Vikan


Vikan - 10.09.1998, Qupperneq 48

Vikan - 10.09.1998, Qupperneq 48
Þurrkuð blóm Texti: Jóhanna G. Harðardóttir Myndir: Gísli Egill Hrafnsson o.fl Símaskráin er ágætt tæki til að þurrka blóm og best er að nota þá innbundnu. Ef notuð er sú „lina“ þarf að setja spjöd við útsíðurnar til að halda henni stífri meðan blómin þurrkast. Hafið hvítan Ijós- ritunarpappír beggja vegna jurt- anna til að auðvelda það að ná þeim heilum úr pressuninni Margir hafa gaman af að safna fallegum blöðum af trjám og blómum og þurrka. Sumir þurrka jafnvel heilu blómin og búa til listaverk úr þeim. Blöð í haustlitunum eru meðal glæsilegasta og fjölbreytilegasta föndur- efnis sem við fáum og hér eru nokkrar hug- myndir handa þeim sem vilja prófa sig áfram með þurrkaðar jurtir. I margs nytsamleg Falleg sem skraut Þurrkuð blóm er hægt að nota í ýmiss konar skraut. Þau eru frábær til að punta með smáöskjur, bréfsefni, borð- skort og jólakort auk þess sem þau má nota til að búa til myndir. Aðferðin Þeir sem aldrei hafa reynt að þurrka jurtir geta glatt sig við að ýmsar aðferðir eru notaðar og margar með góðum ár- angri. Algengast er að þurrka blöð og þunn blóm í pappír, s.s. í símaskrám eða öðrum efnis- miklum doðröntum. Inn- bundna símaskráin er einhver ákjósanlegasti þurrkunarstað- urinn sem völ er á, en ef nota á þá linu verður að setja hart pappaspjald innan við kápuna 48 til að halda síðunum stífum. Best er að hafa u.þ.b. 100 síður milli plantnanna og alltaf verður að hafa hvítt blað undir og ofan á þeim. Límlakk gerir föndrurum kleyft að nota þurrkaðar jurtir til að skreyta með öskjur. Leggið jurtirnar fyrst neðst í bókina, flettið síðan og leggið næsta blaðaskammt þar á og svo koll af kolli þar til bókin er full. Lokið henni vel og leggið hana flata á stað þar sem hún fær að vera í friði. Best er að setja ofan á síma- skrána þungt farg, t.d. góðan stafla af bókum. Ef árangur á að nást er lang- best að gleyma bókinni næstu tvo til þrjá mánuðina eða svo. Límlakk á pappír Þægilegasta aðferðin til að nýta þurrkuð blóm og blöð er að nota límlakk. Límlakkið fæst í föndurvöruverslunum og sameinar bæði lím, sem festir blöðin á flötinn, og lakk, sem ver skreytinguna. Lím- lakkið má nota á pappír, tré, bast og ýmsan málm og það er borið beint á flötinn. Þegar límlakkið er komið á er blað- ið lagt ofan í og lagað til eftir því sem hægt er. Gætið þess að blaðið liggi alveg flatt á pappírnum áður en lakkað er yfir. í föndurvöruverslunum eru til sérstakir svamppenslar sem henta mjög vel til að lakka yfir viðkvæmar skreyt- ingar. Tvær umferðir eru nauðsynlegar til að lakkið þekji blöðin örugglega en varist samt að hafa þær fleiri svo skreytingin verði ekki of stíf og eigi á hættu að brotna. Þurrkaðar jurtir eru tilvaldar í kortagerð.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.