Vikan


Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 15

Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 15
fóru saman út í reksturinn og byrjuðu smátt. Þau seldu framleiðslu sína til fyrirtæk- isins Kjarnafæðis, sem sá um að dreifa brauðinu, en í dag sjá þau að mestu um það sjálf. “Við vorum vön að baka og steikja handa okkur sjálf- um og brauðið þótti gott. Við notuðum því gömlu, góðu uppskriftirnar þegar við fórum út í þetta og ger- um enn. Við steiktum heilu balana af kleinum og soðnu brauði og seldum í göngu- götunni á Akureyri og einnig seldum við í upphafi í Portinu sem þá var og hét og líktist Kolaportinu. Eitt sinn sendi ég þangað fullan bala af kleinum með konu héðan af ströndinni og kláraðist hann svo fljótt að ég þurfti að koma strax með annan. Það var rétt farið að selja úr honum þegar ég heyrði kallað: “Haddý, kleinurnar eru búnar.” Það var mjög gaman að standa í þessu, sérstaklega þar sem okkur gekk strax vel.” Framleiðsluvörur Brauð- gerðarinnar eru aðallega seldar á Akureyri en einnig fer brauð til Blönduóss og Sauðárkróks. Haddý neitar því ekki að það kitli hana að selja til Reykjavíkur og komast inn á stærri markað, sbr. KEA Nettó, en hún seg- ir ansi erfitt fyrir sig að senda brauð í dag sem ekki komist í búð fyrr en á morg- un og þá sé einn sólarhring- ur liðinn. “Það var algjör tilviljun að við skyldum komast með brauðið í Hag- kaup á Akureyri á sínum tírna. Við hjónin fórum þangað inn til að versla og bíllinn stóð úti hlaðinn brauði sem við höfðum ætl- að að selja í Portinu en það fallið niður. í Hagkaup stóð þannig á að bakarinn var í sumarfríi og ekkert til af kleinum og soðnu brauði. Við buðum Hagkaupsfólk- inu okkar brauð og þar við stóð. Við vorum komin inn. Það var jafn mikil tilviljun að ég skyldi komast inn í Nettó á Akureyri. í raun var það lottóvinningur þar sem ég sel lang mest í Nettó.” Soðið brauð með kindakæfu og vín- berjasultu sem það er í verkahring Benna að kveikja á þeim. Að því loknu er farið í að hnoða deigið, fletja út, skera, pikka, steikja og pakka. Þá brunar Benni af stað í bæinn með brauðið. Eftir það fara Haddý og Hanna í kanilsnúðana. Haddý er hógvær þegar eftir dag og hún hafi heyrt að það sé “þokkalega” svip- að hjá sér. Þegar hún er spurð að því hvað sé nú best á soðna brauðið stendur ekki á svari: “Reyktur lax með tómötum er ákaflega Ijúffengur. Einnig hangikjöt. Annars borða ég það sjálf með kindakæfu og vínberja- Benni hefur unn- ið með Haddý í brauðinu í þrjú ár og hann sér einnig um að keyra út. Fyrir utan hann og Haddý er einn starfskraftur við vinnu í Brauðgerð- inni hálfan daginn, hún Hanna, og kæmist Haddý ekki yfir allt sem hún þarf að gera hefði hún ekki Hönnu. Einnig er Haddý með mann sem sér um bókhaldið því hún segist hreinlega ekkinenna að standa í því sjálf. “Þetta er nú nógu mikið bras til að ég fari ekki að leggja bókhaldið á mig líka. Það kemur stundum fyrir að ég fæ alveg nóg en það breytist þegar vel geng- ur. Maður hleypur ekki í hvaða vinnu sem er þetta fullorðinn.” Salan hjá Brauðgerðinni er ekki jöfn yfir árið að sögn Haddýar. Hún dalar í slátur- tíðinni og er minni yfir vetr- artímann en yfir sumarið þegar brauðið nýtist vel í heimilislegt nesti og fólk stendur síður í bakstri. Þær þrjár tegundir af brauði sem Haddý er með á markaðn- um segir hún því vera nægi- legar fyrir sig og ekki á döf- inni að fjölga framleiðslu- vörunum. Hjá Haddý og Benna byrjar dagurinn klukkan sex. Þau þurfa að vera byrj- uð að baka hálf sjö og vakn- ar Haddý ávallt við lyktina af steikarapottunum þar Með kleinu( Haddý hefur komið sér upp góðri aðstöðu fyr- ir Brauðgerðina sína. Hún hefur verið starfrækt í tíu ár. Við bflinn( Benni að hlaða bflinn enda á leið í bæinn með brauðið sem þarf að koma á réttum tíma í búðirnar. talið berst að brauðinu hennar sem er virkilega gott. Hún segist lítið vilja segja um það annað en hún reyni að hafa það eins dag sultu.” Það er ekki að ástæðulausu að heimilið hennar Haddýar er kallað Matbær. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.