Vikan - 20.01.1996, Side 48

Vikan - 20.01.1996, Side 48
VOGIN 24. sept. - 23. okt. Febrúar: Þú ert í liði hinna heppnu í þessum mánuði. Þér gefast tækifæri til að leysa úr alvörumálum. Starf þitt er í brennidepli og það verður tekið eftir framlagi þínu og þú nýtur þess. Samt sem áð- ur fyllist þú löngun til að skipta um starf og losa um ákveðin bönd. Athugaðu að þú þarft að hugsa í nýjum farvegi til þess að hlutirnir gangi upp og það ætti að vera best upp úr 16. febrúar. Um miðjan mánuð mun maki þinn hafa orð á því að þú notir krafta þína um of utan heimilis og það skaltu taka alvarlega. Fjármál þin ættu að vera í nokkuð góðu lagi þrátt fyrir að reikningarnir berist helst til ört. Mars: Um þessar mundir finnur þú fyrir mikilli þörf til að taka til í til- finningalífinu. Um hríð hefur þér nefnilega fundist að þú sért að sóa tíma, kröftum og peningum í fólk sem engu máli skiptir. Nú ertu ( ham til að ganga af alefli fram og velja úr. Á móti kemur að þú færð heilmikla gleði af því fólki sem þú velur næst þér. Sem betur fer tekst þér að halda ástvinum þínum þrátt fyrir smámisskilning. Tjáðu tilfinningar þfnar - þú þarft ekki að skammast þín fyrir neitt. Það kemur upp sú staða að þér er trúað fyrir leyndarmáli og þú skalt varast að líta á það sem hreint slúður. Ungur fjölskyldumeð- limur kemur þér á óvart í kringum þann 20. mars. Apríl: Helstu breytingar í þessum mánuði verða í vinnunni. Þann 8. kemur Satúrnus til með að hafa áhrif á Vogina. Það getur þýtt að þú þarft að axla fleiri skyldur en þú kærir þig um. En þú ert í góðu jafnvægi og færð tækifæri til að njóta páskanna í friði með þínum nánustu. í þessum mánuði áttu möguleika á að auka tekjur þínar en þú verður liklega að vinna fyrir þeim. Möguleikar eru miklir á því 46 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.