Vikan - 20.01.1996, Side 39

Vikan - 20.01.1996, Side 39
KRABBINN 23. júní - 23. júlí Febrúar: Framundan er tfmabil þar sem þú hefur mikla þörf fyrir breytingar og meiri spennu f líf þitt. Þú vilt víkka sjóndeildarhring þinn og eiga meiri möguleika. Þú hugsar mikið til framtíöar og þann 16. ertu tilbúinn til aðgerða. Þú er bjartsýnni en venjulega og sérð hversdagsleikann í bjartara Ijósi. Fyrstu nfu dagana er rómantíkin allsráðandi og þú þarft aðeins að njóta augnabliksins. Frá 10. eru líkur á ágreiningi og afbrýðissemi og valdabarátta verður til þess að draga úr þér. Mars: Fyrstu þrjár vikurnar munu nýtast þér vel, sérstaklega ef þú ert vel undirbúinn. Á tímabilinu frá 3. til 19. nóvember er þörf fyrir hæfileika þína í vinnunni og þú gneistar af hugmyndaflugi. Það verður töluvert að gera í kringum þig og samskipti þín við aðra auk- ast. Þú nýtur þess fram í fingurgóma að hafa nóg fyrir stafni. Frá 7. mars munu samskipti þfn og makans vera á lygnum sjó og ykkur mun auðnast að láta vinnu og heimili ganga snuðrulaust. Apríl: Þú ert frekar eirðarlaus og hendir þér í alls konar verk til þess að draga úr óróleikanum. Skynsamlegt væri að nota þessa óvæntu orku í eitthvað heilsusamlegt sem bætir líkamlegt og and- legt ástand. Það er einnig skynsamlegt að nota orkuna í heimilið Því þar eru margir hlutir sem hafa beðið. Frá 10. apríl og áfram verður þú óvenju jarðbundin. Það verður nauðsynlegt fyrir þig að hafa fast land undir fótum og þú tekur ákvarðanir til framtíðar ef þær eru nógu skynsamlegar. Fram til 20. verða gerðar miklar kröf- ur á þig f vinnunni. En þú getur treyst á skilning vinnufélaganna. Um páskaleytið verður óvænt uppákoma þér til gleði. VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.