Vikan - 20.06.1995, Page 26
SMASAGAN
EG KOM AUGA A
HANA í leikhúsinu, og
sem svar við bendingu
hennar fór ég til hennar í
hléinu og settist hjá
henni. Það var langt síð-
an óg hafði séð hana
síðast og ef einhver hefði
ekki nefnt nafn hennar
hefði ég varla þekkt hana
aftur. Hún ávarpaði mig
glaðlega:
„Það eru mörg ár síð-
an við hittumst fyrst.
Hvað tíminn líður! Við er-
um engin börn lengur.
Munið þér, þegar ég sá
yður í fyrsta skipti. Þér
buðuð mór í hádegis-
verð.“
Hvort ég mundi!
Það var fyrir tuttugu ár-
um og ég átti heima í
París. Ég bjó í íbúðar-
kytru, sem sneri út að
kirkjugarði, og tekjur mín-
ar voru ekki meiri en svo
að ég rétt skrimti. Hún
hafði lesið bók eftir mig
og hafði skrifað mér um
það. Ég svaraði bréfi
hennar og þakkaði henni
hjartanlega fyrir huguls-
emina. Síðan fékk ég
annað bréf frá henni þar
sem hún sagði mér, að
hún ætlaði að koma við í
París og sér mundi þykja
gaman að fá tækifæri til
að rabba við mig. En hún
kvaðst hafa mjög naum-
an tíma. Eini tíminn, sem
hún hefði aflögu, væri
næstkomandi fimmtu-
dag. Morgninum ætlaði
hún að eyða í Luxem-
borgarsafninu, en síðan
kom hin lokkandi spurn-
ing: Hvort ég vildi ekki
bjóða henni til hádegis-
verðar í Foyot’s á eftir?
Foyot’s er matsölustaður
þar sem franskir þing-
menn borða og þar var
allt svo dýrt að það
hvarflaði ekki að mér að
fara þangað. En hé-
gómagirnd mín var vakin,
og ég var of ungur til að
kunna að neita konu um
nokkra bón. (Ég get bætt
því hér við að fáir menn
læra þetta fyrr en þeir
eru orðnir of gamlir til að
það skipti nokkru máli,
hvað þeir segja). Ég átti í
aleigu minni áttatíu gull-
franka, sem áttu að * i
endast mér út mán-
uðinn, og óbrotinn há-
degisverður átti ekki að
kosta meira en fimmtán.
26 VIKAN 6. TBL. 1995
Ef óg léti vera að drekka
kaffi næsta hálfan mánuð
ætti ég að komast sæmi-
lega af.
Ég svaraði bréfi vin-
konu minnar og sagðist
skyldi hitta hana í Foyot’s
á fimmtudaginn klukkan
hálf eitt. Hún var ekki
eins ung og ég hafði bú-
ist við og hvað útlitið
snerti þá var það fremur
tígulegt en aðlaðandi.
Hún var sem sagt kona
um fertugt. Það er að
vísu yndislegur aldur, en
ekki sá sem vekur
óslökkvandi ástríðu við
fyrstu sýn. Og mér fannst
hún hafa fleiri hvítar, stór-
ar og reglulegar tennur
en nauðsynlegt væri til
daglegra þarfa. Hún var
skrafhreyfin, og þar eð
hana virtist langa til að
tala um mig var ég þess
albúinn að hlusta á hana
með athygli.
Mér brá í brún, þegar
komið var að matseðlin-
um því að verðið var
miklu hærra en ég hafði
búist við. En hún róaði
mig.
„Ég borða aldrei neitt
um hádegið," sagði hún.
„Þetta megið þér ekki
segja,” sagði ég höfðing-
lega.
„Ég borða aldrei meira
en einn rétt. Mér finnst
fólk borða alltof mikið nú
á dögum. Kannski svolít-
inn fisk. Skyldu þeir hafa
nokkurn lax?“
Ja, laxatíminn var nú
ekki kominn ennþá, og
það var enginn lax á mat-
seðlinum. En ég spurði
þjóninn hvort hann væri
til. Jú, þeir voru nýbúnir
að fá fallegan lax, þann
fyrsta sem þeim hafði
borist. Ég pantaði hann
handa gesti mínum.
Þjónninn spurði hvort hún
vildi fá eitthvað á meðan
verið væri að sjóða lax-
inn.
„Nei, svaraði hún. „Ég
borða aldrei nema einn
rétt. Nema ef þér hafið
svolítinn kavíar. Ég neita
aldrei kavíar."
Það kom dálítið á mig.
