Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 23
Hver veit?
Núpó létt hópurinn komst að því að hægt er að hafa það
huggulegt og fara út að borða án þess að sprengja hitaein-
ingaskalann.
borða. Margir sáu fyrir sér
rjómasósur og annað fínirí
og voru hræddir við að
springa á limminu. En það
kom í ljós að hægt er að
gera sér glaðan dag og fara
út að borða án þess að inn-
byrða allt of margar hitaein-
ingar. Veitingastaðurinn
Askur varð fyrir valinu, þar
er gott salatborð með miklu
úrvali af fersku grænmeti.
„Auk salatsins borðuðum
við gómsæta súpu og við
vorum öll sammála því að
það getur verið gaman að
fara út að borða án þess að
borða stórar steikur með til-
heyrandi meðlæti.”
Guðrún Þóra segist hafa
rekist á bækling, sem gefinn
er út í Danmörku, þar sem
bent er á veitingastaði sem
bjóða upp á fitusnauðan
mat fyrir þá sem vilja passa
línurnar. Okkur lék forvitni
á því að vita hvort veitinga-
hús á Islandi byðu upp á
slíkt og leituðum upplýsinga
hjá veitingahúsunum Pasta -
Basta og Óðinsvé.
Á Pasta - Basta varð
Valdimar Heiðarsson mat-
reiðslumaður fyrir svörum.
Hann sagði að þeir væru
ekki með sérmatseðil með
fitusnauðum mat. „Við höf-
um ekki séð ástæðu til þess.
Við getum eldað mat eftir
þörfum gestanna, það er lít-
ið mál að sleppa því sem er
hitaeiningaríkt og að sjóða
matinn frekar en að steikja
hann. Það er ekki óalgengt
að hingað komi matargestir
sem biðja um annað en er á
gildandi matseðli og við
leggjum okkur fram um að
verða við óskum þeirra.”
I janúar tóku nýir eigend-
ur við veitingahúsinu Öð-
insvé og hafa þeir bryddað
upp á ýmsum nýjungum.
Meðal annars bjóða þeir
upp á létta rétti í hádeginu
sem eru skraddarasniðnir
fyrir þá sem vilja passa lín-
urnar. Við forvitnuðumst
um þessa rétti hjá Gylfa
Harðarsyni matreiðslu-
manni. „Við styðjumst við
uppskriftir úr áskriftarbæk-
lingnum Af bestu lyst, sem
gefinn er út af Vöku Helga-
felli. Bæklingarnir liggja hér
frammi í möppu. Þar er að
finna upplýsingar um fjölda
hitaeininga, prótein og kol-
vetni. Fyrir utan þessa rétti
eru þrír fastir réttir á hádeg-
ismatseðlinum. Þessa dag-
ana er hægt að fá fiskisúpu,
fiskibollur og plokkfisk.
Sérréttamatseðill er ekki
lagður fram á kvöldin, en
þeir sem vilja geta samt sem
áður pantað sér rétti af hon-
um.”
1 Hvað er gross?
2 Hvenær var Morgunblaðió stofnað?
3 Úr hvaða jurt er vanilla upphaflega unnin?
4 Hvar er Bárðarbunga?
5 Botnaðu: Seint koma sumir...
6 Hvað/hver var Bleiki pardusinn í samnefndri
kvikmynd?
lf Hver fann Viktoríufossa?
8 Á hvaða nesi er Kapelluhraun?
9 Hvaða póstnúmer er í Pósthússtræti í Reykjavík?
10 í hvaöa borg búa Batman og Robin?
11 Hvaða dansari varð frægasti njósnari fyrri
heimsstyrjaldarinnar?
12 Úr hverju dó séra Hallgrímur Pétursson?
13 Hvað er tarantúla?
14 Hvaða bókstöfum er farangur til Heathrow
flugvallar í London merktur?
15 Hvar er Skagfirðingabraut?
16 Hvaða líffæri er cor?
17 Hvaða fylki í Bandaríkjunum hefur bókstafinn z
í nafni sínu?
18 Hvað var það eina sem skáldið Oscar Wilde gat
ekki staðist?
19 Hvað eru Daewoo, AST og Compaq?
20 Hversu oft halda hrafnar þing?
'UE B tunuujs JBASIAIOZ •A}!0 LUBq}O0
'jnAIQl 61. OL
■jBBuiJSjej-) 81- ‘LOL 6
■eÚozijv L L jseuBHÁea 8
'E}JB[|-| 9 (. •euo}s6u!A!i P!abq L
'!>|Oj>tJBQnES VSI- ■jn}UBUjeQ 9
'dHlf L "ocj bujo>| ue •■• S
•pun6apBO|jn6uo>! ei- ■!|>|0[BU}BA | P
!>l!eAsp|0H2|. 'nep!>)JÖ e
•(eiiez e}0JB6jB|/\|) '£1-6} 9W z
!jbh b}biai i. | 'IWÓs ppí L
:joas
rr joti
wíLU
23