Vikan - 20.01.1996, Page 30

Vikan - 20.01.1996, Page 30
HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl Febrúar: Þú ert mun sveigjanlegri núna og gerir þitt til að hlutirnir gangi snuðrulaust. Eftir miðjan mánuðinn mun gamall misskilning- ur verða leiðréttur og þú finnur aftur fyrir því að nærvera þín sé öðrum einhvers virði. Orka þín er í góðu lagi í byrjun mánaðar. Þú reynir að virkja sköpunarkraftinn og líður best ef nóg er að gera. Best er að hafa orð á því sem aflaga hefur farið á heimilinu til þess að koma í veg fyrir að þar grafi um sig óeining. Frá 10. febrúar er kærleiksstjarna yfir þér. Þú færð ástina í allri merkingu á silfurfati og getur notið þess að taka á móti kærleikanum. Mars: Tilfinningalíf þitt er í hámarki í fyrstu vikunni. Rík ástæða er fyrir þig að taka skjótar ákvarðanir. Flest það sem á daga þína dríf- ur fyrstu vikuna mun hafa afleiðingar um langa framtíð. Þrátt fyrir að hrútnum þyki frelsið gott er alltaf best að hafa einhvern sem maður elskar sér við hlið. Ef það hefur hvarflað að þér að ganga í hjónaband, eða jafnvel hefja sambúð, eru fyrstu sex dagar mars- mánaðar kjörnir til að láta þær hugrenningar verða að veruleika. Það getur verið nauðsynlegt fyrir þig að endurskoða afstöðu þína og samband við annað fólk. Apríl: Nánast allt mun ganga þér í haginn í þessum mánuði. Fram- kvæmdaorka þín er ríkuleg og þú kemst langt á eigin vilja og þín- um einstaka framgangsmáta. Þú býst ekki við neinum hindrunum á vegi þínum og því mun þér líka illa við að einhver reyni að koma í veg áform þín. Hvað vinnuna áhrærir er líklegt að þessi mánuður verði sá mest spennandi á þeim vettvangi. Þór verður nefnilega treyst til að hrinda í framkvæmd öllum góðu hugmyndunum sem 28 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.