Vikan


Vikan - 10.09.1998, Side 11

Vikan - 10.09.1998, Side 11
að skipta um líf á hinum marg- fræga miðja aldri? Að fara úr öruggu starfsumhverfi á ókunnar slóðir? Jóhanna svarar því neitandi. „Ég hef alltaf verið að skipta um líf. Ég hef ekki alltaf búið á íslandi. Er ekki lífið til að lifa því? Ég er búin að vera lengi að tala um og ákveða mig að taka þetta skref. Heimurinn er svo miklu stærri en ísland - og það er afar þroskandi fyrir okkur öll að sjá nýja hluti, kynnast nýju fólki og öðrum viðhorfum. Við kynnumst einnig okkur sjálfum upp á nýtt. Ég tala ekki um Jónas, son okkar, 10 ára, sem núna fær að læra ensku og kynnast öðru þjóðfélagi sem er öllum nauð- synlegt til að geta séð kosti og galla Islands og víkkað sjón- deildarhringinn. Mér finnst stundum að það ætti að vera þegnskylda að íslendingar búi erlendis einhvern tíma ævinn- ar.“ Jóhönnu líst mjög vel á læknalífið í Bretlandi. „ Það, sem hefur komið mér mest á óvart, er hið góða skipulag á heilsugæslu í Bretlandi. Þar gætu íslensk heilbrigðisyfirvöld lært mikið. Líka er einkennandi hvað hægt er að stunda góða heilsugæslu án þess að byggja stórar og dýrar byggingar í kringum hana. Hér í Bretlandi eru vitjanir heimilislækna tölu- vert stór hluti af starfsdeginum og þar sem þetta land er mjög stéttskipt er atvinnuumhverfi mitt mjög misjafnt eftir því hvort vitja þarf sjúklings, sem er lávarður með þjóna og býr í kastala, eða einstæð móðir sem býr með nokkur börn í lítilli og kaldri íbúð.“ KOKKABÆKUR OG AÐRARBÆKUR Fjölskyldan frá íslandi er mjög ánægð með lífið á nýjum slóðum í Bretlandi. Þaðan sem þau búa er stutt í vinnuna fyrir Jóhönnu en hún vinnur á heilsugæslustöð sem hópur lækna rekur. Neðar í götunni er skólinn sem Jónas gengur í, Charlton Kings Junior School. Það er góður skóli og eftirsótt- ur með vönduð markmið fyrir skólabörn. „ Það sem hefur vakið athygli okkar, jafnt sem Jónasar, er góður skólaagi, kurteis og elskuleg framkoma barna jafnt sem kennara og sú samheldni og vinátta sem einkennir allan skólaandann. Skóladagurinn er lengri en sá íslenski en minni heimavinna. Auk hefðbund- inna námsgreina er börnunum boðið upp á fjölda aukagreina utan venjulegs skólatíma, t.d. tónlist, íþróttir, dans, leiklist, trúarbrögð, listir, útiveru o.s.frv. Öll börnin eru í skólabúningi, stúlkurnar í pilsum og peysum og drengir í buxum og peysum. Skólabúningarnir auka sam- heldni barna sem hóps að sögn kennara, og koma í veg fýrir tískukapphlaup nemenda sem setur mikinn þrýsting á nem- endur jafnt sem foreldra, ekki síst þeirra sem minni fjárráð hafa.“ En hvað gerir íslenskur rit- höfundur í öðru landi meðan eiginkonan sinnir sjúklingum og sonurinn stundar skólann? Ingólfur segist hafa nóg að gera. „Ég hef nýlokið við handrit að bók sem kemur út fyrir jól. Það er bók um sumarlíf okkar í Hrísey þar sem látnir jafnt sem lifandi Hríseyingar koma við sögu. Ég hef teiknað um 30 teikningar í bókina og er nýbú- inn að senda þær frá mér til ís- lands í endanlegri mynd. Svo er ég að vinna að tveimur öðrum handritum: Að bók og heimild- arþætti fyrir sjónvarp. En ég leyfi mér líka bara að vera til og kynnast bresku samfélagi og breskum fjölmiðlum. Ég eyði mörgum tímum á dag í að lesa bresku morgunblöðin og fylgj- ast með breskri sjónvarps- gerð.