Vikan - 20.01.1996, Qupperneq 58

Vikan - 20.01.1996, Qupperneq 58
ert varkár því brennt barn forðast eldinn. Þér er nauðsynlegt að byggja upp og þá sérstaklega fjárhaginn. Hæfileikar þínir til sam- skipta og málamiðlunar fá að njóta sín. Á sama tíma sýnir þú frum- kvæði en þú skalt varast að tala um of. Þögnin er gulls ígildi á stundum. Þér tekst ekki að sýna tilfinningar þínar og því ertu frekar til hlés þegar rómantíkin gerir vart við sig. Júní: Þú ert með mörg járn í eldinum á heimavígstöðvum og á vinnustað. Fram til 14. viltu heldur sinna bóklegum málum. Þú hef- ur jú hæfileika til að raða hlutum í kerfi sem verður til þess að þú sleppur vel. Samband þitt við makann hefur tækfæri til að blómstra, sérstaklega ef þið náið að tala saman og eruð sammála. Ferðalag gæti styrkt samband ykkar. Ef góður vinur er til í ferðalag verður þú ekki fyrir vonbrigðum heldur. Ef þú heldur til útlanda áttu möguleika á að víkka sjóndeildarhring þinn og ef þú vilt getur þú nýtt þér þá reynslu þegar heim er komið. Júlí: Þú lítur lífið alvarlegum augum þessa stundina. Þú leggur hart að þér við að Ijúka verkefnum. Óþolinmæði er þér til trafala og þá sérstaklega í samstarfi við vinnufélaga. Best fyrir þig er að njóta sumarsins í faðmi fjölskyldunnar. Friður mun færast yfir líf þitt eftir 10. júlí. Hvað varðar húsnæði verða breytingar á einn eða annan veg. Þér gæti jafnvel dottið I hug að fjárfesta i sumarbústað. Ágúst: Nú er þín andlega orka i hámarki og þér gengur vel í sam- skiptum við annað fólk. Þú ert svolítið upptekinn af ákveðnum hug- myndum sem þínum nánustu finnst helst til villtar. Þér tekst allt sem við kemur málinu. Ekki af því allir séu svo sammála þér heldur vegna þess að þér tekst að koma skoðunum þínum haganlega í orð. Frá 8. ágúst hleypur snuðra á þráðinn í hjónabandinu. Þér finnst þú hafa verið sterkari aðilinn án þess að fá það til baka í öðru. Síðast í mánuðinum getur verið að ykkur langi suður á bóg- inn í frí og fjármálin eru engin hindrun. September: Reiði þfn og vonbrigði með makann eru nú á bak og burt. Þér léttir heldur og þið getið talað út um misklíðina. Þér er í mun að sinna vinum þínum og ekki er loku fyrir skotið að vinátta geti leitt til ástarsambands hjá steingeitum á lausu. í þessum mán- uði viltu gjarnan safna um þig vinum og bjóða þeim heim. Ef þú hefur áhyggjur af fjármálum skaltu samt bjóða þeim heim og láta alla leggja í púkkið. I vinnu ertu í þeirri aðstöðu að velja og hafna. 56 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.