Vikan


Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 44

Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 44
Smásaga eftir Harry Williams ég fann líka eitthvað volgt renna niður lærin á mér. Ég varð bókstaflega máttlaus af hræðslu. Maðurinn ýtti mér hrana- lega inn fyrir dyrnar. Ég skynjaði að hann beygði sig niður og setti eitthvað í hurðarfalsið. Kannski hefði ég þarna átt möguleika á því að sleppa, en ég var svo stjörf að ég megnaði hvorki að hreyfa legg né lið. Aftur greip hann mig nánast í fangið og ég fann að hann potaði einhverju oddmjóu í bakið á mér. Ég efaðist ekki um að það væri byssuhlaup. Síðan stjakaði hann mér á undan sér inn ganginn og í gættina að afgreiðslunni. Það voru fáir í afgreiðslu- salnum. Gjaldkerarnir voru enn í stúkum sínum og voru að afgreiða síðustu við- skiptavinina. Dyravörðurinn stóð við útidyrnar, albúinn að hleypa fólkinu út þegar það hafði fengið afgreiðslu. “Þetta er rán - leggist öll á gólfið eða ég gríp til minna ráða, drep fyrst dræsuna og síðan ykkur öll!” kallaði maðurinn nánast upp í eyrað á mér. Það tók eitt andartak fyrir fólkið í afgreiðslunni að átta sig. Kona sem stóð við eina gjaldkerastúkuna rak upp hljóð en áttaði sig strax á því að það var nákvæmlega það sem hún mátti ekki gera. Ég sá að allur litur hvarf úr andliti hennar og hún bar hönd fyrir höfuð sér, rétt eins og hún teldi að það þýddi eitthvað ef mað- urinn léti verða af hótun sinni. Eins og í mikilli fjarlægð sá ég fólkið síga niður á gólfið. Fyrstur varð borða- lagði dyravörðurinn sem lagðist endilangur á magann með útréttar hendur. Síðan einn af öðrum. Þetta gekk svo fljótt og hljóðalaust fyrir sig að það var engu líkara en að fólkið væri þrautæft í viðbrögðum sínum. Ég fann að maðurinn sem enn hélt hálfpartinn utan um mig titraði og skalf. Hann var líka skelfingu lostinn. Þegar allir voru komnir á gólfið hratt hann mér frá sér. “Þú líka!” hvæsti hann. “Leggstu á gólfið, dræsa!” Það var ekki fyrr en ég var komin í gólfið og mað- urinn stökk yfir borðið til þess að komast að gjaldker- astúkunum sem ég sá hann. Hann hafði hulið höfuð sitt með einhverju sem líktist lambhúshettu en var það þó ekki þar sem klæði þetta náði honum niður undir mitti. Ég sá að hann var í strigaskóm og bláum galla- buxum. Þegar hann nánast steig ofan á gjaldkerana og byrjaði að róta í peninga- skúffunum gaf hann frá sér hljóð sem líktist meira ýlfri í hundi en rödd í mennskum manni. Þótt ég sæi ekki hvað hann var að gera, vissi ég það. Hann var að róta peningunum upp úr skúff- unum í eitthvert ílát sem hann hélt á í hendinni. Þótt mér fyndist sem at- hafnir hans í gjaldkerastúk- unum tækju óratíma munu þær ekki hafa tekið nema brot úr mínútu. Orðalaust sveiflaði hann sér síðan aft- ur yfir borðið og um leið og hann kom niður úr stökkinu rak hann upp hljóð sem varð til þess að allir sem á gólfinu lágu hrukku í kúl. Síðan hraðaði hann sér í átt að bakdyrunum - gekk þó aftur á bak og það leyndi sér ekki að hann hafði sagt satt. Hann var með byssu í hend- inni. Ég sá greinilega ílátið sem hann hafði sópað peningun- um í. Það var slitin segl- dúkstaska. Hana hafði ég oftsinnis séð áður. Ég vissi hver ræninginn var og á ör- skotsstundu gerði ég mér grein fyrir því að hann myndi líka vita