Vikan


Vikan - 10.09.1998, Page 20

Vikan - 10.09.1998, Page 20
 GRÆNT OG FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR Hauststemmning skreytingarefnið má finna ígarðinum Nú fer hver að verða síðastur að bera hauststemmninguna inn úr garðinum. Það má gera með ýmsum hætti. Þið getið enn klippt stöngla af fjölærum blómum þótt þeir séu visnaðir og þeir geta svo sannarlega verið fallegir í hvers konar skreytingar. Á ýmsum runnum má sjá þroskuð ber og stórar og smáar greinar með berjum má nota á margvíslegan hátt í skreytingar. Vikan fékk þær Helgu Thorberg og Kristínu Báru Gunnarsdóttur í Blómálfinum á Vesturgötu til að binda fyrir sig krans sem minnir á haustið. Ekkert er einfaldara en að láta kransinn taka breytingum eftir árstíð- um. Færa hann í einhvers kon- ar jólaskrúða þegar jólin nálg- ast og þá jafnvel með köngl- um sem þið gætuð fundið á ykkar eigin grenitrjám eða kannski í göngutúr um skóg- arsvæði í nágrenni við ykkur. Þegar páskarnir nálgast breytið þið aftur til og þá verður að finna eitthvað gult til að skreyta með og svo vor- og sumarlegan gróður þegar komið er lengra fram á árið. Hugsið ykkur hvað það er í raun einfalt að kalla fram ákveðna stemmningu. Það þarf ekki annað en bæta einhverju rauðu í skreytingu til þess að okkur detti jólin í hug og guli liturinn minnir okkur ævinlega á pásk- ana. Hvítt og bleikt flytur svo með sér anda vors og sumars. Birkigreinar og ber En víkjum að kransinum þeirra Helgu og Kristínar. Undirstaðan er einföld, birki- greinar sem alls staðar er hægt að komast yfir. Þið ákveðið sjálf hversu fyrirferðarmikill kransinn á að verða og bætið greinum við í samræmi við það. Berjagreinarnar, sem prýða kransinn, heita hyperic- um. Þær er hægt að kaupa í verslunum, en þið gætuð líka notað greinar af reyniviði með eldrauðum reyniberjum. Sum- ar rósir, til dæmis meyjarrós, þroska eins konar ber, fræhús sem eru aflöng í laginu. Þau eru líka falleg til skreytinga á meðan þau halda litnum. Grænu blöðin á kransinum heita salol og þurrkuðu, stóru Hér eru reyniber á grein og einnig grein af meyjarrós með fallegum rauðgulum fræ- húsum. Hvort tveggja er svolítið farið að þorna svo þið sjáið betur hvernig það kem- ur til með að líta út í skreytingunni þegar fram líða stundir. (Ljósmynd: Gísli Egill Hrafnsson) blómin eru proteur. Vel getur verið að einhver í fjölskyld- unni hafi átt afmæli nýlega eða eigi það á næstunni og proteur leynist í einhverjum blómvendinum. Loks eru svo þurrkaðar rósir bundnar í kransinn. Mikið er um að fólk þurrki rósir svo trúlega eigið þið einhvers staðar vönd af rósum sem hægt er að nota. Ef ekki, má kaupa þurrkaðar rós- ir í blómabúðum og svo er líka hægt að kaupa sér fáeinar af- skornar rósir, njóta þeirra í nokkra daga, þó ekki of lengi, og hengja þær svo öfugar upp og láta þær þorna. Nú er um að gera að hefja kransagerðina, bæði fyrir ykk- ur sjálf og vini og vandamenn. Kransar eru fallegar vinargjaf- ir. 20

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.