Vikan


Vikan - 10.09.1998, Qupperneq 51

Vikan - 10.09.1998, Qupperneq 51
í tónlistarhorni heimil- isins. Helena er dugleg að hlusta á tónlist og er söngkonan Celine Dion í miklu uppáhaldi. Blómakarfan fyrir fram- an Helenu geymir öll blómin sem hún fékk þegar Finnur lést. um samkvæmið, vera ófeimin, og það gekk bara vel. Þetta er allt að koma hjá mér á gamals aldri,” segir hún hlæjandi. Árin í Sjallanum dýrmœt Hún hefur aldrei hætt í söngnum, hvað þá viljað draga sig út úr honum vegna leiðinda. “Það var aldrei leið- inlegt,” segir hún. “Ég hef ekki getað og mun ekki geta hætt að hugsa um sönginn og tónlistina. Það er útilokað. En auðvitað kemur að því að ég hætti en hingað til hefur það aldrei komið til greina.” Þegar Helena er spurð að því hvort hún vildi geta spólað til baka og upplifað einhver tímabil í tónlistinni upp á nýtt er hún ekki í vafa. “-Já, það hafa verið svo mörg ólík og skemmtileg tímabil hjá mér í tónlistinni sem ég hefði ekkert á móti að ganga í gegnum aft- ur. T.d. árin sem við fór- um til Spánar að spila með Hljómsveit Ingimars Eydal, árin 1972 til 1975. Við spiluð- um í vinsælum næturklúbbi og troðfylltum alltaf húsið. Það var mjög sérstakt og ég myndi vilja lifa þann tíma aftur. Ég myndi njóta hans betur í dag því ég gerði mér ekki grein fyrir hve hann var dýrmætur. Dansleikir á Hótel Sögu í þrjú sumur með hljómsveit Finns eru eftirminnilegir því þar var alltaf gríðarlega góð stemmn- ing. Arin í Sjallanum voru setja saman á einnig mjög sérstök sem og árin sem við fórum í kringum landið. Það var hálfgerð múgsefjun. Það þurfti ekki annað en nefna þessa hljóm- sveit þá var allt troðfullt. Þetta var voðalega gaman.” Lög með Helenu heyrast gjarnan í útvarpinu og margir virðast hafa gaman af þeim. “I rauninni er það skrýtið því þetta eru orðin alveg hund- gömul lög. Mörg þeirra söng ég mjög ung og mér þykir skemmtilegt að þau skuli vera spiluð svona mikið í dag og séu þetta þekkt.” Hún segist þó ekki hlusta á þau sjálf, hún hafi að vísu orðið að gera það fyrir svolitlu síð- an þegar hún valdi 20 af sín- um bestu lög- um til að geisladisk sem á að gefa út. “Ég sat lengi yfir þessu og það var erfitt að velja og hafna. Ég hef mikið verið spurð um lögin mín, en þau hafa verið ófá- anleg til margra ára, enda söng ég mörg þeirra þegar ég var 16 og 17 ára.” Celine Dion tóni hœrri Þó Helena hlusti ekki á gömlu plöturnar þá kemst hún varla hjá því að heyra lögin spiluð í út- varpinu. Hvernig þykir henni það? “Ég er alla veg- ana ekki feimin við það eins og ég var. Ég fór helst í felur hér áður fyrr en í dag “Það er ekki amalegt að hljóðfæri sé skírt í höfuðið á manni,” segir Helena um Helenustokkinn sem hún gerði frægan. Stokkinn gaf Finnur henni 1959 og eftir mikla notkun hefur hann nú verið gerður upp og er sem nýr í dag. hækka ég bara í útvarpinu og finnst þetta allt í lagi.”Kemur aldrei fyrir að söngkonan Hel- ena rauli með gömlu lögunum sínum eða kyrji þau við heim- ilisstörfin? “Nei, aldrei. Ég syng ekki Hvíta máfa heima hjá mér þó ég syngi það með glöðu geði á dansleik. Heima raula ég fallegar melódíur og ég syng mikið í bílnum þegar ég er að keyra. Er þá með spólu með uppáhaldslögunum mínum og syng með. Mér finnst það mjög gott. Núna er ég t.d. að syngja með Celine Dion. Það er verst að hún er tóni hærri en ég þannig að þetta er svolítið erfitt,” segir Helena hlæjandi.Það fór ekki á milli mála að Hljómsveit Ingimars Eydal var lands- þekkt á sínum tíma og í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Hel- ena segist hafa fundið fyrir þessum vinsældum en þær hafi aldrei verið sér til ama. “Mér fannst það miklu frekar sniðugt að vera þetta þekkt. Ég man t.d. alltaf eftir því þegar við Finnur vorum á rölti niður Laugaveginn og heyrð- um sagt út undan okkur: “Nei, þarna er Helena og Eyjólfur Þorvalds.” Fólk ruglaði þess- um nöfnum öllum svolítið saman.”Að hafa verið þetta þekkt söngkona hlýtur að fá Helenu til að hugsa mikið til baka? “Nei” svarar hún þeirri spurningu. “Ég er satt að segja hissa á því hvað hugsan- ir mínar eru mikið fram á veg- inn. Ég á eftir að gera meira af því seinna meir að hugsa til þessara ára, þegar ég fer svona yfirleitt að hugsa til baka. Þá verður nógur tími til að rifja þetta upp.”

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.