Vikan - 20.06.1995, Qupperneq 64
BLOM
ÞAÐ
LEYNAST
HÆTTUR í
GARÐINUM
TEXTI: FRÍÐA
BJÖRNSDÓTTIR
MYNDIR: BRIAN
PILKINGTON
(BIRTAR MEÐ LEYFI SVFÍ)
Nú er kominn sá tími þegar
garöur og gróður draga
okkur tii sín hvenær sem
færi gefst. í fljótu bragöi viröist
enginn staður öruggari fyrir börnin
okkar en einmitt garðurinn ekki síst
ef við erum sjálf einhvers staðar á
næsta leiti að róta í moldinni og hlú
að plöntunum.
En meira að segja í garöinum
geta leynst hættur eins og kemur
glögglega fram í bókinni Slys og
varnir sem SVFÍ, Slysavarnaráö ís-
lands og Landlæknisembættið hafa
gefið út. Þar er listi yfir hátt í fimm-
tíu garöplöntur sem geta valdiö
eitrun eða ertingu. Trúlega er full-
orðnum ekki hætta búin því þeir
leggja sér tæpast til munns plöntur
eöa plöntuhluta en börn geta gert
það. Fullorðna fólkið getur þó látiö
sér detta í hug að nýta til dæmis
ber sem geta veriö skaðleg eins og
fram kom í viðtali okkar við Láru
Jónsdóttur hjá Blómavali en hún
veitti aðstoö viö gerö kaflans um
eitraðar plöntur. Hún sagðist vita til
þess aö fólk heföi sultað ber af
rauðylli en þau eru eitruð. Séu
borðuö fleiri en tíu ber stafar af því
hætta og séu fræin í berjunum
tuggin eykst eitrunarhættan.
Fyrir hefur komiö að börn leggi
sér til munns áburðarkorn sem
stráð hefur veriö á grasflötina.
Einnig það er hættulegt. Menn ættu
líka að hafa hugfast aö rétt er aö
vera meö hanska á höndum þegar
veriö er að dreifa áburði eða hand-
fjatla plöntur sem geta valdið ert-
ingu eöa eitrunarhætta stafar af.
Hér á eftir ætlum viö að nefna
ykkur algengar og varhugaverðar
plöntur úr göröum og garöskálum
en þeir sem vilja kynna sér allar
plönturnar, sem i bókinni eru
nefndar, geta nálgast hana til dæm-
is í verslun Slysavarnafélagsins.
DALALILJA ber hvit blóm
sem breytast í rauð og girni-
leg ber með bláum fræjum.
Plantan er eitr-
uö og hættu-
legt að leggja
sér hana,
blómin eða
fræin til
munns.
FtlDDARASPORI hefur í
VENUSVAGN var algeng-
ur í görðum fyrr á árum en
sést nú sjaldnar. Öll jurtin er
sögð eitruð þó mest blöð og
rætur.
TÚLIPANAR, PÁSKA-
LILJUR OG HÝASINTUR
BÓNDARÓS er algeng i
görðum. í blómum og fræj-
um eru ertandi efni.
hafa í sér eitthvað af eitur-
efnum og geta valdið ertingu
og ofnæmiseinkennum þótt í
mismiklum mæli sé.
BJARNARKLÓ lítur sak-
leysislega út en allir hlutar
plöntunnar eru eitraðir.
ALPARÓS vex og verður
að hávöxnum runna. Plant-
an er öll eitruð.
ULAFABAUNIR - LUP-
ÍNA er til bæði villt og sem
garðblóm. Eiturefni eru aðal-
aður.
er talinn eitr-
GULLREGN hefur 1 lengi
þótt fallegt en það er samt
sem áöur eitraö og fræbelg-
irnir geta freistaö barna. Að-
eins örfá fræ geta valdið eitr-
un.
TÖFRATRÉ þroskar rauð
ber sem eru eitruð. Sama
gildir um plöntuna alla.
ÝVIÐUR þorskar ber sem
í eru eitruð fræ.
KRISTPYRNIR, sem við
þekkjum vel af jólamyndum
aðallega frá enskumælandi
löndum, er farinn að ryöja
sér til rúms hér, sérstaklega í
garðskálum. Börnum getur
stafað hætta af að borða þó
ekki sé nema fimm ber.
RAUÐYLLIR er eins og
fram kom hér aö framan ekki
ætlaður til sultugerðar því
berin eru eitruð.
HEGGUR er algengur í
görðum, sérstaklega göml-
um görðum. Allir hlutar hans
nema aldinkjötið eru eitraðir.
LÍFVIÐUR er vel þekktur
úr jólaskreytingum. Greinar
og nálar eru eitraöar. Sagt
hefur verið að hann hafi ver-
ið notaður í tengslum til fóst-
ureyðingar fyrr á öldum. □
64 VIKAN 6. TBL. 1995