Vikan - 20.01.1996, Side 36

Vikan - 20.01.1996, Side 36
TVÍBURARNIR 21. maí - 22. júní Febrúar: í þessum mánuði gengur flest upp í þfnu lífi. Líkamleg orka er kraftmeiri en vanalega og því mun framtaksemi og hug- myndaauðgi einkenna daglegt líf þitt. Þér tekst að koma þér og hugmyndum þínum í sviðsljósið svo um munar og þannig að yfir- menn og samstarfsmenn hlusta. Þú færð fjölda tækifæra til að sinna samkvæmisljóninu í þér. í þessum mánuði munt þú umgang- ast fleiri en vanalega og verið getur að þú fáir tækifæri til að taka til hendi á einhverju sviði í samstarfi við aðra. Það mun gerast hratt og henta þér vel að afgreiða málið á skjótan hátt. Fjölskylda þín stendur heilshugar á bak við þig. Mars: Þessi mánuður verður dálítið blandaður. Þú færð ýmis tæki- færi til að hrinda (framkvæmd langtímamarkmiðum en samt hættir þér til óþolinmæði. Það verður til þess að þú leitar full ódýrra lausna til þess að klára dæmið hér og nú. Ef þér tekst að stjórna bráðlyndi þínu getur komist að góðri niðurstöðu. Á þessu tímabili er líklegt að margar af þínu bestu hugmyndum verði að veruleika. Þú ert raunsærri en þú átt vanda til án þess að það komi niður á hugmyndaauðgi þinni. Fram til 7. mars mun rómantíkin vera alls- ráðandi og þú átt auðvelt með að tjá þig við maka þinn eða góðvin. Það klókasta sem þú gerir í peningamálum er að geyma þá í bank- anum, eða reyna fyrir þér í happdrætti. Apríl: Fallegur og rómantískur mánuður er í uppsiglingu. Fram- undan er líflegt og skemmtilegt tímabil þar sem hæfileikar þínir til mannlegra samskipta nýtast til fulls. Þú finnur fyrir ákveðnu frelsi í tilfinningalífinu sem nýtist skapgerð þinni. Smávægilegar gallar í 34 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.