Vikan


Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 22

Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 22
Girnilegur grænmetisbar á Aski. AUKAKÍLÓIN KVÖDD! Er hægt að léttast en fara samt út að borða? Já. Fyrirtækið Tnororensen- Lyf. sem flytur inn fæðubotar- efnið Núpó létt, stóð fyrir nám- skeiði á síðast- liðnu ári, þar sem kaupend- um Núpo létt gafst kostur á að taka þátt í sameiginlegu megrunarátaki. Liður í nám- skeiðinu var að fara saman út að borða á léttum nótum. Þátttakendurnir voru hrifnir af þessu fram- taki fyrirtækisins og þegar námskeiðinu lauk var ákveðið að halda áfram; gefa nýjum þátttakendum kost á því að vera með og gamla hópnum að halda áfram. Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarfræðingur heldur áfram að vera hópnum til halds og trausts og segist vera ánægð með hversu margir ætli að halda átakinu áfram. „Það voru um þrjátíu manns af upprunalega hópn- um sem mættu á fyrsta fund- inn okkar í janúar auk nýrra þátttakenda. Það sýnir að við erum á réttri leið og það gladdi okkur að sjá öll þessi kunnuglegu andlit aftur. Það er auðséð að þau ætla sér virkilega að ráðast á offitu- drauginn og eru staðráðin í því að halda áfram þar sem frá var horfið. Þeim hefur öllum gengið vel og halda áfram að léttast, meira að segja léttust margir yfir jólin, sem eru nú oft ansi erfiður tími fyrir marga.“ Guðrún Þóra lætur nýja þátttakendur skila inn lista yfir það sem þeir eru vanir að borða yfir daginn. Hún fer síðan yfir listana og strikar miskunnarlaust út allt það sem er á bannlista. „Fólk verður að sjá strax í byrjun að megrun er dauð- ans alvara. Þeim, sem taka þátt í námskeiðinu, er kennt að borða rétta fæðu og Núpó létt auðveldar þeim að öðlast hugarfarsbreyting- una sem þarf að eiga sér stað gagnvart mataræði. Fyrsta námskeiðið sýndi okkur að við þurfum að leggja meiri áherslu á að- hald, það er ekki nóg að kenna fólki að borða rétt, heldur verður það virkilega að vera tilbúið að taka leið- beiningunum og gera sér grein fyrir því að það er ekki nóg að eiga Núpó létt inni í skáp. Viljinn til hugar- farsbreytingar verður að vera til staðar.” Aðhaldið felst aðallega í vikulegum viktunum. Þess utan er ætlast til þess að þátttakendur mæti í sameig- inlegar gönguferðir. Ymiss konar fræðsla stendur til boða í formi fyrirlestra og síðast en ekki síst stappa þátttakendur stálinu í hver annan með því að segja sög- ur af sigrum og ósigrum í baráttunni við aukakílóin. ÚJ AÐ BQRÐA Á LETTU NOTUNUM Guðrún Þóra segir að áður en „gamli” hópurinn kvaddist fyrir jól hafi þau ákveðið að fara saman út að 22 Vikan Texti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Bragi Þ. Jósefsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.