Vikan - 20.01.1996, Side 45

Vikan - 20.01.1996, Side 45
MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Febrúar: [ þessum mánuði mátlu eiga von á miklum kröfum frá fólki í þínu nánasta umhverfi. En farðu rólega í breytingar og reyndu heldur að styrkja stöðu þína. Það kann að leiða til breytinga á vinnu þinni og jafnvel verða til þess að þú skiptir um starf. Ef þú ert án fastrar vinnu eða leitandi er tími til að hugsa sér til hreyfings. Fyrstu vikur mánaðarins er tilfinningalífið í ójafnvægi og þú sveifl- ast öfganna á milli. Þú verður að taka á honum stóra þínum til að komast klakklaust í gegnum þessar hræringar. Þú kemst ekki hjá þv( að halda utan um fjármál þín og láta ekki reka á reiðanum á þeim vettvangi. Hins vegar gengur þér nokkuð vel að afla fjár en þú þarft að hafa fyrir því. Mars: Hreyfingar í kringum vinnu þína eru enn töluverðar. Það er ómögulegt að sjá fram á við og fram til 21. skaltu hafa bæði augu og eyru opin. Þolinmæði þín er ekki mikil sem stendur og það getur valdið töluverðum árekstrum. En þú átt ágæta möguleika á að nýta þér ögrandi meyjareiginleikana þér í hag. Ef þú mætir umhverfi þínu með opnu hugarfari færðu það margfalt til baka. Hafðu i huga að fjölskylda þín og maki vilja gjarnan styðja við bakið á þór. í hita leiksins mun samband þitt við makann styrkjast. Meyja á lausu ætti að hafa augun oþin því það eru fleiri fiskar í sjónum. Apríl: Ef frá eru taldir fyrstu dagar mánaðarins mun ástin taka á sig ýmsar myndir. Þú sveiflast upp og niður sem verður til þess að hjónabandið styrkist. Þú neyðist til að gefa meira eftir en þér líkar en það verður aðeins til þess að umráðasvæði þitt stækkar. Frá 8. apríl skaltu gleyma öllum þínum föstu venjum og fordómum og VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.