Vikan


Vikan - 10.09.1998, Síða 13

Vikan - 10.09.1998, Síða 13
Eftir breytingu sést Elín fyrst í fjólugrár dragt med frekar síðum jakka, aðskornum með löngum lín- um til að lengja hana í mittið en hún er nógu hávaxin til að bera síðan jakka vel. Skyrtan var valin til að hækka línuna frá mjaðma- svæði og lengja hálsinn, dragtin gefur Elínu léttara yfirbragð. Beru- stykkið hjálpar til að breikka axl- irnar og um leið minnkar áherslan á handleggina. Hún er í buxum við dragtina og þægilegum skóm. Þuríður H. Halldórsdóttir hár- greiðslukona vildi fá léttari brag yfir hár Elínar, fannst það heldur þungt. Hún setti í það falleg lit- brigði til að fá fram skugga svo það sýndist ekki flatt og létti um leið á greiðslunni. Gleraugun sem eru frá Prodesign eru höfð heldur dekkri til að styrkja svip Elinar. NÝR | s t í I I Um kvöldið fer Elín úr buxunum og í pils í stíl við jakkann. Hún fer í bol með tígrismynstri sem fer henni mjög vel þar sem það er mjúkt, en henni henta vel létt efni og mjúk mynstur. Pilssíddin er góð á Elínu, hún er fyrir ofan breiðasta partinn á innanverðu hnénu, en það er nokkuð sem þarf að gæta að þegar velja á sídd á pilsi. Þvi siðara sem pilsið er, því hávaxnari virðist fólk vera, en Elín er nógu hávaxin til að bera þessa sídd vel. Skórnir sem hún er í við pilsið eru ítalskir. Um hárgreiðslu sá Þuríður H. Halldórsdóttir, eigandi Onyx sem vildi létta hár Elínar og fá í það litabrigði svo það virkaði ekki flatt. • Sóley Björk Guðmundsdóttir snyrtifræðingur hjá snyrtistofunni Helenu fögru sá um snyrtingu og valdi hún gráa, gula og fjólubláa liti í samræmi við dragtina og það sem er í tísku í dag. • Fötin eru frá Brantex og fást í versluninn Cer- es í Kópavogi . Bolurinn kostar 3.400 kr., pilsið 2.900 kr., buxurnar 3.800 kr., jakkinn 7.900 kr. og skyrtan 2.900 kr. • Gleraugun seni heita Prodesign og eru dönsk, kostuðu 13.300 kr. • Skórnir sem Elín var í við buxurnar kosta um 10.000 kr. en þeir sem hún notaði við pilsið kostuðu um 17.000 kr. Bæði pörin eru ítölsk og fást hjá skóverslun Steinars Waage.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.