Vikan


Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 42

Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 42
Smásaga eftir Harry Williams Framkoma mannsins var mér hulin ráðgáta. Mér datt í hug að ganga rakleiðis til hans, komast í návígi við hann. Ég gat svo sem gert mér upp erindi. - Væri hon- um sama þótt ég truflaði hann svolítið og væri hann til í að svara nokkrum spurningum? Þetta væri við- horfskönnun bankans! Ég lét þó ekki verða af því. Það var kominn einhver púki í mig. Ég hafði ótta- blandna ánægju af nærveru hans. Var orðin ótrúlega forvitin og hafði einsett mér að komast að því hver væri raunveruleg ástæða fyrir áhuga hans á mér. Á hverjum einasta degi varð ég vör við unga mann- inn. Og þótt ég sæi hann ekki vissi ég að hann var þarna einhvers staðar að mæla mig og athafnir mínar út. Þegar ég sá hann horfði ég óhikað og brosandi í átt til hans. Það hlaut að koma að því að hann gæfi sig að mér. En hvenær - og hvers vegna? Á kvöldin, þegar ég sat al- ein í herberginu mínu á gistiheimilinu og horfði á sjónvarp sem ekki náði að fanga huga minn hugsaði ég oft til hans. Ég sá hann fyrir mér. Hávaxinn, grannan, með rauðleitt hár. Hann var alltaf eins klæddur, í bláum gallabuxum og ljósum jakka og hliðartaskan virtist vera gróin við hann. Hann var í meira lagi dularfullur. Eng- inn riddari á hvítum hesti, en samt - maður sem ég var alveg til í að kynnast nánar, þó ekki væri til annars en að vita eitthvað um hann og þann mikla áhuga sem hann virtist hafa á mér. Það fór að líða að því að ég væri búin að safna nægi- lega mörgum svörum til þess að geta farið að vinna að skýrslunni. Tveir til þrír dagar enn. Það var líka eins gott. Þótt mér þætti þetta alls ekki leiðinlegt var starf- ið orðið einhæft og ég var farin að fara svo nærri um svör þeirra er ég tók tali að ég gat næstum því sleppt því að tala við þá en merkt samt í rétta reiti á eyðublaðinu. Hver dagur varð orðinn öðrum líkur. Ég mætti í bankaútibúið á morgnana, fékk mér te með starfsfólk- inu, fór út á götu, var þar fram að hádegi en þá fór ég og fékk mér samloku, hélt áfram að spyrja og þegar komið var alveg að lokun fór ég inn, settist við skrif- borð, sem mér hafði verið úthlutað, og kom svareyðu- blöðunum fyrir í þar til gerðri möppu. Eina raunverulega til- breytingin var ungi maður- inn. Hann birtist á hverjum degi. Ég var farin að njósna um hann, ekki síður en hann um mig. Tvívegis lék ég þann leik að stinga hann af og í annað skiptið tókst mér að komast aftan að honum og gat fylgst með honum góða stund. Hann var greinilega að leita að mér. Skimaði í allar áttir og var órólegur. Læddist fyrir hús- horn og þegar hann kom ekki auga á mig stikaði hann yfir götuna, inn í næsta húsasund og gægðist þaðan. Það var í seinna skiptið sem ég lék þennan leik að ég tók eftir dálitlu sem kom mér undarlega fyrir sjónir. Eftir að ungi maðurinn hafði fullvissað sig um að hann hefði misst af mér smaug hann inn í þröngt húsasund í hliðargötu við bankaútibúið. Ég sá að hann gægðist nokkrum sinn- um fram, eins og hann vildi fullvissa sig um að enginn fylgdist með honum. Svo sá ég að hann tók hliðartösk- una, sem ég hélt raunar að væri gróin við hann, af öxl sinni og skaut henni inn í sorplúgu eins hússins. Síðan gekk hann fram