Vikan


Vikan - 10.09.1998, Qupperneq 22

Vikan - 10.09.1998, Qupperneq 22
Lífsreynslusaga Með ]grátstafinn í kverkunum í tvö ár eftir fæðingu fyrsta barnsins Hún er glæsileg kona um fer- tugt vel klædd og í góðri stöðu. Hún er glettin og kát, ein af þessum ofurkonum sem virðast hafa alla þræði í hendi sér og geta allt. Það er erfitt að ímynda sér að þessi kona hafi einhvern tímann verið svo lítil í sér að hún hafi ekki treyst sér til að taka upp síma og panta tíma hjá lækninum sínum en þannig segir hún að sér hafi liðið. Fyrir rúmum tuttugu árum var þessi kona illa haldin af eftirfæðingarþunglyndi og leið, að eigin sögn, verr en nokkru sinni fyrr eða síðar á ævinni. Hún vill ekki koma Jiö'j/j jjjóöur sjjujEir j' knn'jíiui hébhí'jíi ijíjjjs. j-Jíin ísijii aij h'UJXJ VÍÍJ UXjdíJXJ 'Jl) 'JÍiJXJ ÍJ/ -ii- iuj/öuxxj a/j xxJEJ/yi xjejxí xjúxj ejJJ'J iíi) yjJj'Jt) /ÍisJíuöiJ I x/áMj/j sÍ/j/jí. 55 Eg var 23 ára og hafði nýlokið háskóla- prófi með góðum árangri. Ég taldi mig færa í flestan sjó og eiga bjarta fram- tíð fyrir mér. Okkur hjónin langaði að eignast barn og það varð úr að við ákváðum að þessi tímamót hentuðu vel til að stofna fjölskyldu. Allan meðgöngutímann var ég fíl- hraust og blómstraði. Hárið á mér hafði aldrei vaxið eða glansað annað eins og negl- urnar voru eins og á kvik- myndastjörnu. Allar konurnar í minni fjölskyldu höfðu átt auðvelt með að eignast börn og ég sá ekki nokkuð því til fyrirstöðu að eins yrði um mig. Eg kveið því engu og læknar og hjúkrunarlið virtust gera ráð fyrir að allt gengi snurðu- laust fyrir sig. Þegar leið að lokum meðgöngunnar kom í ljós að barnið var stórt og ég því send í grindarmælingu. Að sögn læknisins sem fór yfir nið- urstöður mælingarinnar átti ég að vera fær um að fæða helm- ingi stærra barn. Ég spurði hvort ég ætti þá bara að sleppa ungbarnastiginu og eignast eitt um fermingu. Hann svar- aði því þá til að grindarmálsins vegna gæti ég það sjálfsagt. Ég gekk með nokkra daga fram yfir þann tíma sem lækn- arnir höfðu reiknað út í upp- hafi meðgöngunnar og þá fór blóðþrýstingur minn að hækka. Ég var því lögð inn og neydd til að liggja alveg kyrr í rúminu, mátti ekki einu sinni fara á klósettið. Ég var á átta manna stofu og fannst and- styggilegt og niðurlægjandi að þurfa að gera þarfir mínar í bekken fyrir framan stofufé- lagana og reyndi því að laum- ast á klósettið þegar þörfin var brýn. Þetta aflaði mér ekki vinsælda meðal starfsfólksins sem var farið að vakta mig og skamma þegar til mín náðist. Þetta endaði í miklu tilfinn- ingauppnámi hjá mér og fæð- ingin fór af stað. I fyrstu gekk allt vel en þeg- ar kom að því að fæða virtist allt standa fast og ég gat ekki komið barninu í heiminn. Þeg- ar hríðarnar höfðu staðið yfir í hátt á annan sólarhring var ég orðin útkeyrð og svo aðfram- komin að ég sá allt í móðu. Hjúkrunarfólkið virtist mér vera einhverjar svarthvítar, óhugnanlegar verur á sveimi um herbergið. Ég var með öðr- um orðum hálf meðvitundar- laus. Þá datt lækninum í hug að mæla blóðþrýstinginn og í ljós kom að hann var hættulega hár. Hann dældi blóðþrýst- ingslækkandi lyfi í æð á hand- leggnum á mér og vakthafandi