Vikan


Vikan - 20.06.1995, Side 30

Vikan - 20.06.1995, Side 30
s CO -o NÆRING í ÆÐ Þungaðar konur ættu að leita til læknis vegna morg- unógleði ef þær kasta upp og léttast. Ef þær borða ekki er ástandið orðið alvarlegt. Þá ganga þær á eigin lík- amsbirgðir og líkaminn myndar hættuleg efnasam- bönd. Þau geta valdið því að fóstrið fái ekki nógu mikla næringu þannig að því getur verið hætta búin. Þegar kon- ur eru illa haldnar af morg- unógleði er reynt að leysa vandamálið með ráðlegging- um og lyfjum. Algengust eru svokölluð ógleðilyf sem eru í ætt við sjó- og bílveikilyf. „Menn prófa allt frá nátt- úrulyfjum upp í vítamín og vítamín- sprautur. Ef lyfin duga ekki ætti kon- an að hvíla sig, minnka við sig vinnu, nám og jafn- vel heímilis- störf. Ef ekk- ert af þessu virkar og ef Arnar Hauks- son, kvensjúk- dóma- og fæðingar- læknir. konur fá svo mikla morgun- ógleði að þær eru farnar að léttast strax í byrjun með- göngunnar eru þær lagðar inn á sjúkrahús." Sumar konur liggja inni einungis í tvo til þrjá daga en þá er athugað hvort hægt sé að meðhöndla þær án þess að gefa þeim næringu í æð. Mælt er hve mikið fer af vökva í konurnar og hve mikill vökvi fer frá þeim. Það er eingöngu gefið í æð ef út- séð er að konan fær ekki nógu mikla næringu úr fæð- unni. Samt sem áður eru all- margar konur sem verða að fá beint í æð og þá eru þeim gefin lyf sem eru mun öflugri en þau sem venjulega er ávísað í lyfjabúðum. Arnar segir að von sé til þess að hér muni fást lyf sem hægt verði að nota á almennum markaði sem er öflugra en það sem hingað til hefur fengist. í ALVARLEGUSTU TILFELLUNUM. . . „í morgun komu til okkar á mæðradeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur þrjár ungar stúlkur sem þjást af morgunógleði. Ein, sem er komin sjö vikur á leið, getur ekki unnið og kemst varla út úr húsi. Önnur er komin níu vikur á leið og er búin að gefast upp í vinnunni. Sú þriðja ætlaði að verða stúd- ent í vor en hún varð að hætta í prófunum. Þess ger- ast einnig dæmi að konur hafi þurft að fara í fóstureyð- ingu vegna vannæringar af völdum meðgönguógleði á 14. - 16. viku meðgöngu. í þeim tilfellum, þegar gripið er til slíks neyðarúrræðis, hefur hreinlega verið um líf og heilsu þessara kvenna að tefla. Það þarf langan og vandaðan undirbúning og fræðslu áður en slík kona leggur í að ganga með barn á ný. Núna er ein slík loksins að ná settu marki." Ekki er vitað hvers vegna ógleðin er svona mismunandi eftir kon- um. „Menn hafa reynt að mæla og bera saman ýmsar breytingar í líkama þeirra kvenna sem líður hvað verst og annarra en ekki fundið neinn mun. En í dag eru að opnast nýir möguleikar til að kanna þetta fyrirbrigði þann- ig að það getur vel verið að við eigum eftir að finna or- sökina." BIRTIR UPP UM SÍÐIR Á meðan ógleðin varir er gott að forðast feitmeti og brasaðan mat. Konurnar ættu að borða sem mest af grænmeti og ávöxtum og gamli, góði hafragrauturinn er jafnvel bætandi en þær þola oft ekki mikið af þung- um prótínvörum. Fiskur get- ur verið góður ef hann er ekki mjög feitur. Þær konur, sem eru verulega illa haldn- ar og þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, fá matarráðgjöf. Þeim verður oft illt af bragð- miklum mat en Arnar