Vikan


Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 18

Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 18
Texti og myndir: Valgerður Matthíasdóttir og fleiri Heitasta leikfimiæðið hjá stjörnunum - ekkert hopp - engin leiÖindi! os Angeles er þekkt fyrir mikið heilsuræktaræði. Hér eru allir meira eða minna á kafi í einhvers konar heilsurækt og heilsupæling- um. Hérna byrja oft á tíðum ný æði. Það nýjasta er leik- fimi sem kallast Pilates. Þegar ég dvaldi í Kaliforníu fyrir nokkru, kynnti ég mér þessa nýju heilsuræktar- bylgju, sem byggir á gamalli leikfimiaðferð. I Los Angel- es eru nokkrar stöðvar sem bjóða upp á Pilates, sem orðin er gríðarlega vinsæl um þessar mundir, en höf- uðstövarnar eru í New York. Það má með sanni segja að vinsældirnar hafi farið ört vaxandi að undan- förnu. Mikið hefur verið skrifað um þetta nýja æði. Greinar í Time og Newsweek, Vogue og fleiri tímaritum hafa gert það að verkum að fólk hefur kynnt sér þessar æfingar og flykkst þangað sem Pilates er kennt. Einnig hafa Hollywood stjörnur eins og Sharon Stone, Madonna, Marla Maples, Gregory Peck ásamt fleirum þekkt- um aðilum lýst yfir ánægju sinni með árangurinn af þessari leikfimi. Pilates aðferðin var fund- in upp af Þjóðverjanum Jos- eph Pilates á fyrri hluta þessarar aldar, þegar hann vann með dönsurum og íþróttafólki sem orðið hafði fyrir meiðslum. Meðal fyrstu notenda Pilates voru nokkrir þekktustu dansarar heims, svo sem Martha Gra- ham og danshöfundurinn George Balanchine. Þessi aðferð byggist á því að styrkja alla vöðva líkam- ans og einnig er einbeiting hugans notuð til að ná heildrænu jafnvægi sálar og líkama. Pilates aðferðin er ekki hefðbundin líkams- þjálfun, ekkert hopp eða hamagangur fylgir æfingun- um. Aðferðin sameinar aldagamlar aðferðir Grikkja og austurlenskar æfingar sem líkjast margar hverjar yoga. Pilates þróaði um fimm hundruð mismunandi æfingar sem ýmist eru gerð- ar á gólfi eða í sérhönnuð- um tækjum. Mikil áhersla er lögð á teygjur, að móta lík- amann án þess að gera hann endilega vöðvameiri. Einnig er kennd rétt öndun, enda þykir Pilates aðferðin mjög árangursrík fyrir stressað og þreytt fólk. Margir dansarar og íþróttafólk sækja í þessar æfingar, bæði vegna meiðsla 18 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.