Vikan


Vikan - 10.09.1998, Side 50

Vikan - 10.09.1998, Side 50
Helena Eyjólfsdóttir söngkona hefur sungið dægurlög frá 16 ára aldri og hún er enn að. Eftir frá- fall eiginmanns síns, tónlistarmannsins Finns Eydal, hefur hún stofnað hljómsveit og stendur á eigin fótum. "Við Finnur vorum sem eitt í tónlistinni en söngurinn gefur mér svo mikið að ég get ekki sagt skilið við hann," segir söngkonan sem syngur hástöfum með Celine Dion! Lítið sungið opinber- lega þar tu nú “Tónlistin snýr öðruvísi að mér eftir að Finnur dó. Núna stend ég á eigin fótum. Fyrsta eina og hálfa árið sem Finnur var í nýrnavél í Reykjavík var hljómsveitin hans starfandi, en alltaf varð erfiðara fyrir hann að koma fram þó hugur- inn væri brennandi. Ég hafði miklar áhyggjur af honum á þessum síðustu dansleikjum og var sífellt að hugsa um hann en í dag hef ég engar áhyggjur því ég hef aðeins sjálfa mig að hugsa um,” segir Helena og brosir en hún hef- ur lítið sungið opinberlega eftir fráfall Finns. “Eftir að ég fór að annast Finn í nýrnavélinni hérna heima, sem var í fjögur ár, gafst ekki tími fyrir hljóm- sveitina. Ég gat hreinlega ekki gert meira þar sem ég var einnig útivinnandi allan daginn. Þessi ár eru þó ekki eini tíminn sem ég hef ekki sungið opinberlega en ég söng lítið meðan ég var með krakkana mína unga. En það 50 V_____________________________ var aldrei langur tími í einu.” Söngurinn hefur alltaf skip- að stóran sess í lífi Helenu og hún talar um að í dag gefi hann sér rosalega mikið því nú hafi hún tíma, “tíma sem ég hafði aldrei áður. Það er tilbreyting fyrir mig að syngja og spila í hljómsveitinni minni, en þar eru með mér Alfreð Almarsson, samstarfs- maður minn til margra ára, og Sigurður Þórarinsson. Við tökum að okkur að spila mús- ík fyrir fullorðið fólk eins og við segjum; gömlu lögin, og auðvitað gömlu dansana, en númer eitt músík sem ærir ekki fólk. Mér finnst gaman að syngja þessi lög sem við erum að taka, lögin sem ég söng með Hljómsveit Ingi- mars Eydal og eins með Finni. Ég held að það séu lög sem fólk vill heyra þegar það fer út að skemmta sér.” Allt að koma á gamals aldri Tónlistin er aldrei langt und- an hjá söngkonunni Helenu og hún segist hlusta miklu meira á tónlist í dag en hún hafi nokkurn tíma gert. “Ég hlusta aðallega á góðar söng- konur og jass. Ég segi alltaf að ég sé alin upp við jassinn vegna þess að jass var spilaður á þessu heimili í 30 ár.” Aðspurð um það hvort hún hafi aldrei sungið jass segist hún lítið hafa gert af því. “Ég söng að vísu inn á eina jass- plötu hérna í gamla daga og í vor tók ég upp þráðinn að nýju en þá söng ég á jasstón- leikum á Akureyri með þrem- ur öðrum söngkonum. Það var mjög gaman. Ég þurfti að leggja heilmikið á mig en ég valdi mér nú heldur ekki auð- veld lög til að syngja. Fyrir utan það þykir mér konsert- söngur mjög erfiður. Ég er vön því að fólk veiti mér mátulega athygli á sviði með danshljómsveit en þar sem ég stend uppi á sviði, í dauða- þögn og allir horfa á mig, finnst mér mjög erfitt. En ég held að það sé hægt að venjast því. Ég kveið þessu kvöldi mikið en ég hafði gaman af því eftir á þar sem móttökurn- ar voru góðar. Ég ögraði líka sjálfri mér með því að taka tvö lög sem ég hafði aldrei sungið áður.” Helena er töluvert beðin um að koma fram. “Ég skrapp um daginn til Reykjavíkur og söng í brúðkaupsveislu. Þar reyndi einmitt á þetta sem ég var að tala um, að halda utan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.