijós í
bíó.
eitt skot, svo við munum
reyna að frumsýna myndina
strax í haust." Jón er aftur á
móti þögull sem gröfin um
söguþráð myndarinnar:
„Myndin er um ungt fólk í
Reykjavík. Annað á ekki að
fréttast um söguþráðinn fyrr
en fólk kemur að sjá mynd-
ina.“ □
ó. TBL. 1995 VIKAN 23