Vikan


Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 10

Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 10
Vikan kannar þjófnaði í verslunum HVAÐ SEGJA VERSLUNAREIGENDUR OG AFGREIÐSLUFÓLK? Það eru ekki endilcga unglingarnir eða peningalítið fólk sem stelur úr verslunum. Það er sama hvar er borið niður; í tískuversluninni, bygginga- vöruversluninni eða bókaversluninni. Alls staðar ber starfsfólkinu saman um að búðarþjófarnir séu fólk á öllum aldri, ungir jafnt sem aldnir. Þjófarnir séu oftar en ekki vel til fara og beri þess ekki merki að líða skort. Þetta hafa verslunareigendur og starfsfólk nokkurra verslana við Laugaveginn um málið að segja: Verslunin Kjallarinn: „Hér er frekar mikið um þjófnaði, við grípum fólk við þá iðju í hverri viku. Við getum lítið gert annað en að reyna að fylgjast með því sem fólk tek- ur með sér inn í mátunarklefana og hverju það skilar til baka. Þegar mikið er að gera er ekki alltaf hægt að fylgj- ast nógu vel með viðskiptavinunum og þá grípur fólk gjarnan tækifærið. Við erum með þjófavörn á fötunum en oft er hún einfaldlega klippt af þeim. Við hringjum í lögregluna ef við grípum fólk glóðvolgt við þessa iðju. Það er alls konar fólk sem stelur, alls ekki bara unglingarnir. Við gripum eldri konu hérna um daginn. Hún var búin að labba um allan Laugaveginn og stela úr mörgum verslunum. Fyrir stuttu gómuðum við miðaldra mann. Þetta fólk sker sig ekki úr, er oftar en ekki vel til fara og það virðist ekki vera peningaskortur sem liggur að baki.” Verslunin í takt: „Hér verðum við mikið vör við þjófnað. Við erum ekki með þjófavörn á fötunum, líklega er fólk kaldara við að stela undir þeim kringumstæðum. Um daginn var par hér sem hagaði sér grunsamlega. Þau voru með stóra tösku, ég kíkti í hana og sá að í henni var kjóll frá mér. Mað- urinn varð mjög reiður þegar ég tók kjólinn upp úr töskunni og sagðist geta sýnt mér kassakvittun. En þau flýttu sér út þegar ég sagðist ætla að hringja í lögregluna og voru farin þegar lögregl- an kom. Fólkið sem reynir að stela hér er á öllum aldri, mest fullorðið fólk, vel klætt og virðist ekki líða skort.” Verslunin Brynja: „Hér verslum við með litla hluti og oft er erfitt að henda reiður á því hvort miklu er stolið. Við tökum helst eftir því þegar teknir eru stórir hlutir. Það er erfitt að festa þjófavörn á flesta þá hluti sem við verslum með. Annars er alveg furðu- legt hverju fólk stelur. Sem dæmi má nefna að oft eru ljósaperur teknar úr kössunum og þeir skildir eftir tómir. Ég hef aldrei staðið neinn að verki, en við finnum fyrir þessu. Einu sinni þeg- ar við vorum búnir að loka sáum við að það vantaði borvél sem hafði verið baka til í versluninni. Snemma dags höfðu verið Rússar hérna inni og af- greiðslumaðurinn fór og fékk að fara um borð í rússneskt skip sem lá hér í höfninni. Lögreglan kom, en maðurinn sem var grunaður harðneitaði öllum sakargiftum þar til skipstjórinn komst í málið. Þá varð þjófurinn hræddur og játaði. Við kærðum hann ekki en feng- um vélina til baka.” Bókabúð Æskunnar. „Við verðum töluvert vör við það að fólk steli héðan bókum og blöðum og það er erfitt að þjófamerkja vörurnar okkar. Við reyndum það en merkin voru einfald- lega rifin af. Það eru vissir aðilar sem ég verð að fylgjast sérstaklega vel með. Ef ég sé fólk taka eitthvað og mig grunar að það ætli ekki að borga fyrir það þá bíð ég þangað til ég sé að það gengur fram hjá kassanum og ætl- ar að ganga út. Ég bið þá viðkomandi vinsamlegast að tala við mig og gef honum tækifæri til þess að borga. Yfír- leitt bregst fólk þannig við að það verður mjög reitt, hendir í okkur vör- unni og Iabbar út. Þetta er oftast fólk á miðjum aldri sem virðist vera vel efn- um búið. Það virðist frekar stela spenningsins vegna heldur en að það hafi ekki efni á að borga fyrir hlutina.” HVER ER REFSINGIN? Margir líta á búðarþjófnað sem ómerkilegt afbrot og leiða ekki hugann að refsingunni. En lögreglan og dómstólarnir líta öðrum augum á málið. Hjalti Pálmason, fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík, hefur þetta um málið að segja: ið fáum mikinn fjölda af þessum málum inn á borð til okkar. Ég get ímyndað mér að það séu hátt í 40 mál í hverjum mánuði hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Málin eru auðvitað jafn ólík og þau eru mörg og refsingin fer eftir eðli brotsins og verðmæti þýfisins. Við fyrsta brot er væg refsing ef fjárhæðin sem stolið var fyr- ir er ekki verulega há. í ann- að skipti getur viðkomandi átt von á ákæru jafnvel þótt 10 Vikan ekki sé um háa fjárhæð að ræða. Því miður gerist það æði oft að sama fólkið brýt- ur af sér oftar en einu sinni. Þetta fólk er á öllum aldri, allt frá unglingum og upp í fullorðið og mjög gamalt fólk. Þessir þjófnaðir virðast sjaldnast vera skipulagðir; fólk fer yfirleitt ekki inn í verslanirnar í þeim tilgangi að stela. Við heyrum oft skýringuna: „Það var bara eins og það gripi mig eitt- hvað...” Algengustu við- brögðin eru þau að fólk skammast sín og játar strax brot sitt fyrir dómi. Ef starfsfólk verslana gómar viðskiptavin við þjófnað er yfirleitt byrjað á því að taka hann afsíðis og síðan er hringt í lögregluna. Lögreglan kynnir viðkom- andi réttarstöðu hans, svo sem að hann eigi rétt á rétt- argæslumanni og hafi rétt á að þegja þangað til hann kemur. Ef búðarþjófurinn er fús til þess að tjá sig um málið er tekin skýrsla og síðan er honum gerð grein fyrir því að hann geti átt von á frekari aðgerðum lögregl- unnar. Oftast er honum síð- an sleppt en í einstaka til- fellum er farið með hann strax á lögreglustöðina ef lögreglan telur það nauð- synlegt eðli málsins vegna. Ef brotið er fyrsta brot og lítilfjörlegt eru yfirleitt eng- ar frekari aðgerðir af hálfu lögreglunnar. Ef aftur á móti er ákveðið að kæra þá kemur málið til kasta lög- fræðinga ákæruvaldsins og tekin er ákvörðun um frek- ari aðgerðir. Þær aðgerðir geta verið af ýmsu tagi. í fyrsta lagi getur verið um að ræða ákærufrest, þá er ákveðið að fella málið niður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.