að ég vissi hver hann væri. Það flaug í gegnum huga minn að ég væri sú eina sem vissi hver hann væri og að nú myndi hann drepa mig. En maðurinn var farinn á braut. Við heyrðum öll skellinn þegar hurðin skall í lás og í sömu andrá var eins og allir vöknuðu af Þyrni- rósarsvefni. Allir spruttu á fætur og ég greindi að allir gjaldkerarnir hömuðust á neyðarhnöppunum við borðin sín. Dyravörðurinn reyndi að rífa útidyrnar upp en óðagotið á honum var svo mikið að hann gleymdi að snúa lyklinum í skránni. Þegar ég stóð upp sá ég út um gluggana að það var mikið fjaðrafok utandyra. Fólk hljóp frá bankanum sem fætur toguðu og reyndi greinilega að skýla sér. Mér datt strax í hug að maðurinn hefði skotið einhvern eða ógnað einhverjum með byssunni. Alla vega var Ijóst að þeir sem verið höfðu við bankann vissu hvað um var að vera. Það leið ekki nema ör- skotsstund þangað til lög- reglan var komin á vett- vang. Ég frétti síðar að einn gjaldkerinn hafði náð að ýta á neyðarhnappinn áður en hann lagðist í gólfið og svo vel vildi til að lögreglubíll, skipaður þremur þrautþjálf- uðum lögreglumönnum, var þarna rétt undan og var hann að koma á vettvang í sömu svifum og maðurinn smeygði sér út úr bankan- um. Sjálfsagt áttu lögreglu- mennirnir von á því að mað- urinn kæmi út um aðaldyrn- ar og sneru sér því að þeim og það tafði eftirför þeirra um nokkrar sekúndur. Lætin og ringulreiðin næstu klukkustundirnar voru þannig að ekki verður með orðum lýst. Heill her lögreglumanna streymdi í bankann. Okkur var til- kynnt að enginn mætti yfir- gefa staðinn fyrr en lögregl- an leyfði. Boðin var áfalla- hjálp sem einhverjir þáðu og síðan átti að taka skýrslu af hverjum og einum. Ég gaf mig strax fram við lögreglu- varðstjóra og kvaðst vera viss um hver ræninginn væri. Sagði ég síðan eins nákvæm- lega frá samskiptum okkar og mér var unnt og dró ekk- ert undan. Náunginn átti ekkert inni hjá mér, hann hafði leyft sér að kalla mig dræsu, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Allt sem ég sagði var vandlega skráð niður og áður en langt um leið birtist varðstjóri sem hélt á tölvu undir hendinni. Hann kveikti á henni og á skjánum tóku að birtast myndir af karlmönnum. Ég einblíndi á myndirnar og lögreglumennirnir einblíndu á mig. Ég veit ekki hversu marg- ar myndir höfðu runnið yfir skjáinn er ég hrópaði upp yfir mig að þetta væri hann. Það var ekki um að villast. Rauðhærður og dálítið tjásulegur. Það var meira að segja glott á vörunum, svip- að því sem var á honum þegar hann byrjaði að fylgj- ast með mér. Lögreglumennirnir litu hver á annan og spurðu hvort ég væri alveg viss. Það var ég sannarlega. Ég spurði þá hver þetta væri og fékk það svar að þessi maður væri stórhættulegur. Hann hefði áður komið við sögu bankarána sem enduðu ekki eins vel og þetta. Þeir taut- uðu eitthvað um að hann væri í liði sem stundaði rán og fjármagnaði hryðjuverk IRA í Englandi. Um leið og þeir voru að segja mér þetta skynjaði ég að þeir voru að senda út upplýsingar um manninn og giska á hvar hans væri helst að leita. Lögreglan ók mér heim á gistiheimilið að lokinni yfir- heyrslunni og gat þess að varðstaða yrði fyrir utan það um nóttina. Varðstjór- inn sagðist reyndar ekki bú- 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.