Vikan


Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 24

Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 24
 Maðurinn minn er spilafíkill Ég var fráskilin og bjó með börnunum mínum tveimur þegar nýi maður- inn kom inn í líf mitt. Ég var á þeim tíma ánægð með lífið eins og það var, Maðurinn minn fyrrverandi er alkóhólisti og lífið hafði oft verið erfitt með honum. Eftir skilnaðinn var ég varkár í sam- skiptum mínum við hitt kynið. En svo féll ég kylliflöt fyrir þessum manni. Hann er vel mennt- aður og í góðu starfi. Hann hafði verið giftur en skil- ið nokkrum árum áður en við kynnt- umst. Fljótlega eftir að við byrjuðum að vera saman flutti hann inn til mín og barnanna. Ég á íbúð og bíl og ég sagði hon- um strax og ég vildi hafa fjárhag okkar aðskilinn. Ég varð vör við það að hann var mjög peningalítill og undraðist það þar sem hann var í vel launuðu starfi. En hann gaf þá skýringu að hann hefði verið ábyrgðar- maður á stórum lánum fyrir vin sinn sem rak fyrirtæki. Þegar það svo varð gjald- þrota hafði hann, sem ábyrgðarmaður, setið í skuldasúpunni, misst íbúð- ina sína og væri nú að reyna að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Ég vissi að hann var ennþá að borga af einhverjum lánum en ég spurði hann ekki nánar út í fjármál hans, mér fannst þau ekki koma mér við að svo komnu máli. En það fór í taugarnar á mér hversu lít- inn þátt hann tók í sameig- inlegum útgjöldum, ein- hvern veginn fór það svo að ég borgaði allan kostnaðinn af því að reka heimilið, hann var eins og gestur á heimilinu sem fékk að búa þar sér að kostnaðarlausu. ÞUNGLYNDI OG ERFIÐ HEGÐUN Áður en við byrjuðum að búa saman vissi ég að hann væri þunglyndur, eins og reyndar fleiri í hans fjöl- skyldu. Hann tók þunglynd- islyf og gekk til geðlæknis. Hann sagðist fyrst hafa fundið fyrir þunglyndinu í kjölfar skilnaðarins. Ég kenndi því þunglyndinu um þegar hann fór að sýna furðulega hegðun. Hann var í burtu í tvo til þrjá sólar- hringa í hverjum mánuði og þegar hann kom til baka gaf hann enga skýringu á því hvar hann hefði verið. Þegar hann sneri heim eftir þessa dularfullu daga var hann skapstyggur og hafði allt á hornum sér, reifst og skammaðist og það þróaðist upp í það að hann braut og bramlaði allt sem fyrir var. Eðlilega var ég forvitin um það hvað væri að gerast í lífi þessa sambýlismanns míns og skýringuna fékk ég þegar ég í eitt sinn opnaði bréf frá bankanum hans. Sannleik- urinn blasti við mér þegar ég sá að háar upphæðir voru teknar út á stöðum þar sem spilakassar eru staðsettir. Uttektirnar stóðu þarna svart á hvítu og voru allt upp í 70 þúsund krónur á hverjum stað. Ég áttaði mig nú á því að fjarvistir hans voru alltaf í kringum mán- aðamót. Hvern dag sem út- borgað var, hvarf hann. Hann hringdi oft heim og sagðist koma heim beint úr vinnunni en svo bara hvarf hann. dagleqt líf með SPILAFIKLI Nú vissi ég hvar hann var að finna. Ég fór oft og leit- aði hans, stundum hringsól- aði ég á bílnum í kringum spilakassastaðina og stund- um hringdi ég þangað. Oft tókst mér á þann hátt að hafa uppi á honum og þá kom fyrir að hann skilaði sér heim öskureiður út í mig fyrir að vera að skipta mér af því sem mér kæmi ekki við. Ég áttaði mig á því að líf með spilafíkli væri ekki óáþekkt því að búa með alkóhólista. Reyndar snýst hegðunarmynstrið við; alkó- hólistinn verður þunglyndur áður en hann dettur í það, spilafíkillinn dettur í þung- lyndi þegar gamanið og allir peningarnir eru uppurnir. Alkóhólistinn kemur af stað rifrildi til þess að komast út að drekka; spilafíkillinn hinsvegar þegar hann skilar sér heim. Þunglyndið ágerðist og spilafíknin var farin að stjórna lífi hans. Einnig var mikið álag á honum vegna erfiðleika í samskiptum við fyrrverandi eiginkonu hans og börn þeirra. Allt þetta varð til þess að sífellt hallaði meira undan fæti. Loks var svo komið að hann var lagð- ur inn á geðdeild. En eftir að hann var útskrifaður þaðan fór allt í sama, gamla farið og ég efast um að hann hafi nokkuð minnst á spilafíknina við læknana. Ég hafði vonast til að hann kæmi út af sjúkrahús- inu nýr og betri maður en hegðun hans síversnaði. Hann hélt áfram að hverfa mánaðarlega, safnaði skuld- um og líf hans var á hraðri niðurleið. Hann sýndi meiri skapofsa en áður þegar hann skilaði sér heim aftur. Oft var hann eins og sturl- aður maður. Augun voru stjörf og hatrið skein úr þeim, hann skammaði mig og sagði mig ómögulega og vonda manneskju. Með reglulegu millibili pakkaði hann fötunum sínum niður í tösku, rauk út og flutti til vinar síns. En alltaf kom hann til baka og alltaf stóðu dyr mínar opnar fyrir hon- um. En loks kom að því að ég fékk nóg. ÞÁTTASKIL I fyrrasumar, þegar hann eitt kvöldið hafði brotið allt og bramlað í íbúðinni, kom eitthvað yfir mig. Ég varð allt í einu alveg sallaróleg, teygði mig í símann og hringdi í lögregluna. Hann var sóttur og farið með hann niður á lögreglustöð þar sem hann var látinn vera um nóttina. Þessi ákvörðun mín mark- aði þáttaskil. Þegar hann hringdi morguninn eftir frá lögreglustöðinni og bað mig um að sækja sig átti ég í mikilli baráttu við sjálfa mig. En ég ákvað að fara og þar talaði ég við sérstaklega indælan mann sem þar starfar sem ráðgjafi. Hann var búinn að tala við mann- inn minn og var, í samráði við hann, búinn að tala við prest sem var reiðubúinn að hitta okkur og gefa okkur ráð. Einnig var hann búinn 24 Vikaii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.