Vikan - 20.01.1996, Page 62

Vikan - 20.01.1996, Page 62
einnig er tækifæri í uppsiglingu. Þér lætur vel að umgangast fólk yfir höfuð og miðla málum. Október: Þú átt möguleika á þróun í persónulegu lífi og á vinnu- stað. Þér er samt hollast að fara með gát til að missa ekki tökin. Þú hefur metnað til góðra verka en ekki vera það um of því það getur komið í bakið ó þér seinna. í einkalífinu tekst þér að mynda ný sambönd sem koma til með að nýtast þér á margan hátt. Óvenju- leg byrjun í mánuðinum í tilfinningalífinu verðurtil þess að þú dreg- ur þig í hlé um sinn. Þú bíður átekta og eftir þann 5. munu hlutirnir falla í samt far. Fjármálin eru í hægri uppsveiflu. Nóvember: Spenna og átök innan fjölskyldunnar geta leitt til vand- ræða. Þú þarft að sýna samningalipurð og þolinmæði ef heimilið á ekki að fara í háaloft. Kannski er farsælast að horfast í augu við alla, þig líka, og leysa vandann þannig. Það verður til þess að heimilislífið fellur í Ijúfa löð á ný. Ástir samlyndra hjóna eru í lagi. Ef þú hefur vit á að bera tilfinningar þínar á borð og láta uppskátt um veikleikana áttu von á að þér verði tekið með hlýju. Láttu ekki ann- ríkið og vinnuna eyðileggja rómatísku stundirnar. Þú ert ofan á í fjármálum. Desember: í þessum mánuði koma fram brestir í samstarfinu og hjónabandinu. Þér finnst á stundum að maki þinn ráði öllu og yfir- gnæfi þig. Til þess að bjarga sambandinu fyrir horn verður þú að taka á honum stóra þínum og sýna skilning. Ekki síst vegna þess að jólin eru að ganga í garð þarftu að sýna sveigjanleika þótt þú viljir helst vera í friði upp á eigin spýtur. Ef þér tekst að halda sjó í sambandinu muntu uppskera ríkulega um jólin sem verða mjög kærleiksrík. Það er enginn að gera kröfur til þín. Barn í fjölskyld- unni verður þér til gleði. Nýársheit þitt gæti verið.: Ég fer mínu fram. 60 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.