Vikan - 20.01.1996, Síða 34

Vikan - 20.01.1996, Síða 34
fyrirtæki eða eru í stjórnunarstöðu, uppgötva nýja möguleika. Þetta á sérstaklega við þann 28., 29. og 30. apríl. Það er því um að gera að halda augum og eyrum opnum. í þessum mánuði býðst ný reynsla af matargerð sem gleður. Maí: Þú vinnur á tvöföldum hraða til þess að hafa allt klárt fyrir komandi sumarfrí. Þú færð hrósið sem þú átt skilið en ekki búast við öðrum launum og sérílagi ekki peningum. Búast má við eftir- köstum eftir allar þær breytingar sem þú gerðir á síðasta ári. Ef þú hefur vit á að nýta þér mótvind áttu möguleika á að ná fram nýjum hlutum og þú verður reynslunni ríkari. í þessum mánuði ertu óvenju skarpskyggn og gengur vel að hnýta alla lausa enda. Gættu vel að heimili þínu, það er krafist meira af þér á þeim vett- vangi. Júní: Þú hefur bæði löngun og hæfileika til að setja þig inn í ný mál. Þú vilt hafa meira um framtíð þína að segja og vinnur vel í þínum málum. Fólk dregst að þér og þú átt fullt í fangi með að sinna öllum þeim sem vilja leita til þín. Ákveðin atriði, sem hvílt hafa þungt á þér, leysast með annara hjálp. Einnig er möguleiki á að verkefni, sem þú hefur lengi brætt með þér, verði að veruleika í þessum mánuði. Leitaðu til vina þinna ef með þarf, þeir vilja svo gjarnan styðja við bakið á þér. Júlí: Það geislar af þér fyrstu vikurnar en þegar líður á veitir ekki af að hafa af nægri orku að taka. Þann 23. getur þú þurft að hafa af- skipti af málum í vinnu þinni. í fyrstu viltu halda þér utan við málin en það kann ekki góðri lukku að stýra. Einkalífið er í góðu jafnvægi þennan mánuðinn. Öryggi á tilfinningasviðinu verður til þess að þínar tilfinningar ná að dafna sem nýtist vel til að rækta góða vin- áttu. í lok mánaðar áttu möguleika á að kynnast nýju tómstunda- gamni sem verður gefandi. Ágúst: Þú hefur lifað betri daga um ævina en aldrei er svo svart að ekki birti upp aftur. Vandamál í vinnunni verða til þess að þú íhugar stöðu þína. Þér virðist sem fjölskyldumeðlimur fari hamför- um gegn þér en gættu að þér. Þinn kveikur er líka stuttur! Farðu yf- ir þætti í eigin fari og þú kemst að þeirri niðurstöðu að langanir þin- ar geta fengið útrás á annan hátt. Það sakar ekki að sýna smá sveigjanleika. Ágúst hentar vel til ferðalaga en þú leitar áreiðan- lega ekki eftir hefðbundinni pakkaferð því þig þyrstir í ævintýri. Þig 32 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.