hefur líka séð konur sem þjást af morgunógleði og þurfa helst að hafa matinn vel karrý- kryddaðan. „í dag er engin bein lækn- ing til við morgunógleði. Konurnar verða sjálfar að taka þátt í að meðhöndla sig svo sem með því að hreyfa sig skynsamlega, draga úr óþarfa álagi, bæta mataræð- ið, sleppa öllu óþarfa um- stangi, hvíla sig og fá mak- ann til að hjálpa sér eins mikið og hægt er. Þegar þær komast yfir ógleðina eiga þær yfirleitt í vændum góða meðgöngu." □ ÆVINTYRI VERULEIKANS „BROT ÚR HIMNINUM" ANNA S. BJÖRNSDÓTTI Stundum er lífið svo ná- lægt hjartanu að við finnum æðasláttinn hærra og hraðar en venju- lega. Okkur langar til að segja svo margt, langar að lýsa því sem við upplifum og gerum það hvert á sinn hátt, þótt ekki gerist það alltaf með orðum. Ég, sem er allt- af að forma orð og færa þau í stílinn, finn stundum til smæðar minnar og langar að vera enn nákvæmari en ég get verið og þá leita ég enn frekar að réttu orðunum. Stundum finn ég lausn en stundum verður ræða mín andstæða þess sem ég vildi segja. Þá reynir á lesandann eða þann, sem ég tala við, að átta sig á stöðunni og ákveða hvort hann vill halda áfram með málið eða láta það líða hjá, ófullskýrt. Flest allt sem kemur fyrir okkur líður nefnilega hjá og kemur aldrei aftur. Ævintýri verða ekki aftur tekin vegna þess að þá væru þau ekki ævintýri og stæðu þar af leiðandi ekki undir nafni. „Brot úr himninum,“ sagði viðmælandi minn um daginn þegar ég talaði um tilgangs- ríkar tilviljanir sem ég vildi nefna örlög en hún vildi þakka þær Guði. Um leið og hún sagði þetta skildi ég að þetta var rétt. Nákvæmlega rétt eins og þegar ég vil segja sann- leikann; þegar sannleikurinn er tær og þolir að segjast en orðin og ég virðumst ekki nógu fullkomin til að koma honum vel til skila. Margt fólk er ekki svo háð því, sem það segir. Það seg- ir fátt og hugsar sitt og er ekki svo upptekið af hrynj- andi orðanna og lætur verk sín tala frekar en orðin. Þetta þarf ekki endilega að þýða að hljóðláta fólkið sé endilega skynsamara en þeir málglöðu, heldur er það bara hljóðlátara. Við erum alltaf að bera okkur saman við aðra og gefa einkunnir og væri vel að minnka það aðeins og reyna frekar að njóta augnablikanna, ævin- týranna og brotanna úr himninum sem eru sífellt að gleðja okkur með óvæntum birtingum sínum. Nú fer ég að verða fær um að halda erindi hjá Guð- spekifélaginu eða öðr- um góðum félögum. Ég læt erindin heita „Hættu að leita að sannleikanum og líttu f spegilinn" eða „Ná- kvæmni ónákvæmn- innar er „dropinn sem fyllir mælinn", hvað sem það nú þýðir. Nei annars mig lang- ar ekkert til þess. Held- ur vil ég skrifa Ævintýri veruleikans fyrir ykkur og stundum, sérstak- lega þegar ég er í leikhúsi, er hvfslað að mér „nákvæm- um þakkarorðum" og þá æs- ist ég öll upp og sest við rit- vélina, læt hugann reika, reyni að vera nákvæm og njóta augnabliksins, ævintýr- isins og brots úr himninum. □ Ónákvæmni Ónákvæmni orðanna verður ekki leiðrétt en þó mun ég halda áfram að segja þér sögur og Ijóð. Reyna að gera ónákvæmnina sem allra minnsta minnka skekkjuna sem orðin mynda. Aðeins í faðmi þínum verður hún ómælanleg hverfur týnist. 30 VIKAN 6. TBL. 1995

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.