sérfræðingur var kallaður til að ná barninu sem fyrst með sogklukku. Hringvöðvarrtir nánast lamaðir og Þá byrjaði martröðin fyrst fyrir alvöru. Ég var klippt al- veg aftur í endaþarm, mér fannst eins og sjóðheitur hníf- ur færi gegnum holdið svo mikill var sársaukinn. Mér var sagt að ég ætti að vera svo dof- in að ég gæti ekki fundið þetta og sussað var á mig þegar ég öskraði af sársauka. Það tók síðan hálftíma að ná barninu og allan tímann fannst mér sem verið væri að reyna að slíta líkama minn í tvennt með handafli. Þegar ósköpunum lauk og ég fékk son minn á bringuna vorum við bæði svo útkeyrð að ég gat einungis klappað honum máttleysis- lega á bakið og hann amraði örlítið en grét ekki. Þetta olli mér áhyggjum og ég spurði hvort ekki væri allt í lagi með barnið. Læknirinn svaraði því þannig að barnið væri fílhraust en hann hefði meiri áhyggjur af mér. A tímabili í fæðingunni hefði hann talið að þeir væru að missa mig. Þetta var mikið áfall. Ég var ung og hraust og hafði fram að þessu trúað að ég yrði eilíf. Það hafði virst óhugsandi að líkami minn gæti brugðist mér. Ég var því gjörsamlega niðurbrotin og fann strax á sjúkrahúsinu vanmátt minn gagnvart þessu litla barni og þeirri miklu ábyrgð sem ég bar gagnvart því. Þessi tilfinning jókst síðan stöðugt eftir að heim var kom- ið og á hverri nóttu fékk ég martraðir. Einhver var að taka af mér barnið eða elta okkur mæðginin í þeim tilgangi að gera okkur illt. Ég var einnig stöðugt hrædd um að verið væri að brjótast inn í húsið og hrökk upp við minnsta hljóð. Ég hef ekki tölu á þeim nótt- um sem ég gekk um vopnuð einhverju búsáhaldi til að leita að ímynduðum þjófum. í fyrsta skipti á ævinni hafði ég stanslausar áhyggjur af heilsu minni. Sennilega vegna þess hversu hætt ég var komin. Maðurinn minn var mikið að heiman vegna vinnu sinnar og ég var stöðugt hrædd um að eitthvað kæmi fyrir mig og barnið fyndist illa á sig komið einhverjum dögum seinna yfir meðvitundarlausri eða látinni móður. Það hljómar ef til vill fáran- lega en það er svo innbyggt í menningu okkar að hápunkt- urinn í lífi hverrar konu sé fæð- ing fyrsta barnsins að þegar illa gengur finnst okkur flest- um við hafa brugðist og við vera síðri en hinar sem fara í gegnum þetta eins og þær séu að drekka vatn. Þetta eykur enn á vanmetakenndina og sektarkenndina yfir því að þessi mikla hamingja og full- nægja kveneðlisins láti á sér standa eða sé í manns tilfelli einfaldlega öfugsnúin. Ég var auk þess mjög bólgin að neðan lengi á eftir og hring- vöðvarnir nánast lamaðir. Eg þjáðist því ýmist af harðlífi eða átti í vandræðum með að kom- ast á klósett áður en eitthvað hafði lekið í buxurnar. Ég varð að ganga með bindi löngu eft- ir að hreinsuninni lauk því þvag átti til að leka frá mér al- veg fyrirvaralaust. Var viss um að hún vœri afskrœmd að neðan og þorði ekki að skoða Eins og nærri má geta var sambandið við manninn minn ekki gott. Hann gat ekkert gert svo mér líkaði og ég vildi lítil samskipti eiga við hann. Ég var sannfærð um að ég væri af- skræmd af örum þarna niðri og vildi ekki einu sinni skoða það 22

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.