Vikan


Vikan - 10.09.1998, Page 33

Vikan - 10.09.1998, Page 33
Partýfat með djúpsteiktum eplum,beikonrúllum og brieosti. Djúpsteikt epli 5-6 græn epli safí úr einni sítrónu 4 egg 2 dl hveiti 1 tsk. salt 3-4 msk. vatn olía til djúpsteikingar Skolið eplin, takið úr þeim kjarnann og skerið í þykkar sneiðar. Sítrónusafanum er hellt yfir. Blandið saman eggjum, hveiti, salti og vatni og búið til deig. Hitið olíuna í 180°C. Perrið eplin og dýfið þeim í deigið og djúp- steikið þar til þau eru orðin ljósbrún. Látið leka af þeim á eldhús- rúllupappír. Berið eplin fram volg. Beikonrúllur Eitt ljóst formbrauð 1 Fondue-ostur u.þ.b. 2 epli, græn 2 bréf beikon tannstönglar Skerið skorpuna utan af brauðsneiðunum og skerið hverja brauð- sneið í tvennt. Setjið síð- an eina sneið af osti ofan á brauðsneiðina, skerið eplin í þunnar ræmur og setjið ofan á ostinn, rúllið upp og vefjið 1/2 beikonsneið utan um brauðrúlluna og festið með tann- stöngli. Raðið rúllunum í ofnskúffu og bakið við 180°C þar til beikonrúll- urnar eru fallega brún- aðar Svínalundfyllt með eplum og apríkósum. 500 g svínalund salt og pipar 4 þurrkaðar apríkósur 8 valhnetur 1/2 epli 50 g smjör til steikingar. Sósa 1 dl kjötsoð 1-2 dl rjómi 1/2 -1 epli Hreinsið sinar og fitu af kjötinu. Skerið eftir endi- langri lundinni og berjið hana létt með höndun- um. Stráið salti og pipar yfir kjötið. Brytjið aprí- kósur og valhnetur smátt og skerið eplin í teninga. Dreyfið eplum , apríkós- um og valhnetum í lund- ina og lokið henni með t.d. bómullargarni eða kjötprjónum. Bræðið smjörið á pönnunni og brúnið lundirnar. Takið lundirnar af pönn- unni. Eplin eru skorin í báta og steikt á pönnunni í fitunni frá lundinni. Þá eru eplin tekin af pönn- unni og lundin sett aftur á hana og síðan er kjöt- soðinu hellt yfir og lund- in látin steikjast í u.þ.b. 20 mín. Snúið lundinni þegar tíminn er hálfnað- ur. Látið eplin steikjast með aftur síðustu 5 mín. Kjötið er tekið úr soðinu og haldið heitu (t.d. í ofni við 80 °C ). Rjóman- um er bætt út í kjötsoðið og suðan látin koma upp. Þykkið sósuna með sósu- þykkni. Skerið lundirnar í sneiðar og berið fram með sósunni, léttsteikt- um eplunum og t.d. villi- hrísgrjónum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.