Vikan - 20.01.1996, Side 52

Vikan - 20.01.1996, Side 52
náið ekki að tala út sem fyrst verður sá atburður að tifandi tima- sprengju í sambandi ykkar. Síðusta vika mánaðarins verður gef- andi fyrir þig og maka þinn og þið finnið ykkar gamla takt. Wlaí: Þú þarft að finna hvort þú ert á réttri hillu í vinnu og þú þarft að ákveða hvað þú vilt gera í framtíðinni til þess að þróast. Sumir sporð- drekar vilja gjarnan hörfa aftur í sófann en aðrir vilja fara út að berjast til frama. Það er mikilvægt að þú takir þér tíma til að ígrunda málin. Það getur enginn annar en þú komist að niðurstöðu og borið ábyrgð- ina. I þessum mánuði gæti verið rétti tíminn til að tala um innstu til- finningar við fjölskyldu þína. Ef þú gefur þeim færi á eru þau tilbúin tii að hlusta og standa á bak við ákvarðanir þínar. Það kemur til með að hræra við tilfinningum þínum að uppgötva að mörgum þykir vænt um þig. Fjármálin eru ekki eins vonlaus og þau líta út fyrir að vera. Júní: Maki, samstarfsfólk og vinir bíða þess að þú gefir boltann. Það er þvi nauðsynlegt að þú veljir rétta tímann til að sýna tilfinn- ingar þínar. Þú hefur tilhneigingu til að flækja þig i annarra manna vandamál og það dregur úr orku þinni. Sem stendur áttu nóg með eigið sjálf og þína nánustu. Þér finnst sem þú eyðir meira en þú afl- ar. Það er undir þér komið að krydda sambandið eða láta til skarar skríða á nýjum vettvangi. Þetta á líka við um vináttuna sem þarfn- ast endurnýjunar. Júlí: Nú ertími til að koma hlutum á hreint. Vandamál, sem þú hef- ur forðast að horfast í augu við, geta leyst á skjótan hátt. Það sem þú segir og gerir er vel þegið. Fram til 23. muntu gæla við frama- vonir þínar ef þær eru til staðar. Á þessu tímabili gengur þér vel í allri heilaleikfimi og óháð aldri er líklegt að flestir sporðdrekar finni fyrir skapandi hugsun. Fordómar verða iagðir til hliðar og því gefst rými fyrir spennandi hugmyndir. Ágúst: Fyrstu sjö dagar mánaðarins verða órólegir á tilfinninga- sviðinu. Þegar þeim lýkur gefast tækifæri til að eyða góðum stund- um með maka þínum. Tilfinningarnar fá meiri dýpt næstu daga. Ástin er til að treysta á og það er þér mikils virði. Það er nauðsyn- legt að hafa augun opin fyrir tækifærunum og ekki flýja vandann. Núna hefurðu þörf fyrir að víkka áhugamál þín. í gegnum starf þitt eru líkur á ferðalögum. Ef þú ert tilbúinn og þorir að taka áhættuna eru miklir framtíðarmöguleikar í skyndiferð til útlanda. September: í þessum mánuði er vinnan í brennidepli en til 50 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.