Vikan - 20.01.1996, Síða 55

Vikan - 20.01.1996, Síða 55
urstöðu. Á vinnustað eru enn breytingar í bígerð sem koma til með að hafa áhrif á þína stöðu. Þótt það vaxi þér í augum skaltu ekki láta það hefta þig því þú átt alla möguleika á að axla nýja ábyrgð. í einkalífinu ertu dálítið útundan að eigin mati. Það getur verið gott að fara í smáfrí með makanum til að vekja upp gamlar kenndir. Maí: Þú hefur töluvert að gera um þessar mundir og það hentar þér ágætlega því þú hefur vissa þörf fyrir að reyna þig. Gagnlegir hlutir, sem þú þarft að leggja þig fram við, reynast þér best. Almennt hef- urðu meðbyr í hvað sem þú tekur þér fyrir hendur svo fremi þú legg- ir þig 100% fram. í samskiptum þínum við makann þarf að taka á ýmsu og skoða ofan í kjölinn. Gamall ágreiningur, sem þú hélst að væri fyrir bí, kemur aftur upp á yfirborðið. En væntanlega blása nýir straumar um samband ykkar sem vara lengi. Það er um að gera að nota peninga til skemmtilegra hluta án þess að eyða um efni fram. Júní: í þessum mánuði máttu eiga von á ýmsu í tengslum við vinnufélaga og maka. Þú skalt reikna með hörðum viðbrögðum, já- kvæðum eða neikvæðum, allt eftir því hvernig þú leggur hlutina fram. Fortíðin sækir á þig um þessar mundir og gamlar tilfinningar vekja þig til umhugsunar. Þú ert frekar til baka í tilfinningalífinu sem verður til þess að maki þinn á erfitt með að henda reiður á sam- bandi ykkar. Um miðjan mánuð mun skýjunum létta og þér finnst þú vera fær um allt. Fjölskyldan er tilbúinn til að rétta þér hjálpar- hönd og það verður til að næra þínar þreyttu taugar. Júlí: Nú er um að gera að taka þátt á ný. Það fer allt eftir þvi hvað þú leggur þig fram hversu hratt þér tekst að leysa úr málunum. Þú ert að koma úr frekar þreytandi tímabili og það besta fyrir þig er að slappa af og safna kröftum. Þú munt finna breytingu til batnaðar dag frá degi og jákvæðir straumar koma yfir þig á ný. Þú endurmet- ur afstöðu þína til fólks sem hefur farið lítillega í taugarnar á þér. Því meira sem þú gefur af þér þess meira færðu til baka. Agúst: Eftir nokkurt frí kemurðu til vinnu með gleði. Þú kemur til með að finna að eftir því sem þú vogar meiru því betri verður ár- angurinn. Samt skaltu reyna að spara þrekið því það er ekki komið í hámark enn. Þú ert nú einu sinni bara manneskja. í byrjun mán- aðar kemurðu til með að breyta ýmsu sem vinnufélagi þinn hefur ráðið og gamalt óréttlæti snýst þér í hag. Það nýtist þér betur ef þú ert gefandi í nærveru þeirra sem þér þykir vænt um. Þú berð skyn- VIKAN 53

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.