Vikan


Vikan - 20.06.1995, Síða 68

Vikan - 20.06.1995, Síða 68
FERÐALOG SVAVA JONSDOHIR JÓN MAGNÚSSON Yfir sumartímann býöst sól- og menn- ingarþyrstum íslend- ingum beint flug til höfuö- borgar Katalóníu, Barcelona. Enn tilheyrir Katalónía Spáni en á dánarbeðinu baö ein- ræðisherran Franco krón- prinsinn, Juan Carlos de Borbón núverandi konung, aö hann viðhéldi einingu Spánar. Það hefur hann gert. Katalóníubúa dreymir þó um sjálfstæöi og þeir tala sína eigin tungu, katalónsku. Þeir eru stoltir af uppruna sínum og höfuöborginni, Barcelona. Þótt rúm milljón manna búi í borginni virkar hún ekki mjög stór; ef til vill er það vegna þess aö hún afmarkast aö stórum hluta af Miðjarðarhafinu og fjöllunum í kring, Montjuic og Tibida- bo. Einn elsti borgarhlutinn, sem tilheyrir miöbænum, er gotneska hverfiö þar sem dómkirkjan er og torgiö Placa del Rei en sagt er aö kaþólsku konungshjónin Fernando og Isabel hafi tek- iö þar á móti Cristobal Col- ón, sem er betur þekktur hér á landi sem Kristófer Kólum- bus, 3. apríl 1493 þegar hann kom úr fyrstu Ameríku- för sinni. Listagyðjan hefur haft áhrif á marga syni Kata- lóníu svo sem Picasso, Dalí og Gaudí. Picassosafniö er í gotneska hverfinu. Þaö læt- ur lítið yfir sér aö utan, er í gamalli, grárri múrsteins- byggingu, en inni er aö finna margar af gersemum meist- arans. Ein frægasta gata borgar- innar er Las Ramblas sem liggur meöfram gotneska hverfinu og langleiðina niður aö höfn. Katalóníubúar tala jafnvel um aö „ramblejar". Þaö er alltaf líf og fjör á Las Ramblas; tónlist- armenn láta Ijós sitt skína og páfa- gaukar, blóm, bækur og blöð bíða nýrra eigenda. Við götuna er óperuhúsið Gran Teatre del Liceu þar sem frægir óperusöngvarar hafa komiö fram, svo sem kata- lóníubúarnir José Carreras og Montserrat Caballier. 1862 kviknaði I því og það varð aftur fórnarlamb misk- unnarlausra eldtungna á síö- asta ári. Frá Las Ramblas er gengið inn á torgið Placa Reial þar sem notalegt er aö sitja fyrir utan veitingastaöi á hlýjum sumarkvöldum en á torginu eru Ijósastaurar sem er hönnun Gaudís og eru þeir sannkallað listaverk. Mercado de la Boquería stendur sömuleiöis viö Las Steindir gluggar á skrifstofu Feróamálaráös Katalóníu. Svaladrykkir teigaöir í skugga sólhlífar. Torgiö Placa Reial viö „Römbluna". í forgrunni sést í Ijósastaur sem meistari Gaudí á heiöurinn af. TEXTI: UÓSM.: ÞÓRARINN Þröng stræti, byggingar frá miööldum, söfn og listaverk, byggingar í módernismastíl, verslanir meö tískuvarning og nýjustu hönnun, strendur. .. Dómkirkjan í Barcelona er í gotneska hverfinu. Siguröur Helgason, forstjóri Flugleiða, og fyrrverandi samgöngumálaráöherrann, Halldór Blöndal, sá síóar- nefndi nýbúinn aö opna formlega flugleiðina á milli Keflavíkur og Barcelona. 68 VIKAN 6. TBL. 1995

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.