Vikan


Vikan - 10.09.1998, Side 24

Vikan - 10.09.1998, Side 24
Magga Stína, söngkona, lagahöfundur og lífslista- inaöur var að senda frá sér sólóplötuna „An Alb- um“. Hún á ekki langt að sækja listræna liæiileika því nióöir hennar Sólveig Hauksdóttir er leikkona og „afródansari“, auk þess að vera hjúkrnnar- fræöingur og kennari. Þær eru litríkir persónu- leikar mæðgurnar og eng- in lognmolla í kaftiboðum hjá þeim. p i- ' iffM-. ÆgJM IPjI w i | f: :.|K Mæðgurnar Sólveig Hauksdóttir og Magga Stína, alías Margrét Kristín Blöndal. Eldhugar Magga Stína er höfðingi heim að sækja þótt hún flögri um allt eins og fiðrildi meðan hún sinnir gestinum. Hún er aldrei kyrr. Hún hleypur um allt í litríku fötunum sínum, stendur uppi á stól, sest augnablik og stendur upp aft- ur til að hlýja sér á höndunum við eldavélina þar sem hún er að flóa mjólk út í kaffið. Hún er upp um alla veggi í vægast sagt skrautlegri íbúð- inni þar sem hún býr ásamt Salvöru Gullbrá, eða Sölku, fimm ára gamalli dóttur sinni. Ibúðin ber hinum sérstaka persónuleika Möggu Stínu gott vitni. Mamma hennar er rólegri þótt hún geisli líka af lífs- þrótti. Hún segist vera að reyna að venja sig af að ganga í svörtu og það ætlar greini- lega að takast. Það er sami eldhuginn í þeim báðum, því þegar Sólveig mætir þá kemur hún með uppástungu til að auka enn á gestrisnina. „Þú ættir að prófa að setja kanil í kaffið, það er svo gott“ og það er auðvitað gert - NÚNA. Þannig eru þær mæðgurnar. Allt gert um leið og hugmynd- in fæðist. Suðrœnn tilfinningahiti Og svo er sest niður í barbí- bleika og tærbláa eldhúsinu hennar Möggu Stínu og drukkið rosalega gott kanil- kaffi. Magga Stína segist alltaf vera að flytja. Það er ekki af því að hún hafi sérstaklega ákveðið það. Þetta bara gerist einhvern veginn. Henni finnst það ekkert leiðinlegt, það er bara gott að hreyfa sig úr stað og því meira sem gerist og þess hraðar, því betra er lífið í hennar augum. Stöðnun er ekki til í hennar lífsstíl. íbúðin við Skeggjagötuna er skreytt skemmtilegu sam- blandi af nýjum og gömlum hlutum og skærir litir eru ráð- andi. Það ber mikið á spænsk- um myndum, en Magga Stína hefur mikið dvalist á Spáni. Þangað sækir hún stemmn- ingu og þessa hlýju og mann- legu vinsemd sem hún segir einkenna Spánverja. Kannski er það tilfinningahitinn sem hún sækir í. Þær mæðgurnar eru báðar miklar tilfinningaverur og ein- hver suðrænn blóðhiti endur- speglast í fasi þeirra. Þær tjá sig af innlifun með öllum lík- amanum. Sólveig er samt bundnari Is- landi. „Ég er á íslandi og ís- land er í mér“ segir hún. „Þeg- ar maður eldist binst maður ættlandinu traustari böndum. Stundum langar mann til að ganga inn í jökul eða fjall og sameinast náttúrunni. Maður þarfnast þess að vera hluti af einhverju stórfenglegu, annars væri lífið einskis virði.“ Tónlistar- og fréttafíkill Það er tónlist í útvarpinu all- an tímann og Magga Stína hækkar allt í einu án þess að gera sér grein fyrir því sjálf. Vií.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.