Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 14
Kanilsnúðaframleiðsla dagsins í Brauðgerð Haddýar.
Haddý sjálf fær sér sjaldan snúð en þeim mun meira af soðnu brauði.
Haddý á Svalbarðsströnd byrjaði að baka til að hafa eitthvað fyrir stafni.
Matbær Haddýar
Hún er þekkt fyrir soðið brauð,
kleinur og kanilsnúða og þegar
gengið er heim að húsinu hennar á
Svalbarðsströnd leggur ilminn af
brauðinu beint á móti manni.
Haddý situr ekki auðum höndum
heldur bakar af krafti í eigin
brauðgerð sem hún kom á fót eftir
að hún varð atvinnulaus. “Maður
verður að bjarga sér þegar slíkt
gerist,” segir hún með hlaðið borð
af kanilsnúðum fyrir framan sig.
addý og eiginmaður
hennar, Benni,
stofnuðu Brauðgerð
Haddýar 1989 og verður
hún því tíu ára í ár. Þau
byrjuðu í eldhúsinu heima í
Sæborg á Svalbarðsströnd,
bökuðu þar og steiktu soðið
brauð, kleinur og
kanilsnúða. Fljótlega fluttu
þau sig yfir í bílskúrinn, þar
sem rýmra var um þau, og
þar hafa þau komið sér upp
góðri aðstöðu og lítilli
brauðgerð sem þau vinna
við í fullu starfi.
Langar inn á
stærri markað
“Við fórum út í þennan
rekstur eingöngu til að
prófa eitthvað nýtt,” segir
Haddý þegar við sitjum í
eldhúsinu hennar í Matbæ,
eða eins og heimili hennar
er gjarnan kallað. “Hér á
Svalbarðsströnd var vinnan
búin og ég ákvað að vita
hvort ég gæti ekki bjargað
mér sjálf og gert eitthvað.
Eg vildi ekki láta atvinnu-
leysið ná tökum á mér.”
Hún og eiginmaður hennar
tt»1__Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson
14 Vikan