Vikan


Vikan - 20.06.1995, Page 41

Vikan - 20.06.1995, Page 41
TEXTI: GERÐUR KRISTNY Sandra Bullock vakti athygli fyrir goða frammistoðu i myndinni Speed þar sem hún lék á móti Keanu Reeves. Hún hefur nú leikið í nýrri mynd sem heitir While You Were Sleeping og er í leikstjórn Jon Turteltaub. Þar leikur Bullock unga konu sem verður ástfangin af manni sem hún þekkir ekki neitt. Einn daginn sér hún hvar ráðist er á hann og honum hrint fyrir lest. Lucy kemur honum til bjargar og lætur flytja hann á sjúkra- hús. Starfsfólkið tekur henni sem unnustu mannsins og hún kýs að leyfa því að halda það. Hún leiðréttir það meira að segja ekki fyrir fjölskyldu hans. Draumamaður- inn er í dái og því ekki í ásigkomulagi til að neita einu eða neinu. Einhvern tímann hlýtur þó fjölskylda hans að komast að því að ekki er allt með felldu. □ Batman Forever heitir nýj- asta myndin um Batman. Enn á hann í höggi við illa- þokkaða náunga sem einsk- is svífast. Að þessu sinni þarf Batman þó ekki berjast einn á móti þeim þvi Robin leggur honum lið. Val Kilmer fer með hlut- verk Batmans og Chris O’Donnel leikur Robin. Skúrkana Two Face og The Riddler leika þeir Tommy Lee Jones og Jim Carrey. Batman á við fleiri vanda- mál að stríða en aðeins glæpamenn. Hin hlið hans, Bruce Wayne, glímir við slæmar minningar úr barn- æsku og svo er hann ást- fangin af sálfræðingnum sín- um sem leikin er af Nicole Kidman. Úr þessu verður ástarþríhyrningur þótt aðeins um tvær manneskjur sé að ræða. Leikstjóri myndarinnar er Joel Schumacher og hefjast sýningar á henni í Sambíó- unum í lok mánaðarins. □ tp / * / , | , T - { f'' | Leikstjórinn Turteltaub (í ■'/ . \/ ; miöiö) leiöbeinir þeim Söndru Bullock og Bill Pullmann vió töku myndarinnar While You YOU WEPE w Vl ! m 1 bróóurs hins slas- SLEEPING Einhverjir afkastamestu leikarar Hollywood þessa stund- ina; Tommy Lee Jones í hlutverki mannsins meö andlitin tvö og Jim Carrey sem Riddler. Kvennagullió Val Kilmer í hlutverki Bruce Wayne og Nicole Kidman í hlutverki doktors Chase Meridian í Batman. Val Kilmer aldeilis rosalegur í gervi Batmanns. VIKAN 41 6. TBL. 1995 KVIKMYNDIR

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.