Vikan


Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 48

Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 48
Fríða Björnsdóttir Vikan Grœnt og vœnt AmaryMis -einn fallegasti vorlaukurinn Fáar plöntur bera ghvsilegri hlóm en amaryllis. Ilæj"! er að fá lauka sem hera ólíka liti oj> gaman getiir verið að eiga plöntnr al' lleiri en einiini lit til að stilla upp sanian. Þegar Íilómin eru fölnuð er rétt að klippa þau af en leyfa plönt- unni að halda áfrani að vcra á hlýjuin stað. (Ljósmynd: Bragi Þór Jósel'sson) Nú fer að koma að því að þið get- ið keypt amaryllis í blómaverslun- um, en amaryllis er í flokki með vorlaukunum okkar og kemur því ekki á markað fyrr en nokkru eftir áramót. Amaryllis er af liljuætt og alls munu vera til um sextíu mismun- andi tegundir af þessari ætt í Suður-Ameríku en plantan er ættuð frá Perú. Amaryllis ber ein- staklega falleg og stór blóm, þetta frá tveimur upp í sex á hverjum legg. Blómin geta verið allt að tíu sentímetrar í þvermál og þegar horft er inn í blóm- ið líkist það einna helst stjörnu, enda heitir amaryll- is riddarastjarna á dönsku. Ef þið náið í amaryllislauk er rétt að setja hann í blómapott sem hefur að minnsta kosti tvöfalt þver- mál lauksins sjálfs. Þið getið auðveldlega náð ykkur í mold út í garð, en einn þriðji af jarðveginum í pott- inum ætti að vera sandur. Fyrst eftir að laukarnir hafa verið settir niður er rétt að láta pottinn standa á heldur skuggsælum stað. Vökvið svo ekki fyrr en blöðin eru farin að stinga kollinum upp úr moldinni. Þótt þá megi byrja að vökva verður að gera það af var- færni svo laukurinn rotni ekki. Smátt og smátt fer laukur- inn að róta sig og þarf þá stöðugt meira og meira vatn. Plöntunni fellur best að vökvað sé í undirskálina en þó ekki fyrr en blöðin eru orðin nokkuð stór þang- að til er óhætt að vökva beint í moldina. Dragi plantan ekki allt vatnið til sín úr skálinni verður að hella því sem eftir situr í burtu annars getur það valdið skaða. Eftir að amaryllisplantan er búin að blómstra verður að halda áfram að hugsa vel um hana og leyfa henni að standa á björtum stað, en þó verður að skýla henni fyrir sterku sólarljósi um hádag- inn. Plantan verður að fá næga vætu og næringu því með því móti getur hún farið að búa sig undir að blómstra að nýju næsta sumar. Þegar hausta tekur á að draga úr vökvuninni og um leið fara blöðin að visna. Þegar þau eru fallin er rétt að taka pottinn og setja hann í geymsluna. Þess verður þó að gæta að hitinn fari ekki niður fyrir 12 stig þar sem potturinn er geymdur. Kemur upp aftur að vori Amaryllisplantan er mest ræktuð upp af fræjum en einnig myndast smálaukar í pottinum sem hægt er að taka og setja niður í nýja potta. Ekki þarf að skipta um mold á plötunni nema þriðja til fjórða hvert ár og ekki fyrr en sést að plantan er lifnuð við að vorinu. 48 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.