“ Hann segir það frábært að sitja við tölvuna í þessu fallega gamla þorpi. Þar sé hljóðlátt og rólegt. „Hér handan við götuna taka við engi og skógar og því má segja að við búum í skógar- jaðrinum á hinu þekkta Cotswoldssvæði sem er þekkt fyrir að vera eitt fallegasta sveitarhérað Englands, ekki síst þekkt sem bakgrunnur fyr- ir öll helstu verk ensku skáld- konunnar Jane Austen en þau hafa einnig verið umskrifuð fyrir sjónvarp og kvikmyndir.“ I Charlton Kings er lítil göm- ul kirkja, St. Mary frá 10. öld, þar eru litlar búðir, kaffistofa, hinn venjulegi hverfispöbb, hárgreiðslustofa, kínverskur matsölustaður, fish and chips staður og aðrar smáverslanir auk frábærs bókasafns. Litlar og þröngar götur hlykkjast um þorpið sem þó er óaðskiljan- legur hluti af Cheltenham og aðeins 10 mín. hjólatúr fyrir fjölskylduna niður í miðbæ. Fjölskyldan hefur fundið sína Pétursbúð í lítilli en ágætri kjörbúð sem er hluti af þekktri kjörbúðakeðju í Bretlandi, Sommerfields. „Bretar eru afar elskuleg og kurteis þjóð. Nágrannarnir komu allflestir og buðu okkur velkomin. Bretar eru skraf- hreifir; segja deili á sjálfum sér og ætlast til hins sama af öðr- um. Þeir eru einnig afskaplega ráðagóðir og hjálplegir. Við höfum þegar eignast marga nýja kunningja, ekki síst Jónas sem leikur sér daglega með krökkum hér eins og hann hafi þekkt þá lengi,“ segir Jóhanna. Það er auðséð af öllu framan- sögðu að þau hafa öll nóg að gera. En þar sem Ingólfur er „heimavinnandi“ er freistandi að spyrja Jóhönnu hvort hún heimti ekki heitan mat á borð- ið þegar hún kemur heim af vaktinni. Kann rithöfundurinn eitthvað til heimilisstarfa? „Þetta er allt að koma,“ segir Jóhanna hlæjandi. „Ingó er bú- inn að kaupa sér svuntu og má fá kokkabækurnar mínar að láni...“ „Það hefur gjörsamlega farið fram hjá minni heittelskuðu eiginkonu að í mér blundar meistarakokkur...,“ grípur Ingólfur fram í. „...En helsti aðstoðarkokkur Ingós er matardeild Marks og Spencer þar sem kaupa má frá- bæran tilbúinn mat af öllum gerðum fyrir örbylgjuofninn," heldur Jóhanna áfram. Undanfarin ár hefur Ingólfur unnið, meðfram ritstörfunum, að dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Undanfarna tvo vet- ur hefur hann, ásamt félaga sínum og vini, Árna Þórarins- syni, séð um vinsælan sjón- varpsþátt, Á elleftu stundu. Kemur þjóðin ekki til með að sakna ykkar félaganna þegar ný sjónvarpsdagskrá gengur í gildi nú í byrjun októbermán- aðar? „Það get ég ekki ímyndað mér,“ segir Ingólfur. „ Við vor- um búnir með 60 þætti af Á elleftu stundu. Voru ekki allir löngu búnir að fá nóg?“ Ég spyr hvort hann sakni ekki Árna og samstarfsins við hann. Gálgahúmorinn, sem ríkir milli þeirra vinanna, kemur vel fram í svarinu: „Árni er einn af mín- um bestu vinum og sálufélög- um. Það verður erfitt að finna eins þöglan og einbeittan hlust- anda hér í Bretlandi. En við erum að hugsa um að fá okkur hund!“ 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.