Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 28
Biddu um jákvæð viðbrögð við því sem þú gerir.
Flestir fara í gegnum iífið án þess að finna
nokkurn tíma jákvæða umfjöllun um persónuleika
sinn. Veldu þér því aðeins jákvæða vini sem eru
ekki hræddir við að hrósa öðrum eða draga fram
það góða í fari annarra.
Náðu góðu valdi á einhverju. Rannsóknir sýna að
náir þú góðum árangri í einhverju eykur það
sjálfstraustið. Veldu þér starf eða afþreyingu og
æfðu þig þar til þú nærð tökum á viðfangsefninu.
Skráðu hjá þér árangurinn og hvernig hann verð-
ur betri með tímanum. Þótt þér hafi ekki tekist
að læra rússnesku á einum degi heldur eingöngu
að sippa hraðar en áður er það nóg til að gefa
sjálftraustinu byr undir báða vængi.
Þú skalt horfast í augu við það sem þú óttast
mest. Allir óttast eitthvað eitt sérstaklega og
óska þess að þeim takist að sigrast á óttanum.
Sumir þora aldrei að standa upp og tala fyrir
framan stóran hóp, aðrir eru lofthræddir eða
flughræddir. Farðu á námskeið og lærðu að sigra
óttann. Sjálfstraustið eykst í stuttum en merkum
skrefum.
Verðu tíma með sjálfri þér. Fólk sem er ekki sátt
við sjálft sig á erfitt með að vera eitt. Því þykir
erfitt að vera til. Það heldur að geta þess og
verðleikar sjáist á afrekaskránni. Taktu þér tíma
til að hægja á, hlusta á þögnina og hugsanir þín-
ar. Þannig muntu ná að skilja og meta hver þú
raunverulega ert.
Gerðu þér upp vellíðan. Þú verður að setja þér
það markmið að verða sú sem þú vilt vera. Leiktu
þá persónu. Láttu sem þú sért ánægð með þig,
klæddu þig, gakktu, talaðu og brostu eins og sú
persóna sem þú vilt vera og þú ert skrefi nær
takmarkinu. Að lokum munu tilfinningar þínar
verða í samræmi við hegðun þína.
Breyttu viðhorfum þínum. Kæfðu allar neikvæðar
hugsanir og temdu þér meira glaðlyndi. Lífið er
miklu skemmtilegra þegar þú hefur losað þig við
tilfinningauppnám og vanlíðan.
Sex óbriqðul
ráð til ao auka
sjálfstraustið
Steingerður Steinarsdóttir tók saman