Vikan


Vikan - 10.09.1998, Page 18

Vikan - 10.09.1998, Page 18
' Þegar ilmolíur eru not- aðar í baði eykst gagn- semin því þá má bæði anda að sér ilminum og taka olíurnar inn í gegnum húðina já Oll þekkjum við hversu mikil áhrif skynfærin hafa á líðan okkar. Þeg- ar hlustað er á góða tónlist, andað að sér ilminum af gróðri úti í náttúrunni eða bragðað á góðum mat vekur það sterka ánægjutilfinningu, góðar minningar eða gefur okkur orku til að takast á við nýjan dag. Við hlökkum til jólanna vegna matarins, fal- legu skreytinganna, tónlistar- innar og hlýjunnar í sam- skiptum við fólk og þá notum við öll skynfærin til að skapa réttu stemninguna. Sjón, heyrn, lykt, snerting og bragð skiptir ekki síður máli þegar við kynnumst nýju fólki og getur gert útslagið um hvort við heillumst af viðkomandi persónu eða fáum óbeit á henni. Ilmolíumeðferð byggir á og er til orðin vegna þess- ara andlegu áhrifa skynfær- anna. Nú hefur verið sýnt fram á með vísindalegum að- ferðum að beint samband sé milli hugarástands og ýmissa sjúkdóma og því vissa fyrir að hugur í jafnvægi búi í hraust- um líkama. Ilmolíur eru unnar úr blóm- um, trjám og öðrum jurtum. Blómasafinn eða barkar- safinn er þéttur þar til eins konar kjarni eða „essence" situr eftir og ilmur jurtarinn- ar nýtur sín til fulls. Hver olía hefur sinn sér- staka ilm sem hefur ákveðna verkan. Þannig verka sumar róandi og slakandi meðan aðrar fríska og örva. Ilmolíur eru vinsæl ástarlyf enda löngu þekkt hve lyktarskynið er mikilvægt til kynörvunar. Meðal þeirra blómaolía, sem verka kynörvandi, er rósaol- ía. Kannski er ekki að ófyrir- synju að rósir hafa öldum saman verið tengdar róman- tík, erótík og ástum. Karlar sem gefa rósir hafa því hitt naglann á höfðuðið og upp- skera sennilega margir eins og til er sáð. Ilmolíur eru aðallega notað- ar í bað, til að bera á lík- amann eða á ákveðna næma bletti. Einnig má fá nuddolíur blandaðar ilmolíum og þá jafnt til að hressa og frísfca, \

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.