á götuna aftur en snerist á hæl, opn- aði lúguna, tók töskuna sína aftur og hengdi hana á öxl- ina. I sömu svifum ók bíll framhjá. Þegar hann kom að húsasundinu þar sem ungi maðurinn var hægði hann ferðina og það leyndi sér ekki að ungi maðurinn og ökumaðurinn gáfu hvor öðrum einhver merki. Aldrei hafði ég verið nær því að fara að tala um und- arlega hegðun mannsins við samstarfsfólk mitt eins og þegar ég kom inn um kvöld- ið. Ég var raunar búin að opna munninn og ætlaði að fara að segja frá honum, þegar ákafar deilur hófust milli tveggja ungra starfs- manna í bankanum. Fleiri blönduðu sér í þær á svip- stundu og ákafinn varð fljótt svo mikill að ég sá að það var ekkert ráðrúm fyrir mig að brydda upp á nýju um- ræðuefni. Mennirnir voru enn að rífast þegar ég fór út. Það var greinilegt að það skipti miklu máli hvort ein- hver framkvæmdastjóri fót- boltaliðs yrði rekinn eða héldi starfi sínu. Um flest gátu menn svo sem deilt! Næsti dagur hófst á hinn venjubundna hátt og hann leið eins og allir hinir. Eini munurinn var sá að þetta var föstudagur og helgarfrí- ið var fram undan. Það var svo sem ekkert tilhlökkun- arefni fyrir mig. Ég var þó búin að ákveða að fara í Covent Garden á laugar- daginn, sjá mig þar um, fylgjast með götulistamönn- um og dekra svolítið við sjálfa mig með því að fá mér góðan mat og vínglas. Betra hefði þó verið að ég hefði haft einhvern til að fara með, en því var ekki til að dreifa. Á föstudögum var alltaf mikið að gera í bankanum. Oftast allt á fullu alveg fram undir lokun. Rétt fyrir lok- un komu margir verslunar- eigendur með fullar töskur af peningum og lögðu inn, og það komu líka margir til þess að taka út peninga til þess að hafa reiðufé fyrir helgina. Sjálfsagt var þetta eins og í öðrum útibúum. Föstudagar voru stórir dag- ar. Ég var sein fyrir. Þegar ég kom að útibúinu var búið að loka aðaldyrunum. Það gerði svo sem ekkert til. Ég fór hvort sem var oftast inn um bakdyrnar, en á þeim var tölulás sem mér hafði verið kennt á. Ég hélt rak- leiðis þangað. Möppurnar sem ég var með voru svo fyrirferðarmiklar að ég varð að skorða þær milli hnjánna á meðan ég var að slá inn tölurnar, enda þurfti ég líka að ýta stífri hurðinni úr lás á örfáum sekúndum. Væri það ekki gert var ekki hægt að slá inn tölurnar til þess að opna hurðina fyrr en að nokkrum mínútum liðnum. Þetta var öryggisatriði, að mér var tjáð. Á því andartaki sem ég hafði slegið inn tölurnar á lásnum og ýtt hurðinni úr lás var atburðarásin svo hröð að ég gerði mér ekki grein fyrir henni fyrr en löngu, löngu seinna. Það var ráðist á mig aftan frá. Hanskaklædd hönd greip svo harkalega fyrir munninn á mér að ég fann sárlega til. Jafnframt var gripið utan um mig af slíkum kröftum að mér fannst ég vera í skrúfstykki. Möppurnar duttu á götuna og eitt and- artak fannst mér að þær skiptu meginmáli. “Ég er með byssu og ef þú gefur frá þér minnsta hljóð verðurðu drepin!” Röddin sem mælti þessi orð upp í eyrað á mér var hás og torkennileg. Ég hafði séð slíkt og því- líkt gerast í ótal bíómyndum sem enduðu á alla hugsan- lega vegu en síst hafði mig grunað að ég yrði allt í einu sjálf í miðpunkti slíkra at- burða. Ég fann að hnén á mér tóku strax að skjálfa og 42 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.