Vikan


Vikan - 20.06.1995, Side 25

Vikan - 20.06.1995, Side 25
SEGIR EVA RUZA MILJEVIC, TÓLF ÁRA KRÓATÍSK STÚLKA, SEM Á HEIMA í KOPAVOGI Frá heim- sókn Evu til ættingjanna í Júgóslavíu sumarið 1990. Eva Ruza sést hér (t.h.) ásamt Du- brauku, en fyrir aftan stánda, t.v.: Marko föð- urbróðir, Marina bróðurdóttir (gift Damir frá Serbíu), Ruza eig- inkona Mar- kos og loks móðir Dam- iJ J A 1 vegna eru stríö? Getur verið aö þaö sé heilbrigt að ágirn- ast svo eitthvað land að það sé þess virði að drepa fyrir þaö? Snúast stríð fyrst og fremst um \D völd og pen- inga? Ef svo er m m hvers konar fólk er það / / þá sem telur eðlilegt að drepa aðra til að ná fram markmiðum sínum?" I va er lífsglöð og hress I eins og tólf ára stelpur leiga að vera. Þegar hún er ekki í skólanum eða úti að leika með vinum sín- um æfir hún jazzballett. Ósköp venjuleg tólf ára stelpa? Nei, því fer fjarri eins og lesendur Vikunnar munu kynnast hér á eftir. Á nánast hverju kvöldi berast okkur hörmulegar fréttir af stríðinu í fyrrum Júgóslavíu. Við sitjum full hryllings fyrir framan sjón- varpið og á skjánum birtast illa leikin lík óbreyttra borg- ara, barna og unglinga. Hugsanir okkar leita til ættingja hinna látnu, þeirra sem eiga um sárt að binda og við teljum víst að þeir séu langt fjarri öryggi okkar hér á íslandi. En sú er ekki raunin því hér á landi eru búsettir all nokkrir Júgóslavar og fyrir þá hljóta þessar fréttir og ástandið í Júgóslavíu að hafa allt aðra þýðingu en okkur getur órað fyrir. í Kópavogi býr tólf ára gömul stúlka, Eva Ruza Milj- evic, ásamt króatískum föð- ur sínum, íslenskri móður og tveimur systrum. Vikan frétti af Ijóðum þessarar stúlku sem hafa vakið athygli margra. Yrkis- efnið sækir hún í eigin reynsluheim, heim ógnvekj- andi stríðs og sorgar. Þegar stríðið braust út í fyrrum Júgóslavíu var Eva stödd í landinu ásamt fjöl- skyldu sinni. „Við náöum að flýja til ft- alíu. Ég var skelfingu lostin þegar ég heyrði í útvarpinu um skógareldana sem Serb- ar kveiktu í Króatíu í upphafi stríðsins. Allir landsmenn virtust þó vera viðbúnir og reyndu að búa sig undir stríðið sem best þeir gátu. Eitt fyrsta fórnarlamb stríðsins var frændi minn og þá vöknuðu margar spurn- ingar í huga mér. Hvers STRÍÐ Hermenn drepa saklaust fólk. Börnin hlaupa grátandi um í leit aö foreldrum sínum. kannski eru foreldrarnir á lífi, kannski ekki. Loks koma hermennirnir arkandi og drepa sum börnin. Hin sem ekki voru drepin hlaupa grátandi í felur. Hús hrynja og fólk deyr. Sprengjur falla. Þetta stríö er ekki hægt aö stööva. „Ég verð stundum svo sorgmædd þegar ég velti þessu fyrir mér og oft langar mig ekki til að trúa því að fólk geti verið svona grimmt. Þegar ég sit fyrir framan fréttirnar í sjónvarpinu þá finnst mér kaldur hrollur fara niður eftir bakinu á mér og mig langar að hlaupa burt til að sjá ekki þessar hryllilegu fréttir. En ég get það ekki því þarna er verið að fjalla um fólkið mitt, alveg eins og ís- lendingar eru fólkið mitt. Stundum hugsa ég líka um hvað hefði gerst ef pabbi minn hefði orðið hermaöur. Ég er mjög þakklát fyrir að svo varð ekki. Einnig er ég þakklát fyrir að hann skyldi koma til íslands og hitta mömmu. Það besta er auð- vitað að þau skyldu ákveða að búa á hér á landi. Mér finnst oft að við íslendingar gerum okkur ekki næga grein fyrir hvað við eigum gott að búa í svona friösælu og fallegu landi." ENGLAR Engiarnir svífa úr skýjunum. Þeir sækja sálir hinna látnu. Sálirnar vita aö þær eiga langa leiö fyrir höndum. Þegar Iftil börn deyja taka englarnir þau í fangiö og svífa meö þau upp aö hinu gullna hliði. En þegar fullorönir deyja strá englarnir gullnum töfrasykri yfir þá. þá svífa þeir sjálfir. „Það er ekki eingöngu vegna stríðsins í fyrrum Júgóslavíu sem ég hugsa oft um dauðann, heldur hef ég kynnst sorginni af eigin raun meðal annars með missi ömmu minnar. Þegar ég var níu ára lést skólafélagi minn og vinur Guðmundur Óli Hauksson. Sá tími sem þá fór í hönd var erfiður fyrir okkur bekkjarfélaga hans og ennþá söknum við hans og syrgjum hann. X O cz C? -< xr 2: > o z c co o O 3 70 LÍTILL DRENGUR Lítill drengur sefur vært í fangi mömmu sinnar. Hann dreymir draum um aö lítill engill komi til hans og fari meö hann upp til skýjanna. Þeir stoppa hjá gulllituöu hliöi og ganga inn. Fyrir innan er allt svo bjart. En niðri á jörðinni sefur litli drengurinn ennþá og hann vaknar aldrei aftur, því hann er dáinn. „Því miður verð ég að við- urkenna að ég er svartsýn á að stríðinu Ijúki í bráð. Ég get ekki séð að neitt bendi í þá átt. Mér finnst að önnur lönd verði að gera eitthvað til að stöðva þetta hryllilega blóðbað. Vonandi lýkur því þó fljótlega svo við getum farið í heimsókn til ömmu og allra ættingjanna í sveitinni okkar, eins og við gerðum alltaf annað hvert ár en nú eru fimm ár liðin síðan við hittumst síðast." Um leið og Vikan þakkar Evu Ruzu þann kjark að deila með okkur tilfinningum sínum tökum við undir óskir hennar um frið bæði í föður- landi hennar og hvar sem er annars staðar þar sem ófrið- ur geysar og skilur eftir sig sár sem aldrei gróa. □ co co o Z í heimsókn hjá afa og Evu ömmu í Júgósla- víu 1990. Afinn dó fyrir þrem árum. Eva Ruza hjúfr- ar sig upp aö ömmu sinni en móöir hennar heldur á Stefaníu Tinnu. 6. TBL. 1995 VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.