Vikan


Vikan - 20.06.1995, Qupperneq 33

Vikan - 20.06.1995, Qupperneq 33
róttinga, formfræði, skrift, listasögu, markaðsfræði og í notkun lita. Þannig að þetta er ansi fjölbreytt nám eins og þessi upptalning gefur til kynna. Hingað til hefur flest- um gengið vel að fá vinnu að námi loknu og hafa stór fyrirtæki á borð við IKEA boðið í góða nemendur," segir Palla gluggaskreyt- ingahönnuður. ÍSLENSKU TÖFRARNIR HJÁLPA MIKIÐ En hvaða kosti þarf góður hönnuður að hafa til að bera? „Góður hönnuður þarf fyrst og fremst að búa yfir góðu skipulagi og tækni. Hann þarf einnig að búa yfir sjálfsaga og vandvirkni, enda krefst starf af þessu tagi mikillar þolinmæði. Hönnuður verður að sýna í verki hvað hann getur og til að vinna traust viðskiptavin- anna verður honum að tak- ast vel upp. Það tekst ein- ungis þeim sem býr yfir þessum hæfileikum og þeim sem hefur verulega reynslu í faginu. Það eru allt of margir sem ekki endast í þessu starfi einmitt vegna þess að þeim hefur ekki tekist að sanna sig sem skyldi. En íslendingum hefur gengið mjög vel í þessum skóla og hafa flestir náð að sanna sig í faginu. Við Palla segjum reyndar oft að hjá okkur sé það hinn sanni ís- lenski kvensjarmi sem hefur fleytt okkur áfram,“ segir Hildur brosandi. Og Palla bætir við: „Hildur er menntaður kennari þann- ig að hún heldur uppi ákveðnum aga í samstarf- inu. Ég er aftur á móti þessi dæmigerða vingjarnlega sem er blíð við alla og öðlast þannig traust viðskiptavinar- ins. Þau eru ófá skiptin sem Hildur hefur gefið mér spark í ökklann á fundum, svona þegar henni finnst nóg kom- ið af kjaftæðinu í mér. En við erum góðar saman og sam- starfið gengur vel.“ Hvaða verkefnum eruð þið spenntastar fyrir? „Ég held að ég svari fyrir okkur báðar þegar ég segi að jólin séu í uppáhaldi hjá okkur starfslega séð,“ segir Hildur. „Þá er náttúrlega mesta vinnan. Jólastemning- in er alveg einstök og við er- um strax farnar að hugsa um það hvernig skreytingar næstu jóla verða. Ekki veitir af góðum undirbúningi því við byrjum að panta skreyt- ingarefni í lok sumars." FÓTSNYRTINGAR HLUTI AF VIÐHALDSKOSTNAÐI Og Palla er fljót að bæta við: „Síðast þegar við kláruð- um jólatörnina í lok nóvemb- er fórum við í nudd og gufu- bað og létum klippa neglur á fingrum og tám. Auk þess fórum við í andlitsbað og ýmislegt dúllerí sem því fylgdi. Við lágum eins og skötur, náttúrlega dauð- þreyttar og létum dekra við okkur. Við drukkum nóg af kampavíni á meðan allar þessar aðgerðir fóru fram. Svo fórum við út að borða með nánasta starfsfólki og keyþtum fallegar jólagjafir. Þetta varaði frá morgni til kvölds. Þegar við sendum reikningana fyrir þessu öllu til bókhaldarans okkar lögð- um við á það áherslu að þetta væri kostnaður vegna viðgerða á verkfæruml!" Fáið þið mikið út úr þessu starfi? „Já, mjög mikið,“ segja Palla og Hildur nánast í kór. „Þetta er, eins og við höfum sagt, krefjandi starf og mað- ur verður að standa sig vel, annars leita viðskiptavinirnir eitthvað annað. En þetta er það sem við kunnum og því finnst okkur gaman þegar vel gengur. En auðvitað get- ur maður orðið þreyttur á þessu starfi eins og öllum öðrum störfum. Vonandi eig- um við þó eftir að endast í þessu, að því gefnu að við höfum heilsu og krafta til. Það reynir oft á líkamann í vinnunni. Ósjaldan erum við að klifra í stigum og lyfta þungum hlutum. En þannig höldum við okkur bara í góðri þjálfun, ekki satt,“ segir Palla og hnyklar vöðvana. Og Hildur bætir við: „En það er eitt sem samstarf okkar Pöllu hefur leitt af sér og verður náttúrlega að koma fram. Áhugi Norðmanna á íslandi hefur stóraukist og það er að sjálfsögðu vegna þeirrar íslandskynningar sem við Palla leggjum áherslu á. Nú þegar hefur einn verslunarstjóri farið til íslands vegna okkar og við vitum um annan sem er að fhuga ferð þangað." □ VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: Snyrtistofa & snyrtivöruverslun Engihjalla 8 (hús Kaupgarös) 200 Kópavogi Sími 554 0744 Alhliða snyrting - Litgreining Katrín Karlsdóttir fótaaögerba- og snyrtifræðingur mm- v HfawemuwFA HVERFISGÖTU 62-101 REYKJAVÍK Gnoðarvogi 44-46 «104 Reykjavík sími: 553 9990 Elín Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari Inga Gunnarsdóttir HÁRSNYRTISTOFAN GRANDAVEGI 47 <0 562 6162 HÁR- \\ tískanW Dalshrauni 13 - 220 Hafnarfirði - Sími 555 0507 6. TBL. 1995 VIKAN 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.