Ég vissi að ég hafði ekki
efni á kavíar, en ég kom
mér ekki að því að segja
henni það. Ég bað þjón-
inn fyrir alla muni að
koma með kavíar. Handa
sjálfum mér valdi ég
ódýrasta réttinn á matseðlin-
um og var það lambakótel-
etta.
„Ég held, að það sé óvitur-
legt af yður að borða kjöt,“
svaraði hún. „Ég skil ekki
hvernig hægt er að ætlast til
þess að maður geti unnið,
eftir að hafa borðað þung-
meti eins og lambakótelettur.
Ég hef ótrú á að offylla mag-
ann.“
Næst á dagskrá var að
velja drykkinn. „Ég drekk
aldrei neitt með hádegis-
verðinum,” sagði hún.
„Ekki ég heldur," svaraði
ég um hæl.
„Nema hvítvín," hélt hún
áfram, eins og ég hefði ekki
sagt neitt. „Þessar hvítvíns-
tegundir eru svo léttar. Þær
eru svo dásamlegar fyrir
meltinguna."
„Hvað vilduð þér fá?“
spurði ég ennþá gestrisinn,
en ekki beinlínis ofsaglaður.
Hún brosti hýrt og vingjarn-
lega og lét um leið skína í
Þá geröist skelfilegt
atvik. Á meöan viö
biöum eftir kaffinu
kom yfirþjónninn,
brosti smeöjulega
og hélt á skál sem
var full af stórum
ferskjum...........
GAMANSAGA
EFTIR SOMERSET
MAUGHAM
hvítar tennurnar.
„Læknirinn minn bannar
mér að drekka annað en
kampavín."
Það mætti segja mér að
ég hafi fölnað lítið eitt. Ég
pantaði hálfa flösku. Ég lét
þess getið, eins og af hend-
ingu, að læknirinn minn
hefði hins vegar bannað mér
stranglega að drekka
kampavín.
„Hvað ætlið þér þá að
drekka?"
„Vatn.“
Hún borðaði kavíarinn og
hún borðaði laxinn. Hún tal-
aði fjörlega um listir, bók-
menntir og hljómlist. En ég
kveið fyrir reikningnum. Þeg-
ar kótelettan mín kom tók
hún mig alvarlega til bæna.
„Ég sé að þér hafið vanið
yður á að borða þungmeti
um hádegið. Ég er viss um,
að það er rangt. Hvers
vegna gerið þér ekki eins og
ég og borðið einn rétt? Ég er
viss um, að yður mundi líða
miklu betur þá.“
„En ég borða bara einn
rétt,“ reyndi ég að malda í
móinn.
Þjónninn kom enn með
matseðilinn. Hún bandaði
honum frá sér og baðaði út
höndunum.
„Nei, nei, ég borða aldrei
neitt um hádegið. Aðeins
einn bita, ég vil aldrei meira,
og ég fæ mér þennan bita
svona til málamynda til að fá
tækifæri til að tala við fólk.
Ég gæti ekki með nokkru
móti borðað meira. . . nema
ef ske kynni að þeir hefðu
þennan risaspergil. Mér
þætti leiðinlegt að fara frá
París, án þess að bragða á
honum."
Mér féll allur ketill í eld. Ég
hafði séð hann í búðunum
og ég vissi að hann var
hræðilega dýr. Það hafði oft
komið vatn í munninn á mér
þegar ég sá hann.
„Frúna langar til að vita,
hvort þið hafið þennan risa-
spergil," sagði ég við þjón-
inn.
Ég reyndi af öllum mætti
að fá hann til að segja nei.
En sælubros færðist yfir
hans breiða, prestlega and-
lit. Hann sagði að þeir hefðu
svo sannarlega spergil,
mjúkan og fínan spergil sem
væri hreinasta lostæti.
„Ég er ekki nokkurn skap-
aðan hlut svöng,“ sagði
gestur minn og andvarpaði,
„en fyrst þér viljið endilega
þá hef ég ekkert á móti því
að fá svolítinn spergil."
Ég pantaði hann.
„Ætlið þér ekki að fá yður
neinn?"
„Nei, ég borða aldrei
spergil.”
„Ég veit að það er til fólk,
sem þykir hann ekki góður.
Sannleikurinn er sá að þér
eyðileggið bragðnæmi yðar
með öllu þessu kjötáti.”
Við biðum á meðan verið
var að sjóða spergilinn. Ég
var skelfingu lostinn. Nú var
spurningin ekki lengur hve
mikla peninga ég ætti eftir til
að lifa fyrir það sem eftir var
máðaðarins, heldur hvort ég
ætti nóg til að borga reikn-
inginn. Það yrði skammar-
legt að vanta kannski tíu