Vikan


Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 25

Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 25
Mynd: Gunnar Gunnarsson aði með að hann sagði ráð- gjafanum allt af létta. Þegar við vorum sest út í bfl varð hann mjög reiður. Hann var eins og óþekkur krakki og ég sá að ennþá átti hann langt í land; að hann væri ennþá haldinn mikilli afneit- un. Stuttu seinna fór hann á námskeið hjá SÁÁ sem haldið var eingöngu fyrir spilafíkla. Að því námskeiði loknu breyttist margt til batnaðar. Það var eins og augu hans opnuðust og hann varð að viðurkenna það fyrir sjálfum sér og öðr- um að ef til vill hefðu læknavísindin rétt fyrir sér eftir allt saman. Hann viður- kennir nú að fullu að spilafíkn er sjúkdómur sem þarf að meðhöndla á ákveð- inn hátt. Hann er einnig farinn að átta sig á hversu illa hann breytti gagnvart sjálfum sér og öðrum. í hverri viku sækir hann fundi sem eingöngu eru fyrir spilafíkla og á þeim fundum er alltaf viðstaddur sérstak- ur ráðgjafi. SPILAKASSAR BJOÐA HÆTTUNNI HEIM Eftir nóttina á lögreglu- stöðinni hefur hann aðeins einu sinni farið í spilakassa og aldrei eftir að hann byrj- aði fyrir alvöru í meðferð- inni. í dag líður honum bet- ur; hann er miklu glaðari og það er langt síðan hann hef- ur fengið slæmt þung- lyndiskast. Hann tekur þátt í heimilisstörfunum en það hafði aldrei hvarflað að honum áður. Hann á það líka til að hringja í mig á daginn, bara til þess að spyrja hvernig ég hafi það og sýnir mér á ýmsan hátt hvað honum þykir vænt um mig. Hann er farinn að taka að panta viðtalstíma fyrir okkur hjá SÁÁ. Þegar við komum þangað var lagður spurningalisti fyrir manninn minn. Á listanum voru tutt- ugu spurningar. Ef hann svaraði átta þeirra játandi benti það til þess að hann væri fíkill. Maðurinn minn svaraði átján spurningum játandi. Meira að segja því að hann hafi oftar en einu sinni stolið peningum til þess að svala fíkninni. Hann fór svo í meðferð hjá SÁÁ, fór á fundi þrisvar í viku og tók meðferðina alvarlega, staðráðinn í því að standa sig. En sjálfsblekkingin hélt samt áfram og smám saman minnkaði fundarsóknin nið- ur í einn fund á viku. Við fórum um sama leyti í fjöl- skyldumeðferð vegna sonar míns, sem leið illa á þessum tíma, og vorum þá spurð að því hvort einhver í fjöl- skyldu okkar væri alkó- hólisti eða hvort við værum alin upp við meðvirkni. Ég sagði sem satt var að ég hefði verið gift alkóhólista, væri alin upp á heimili alkó- hólista og væri mjög með- virk. Þegar kom að mannin- um mínum svaraði hann þessum spurningum neit- andi í fyrstu, sagði svo með semingi að bróðir sinn væri alkóhólisti. Ég gat ekki stillt mig um að spyrja hvort hann ætlaði ekki að segja frá spilafíkninni og það end- lesandi segir Þórunni Stefánsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur liaft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt | lifi þínu? Þér er velkom- ið aö skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. þátt í kostnaði við rekstur heimilisins þótt ennþá eigi hann langt í land með að geta greitt upp gamlar skuldir sem söfnuðust upp þegar spilafíknin hafði yfir- höndina. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna leyfi var gefið fyrir því að setja upp spilakassa og sé einfaldlega ekki tilganginn með því. Ég sé ekkert jákvætt við spila- kassa, jafnvel þótt okkur sé talin trú um að gróðinn af þeim renni til ýmissa góðra málefna. Meðan spilafíklar eru til bjóða spilakassarnir hættunni heim. Ég hef unn- ið á krá þar sem einn slíkur er staðsettur og fannst óhugnanlegt að horfa upp á sama fólkið koma aftur og aftur, tæma veskið af pen- ingum og biðja jafnvel starfsfólkið um lán til þess að geta spilað áfram. Ég sé einfaldlega ekkert jákvætt við þetta. Ég hef reynsluna af því að búa með spilafíkli og hef séð hvernig fíknin getur breytt rólegum manni í óargadýr. Þótt allt gangi nú betur í lífi hans finn ég stundum fyrir gamla kvíðanum og spennunni þegar nálgast mánaðamót. Ég skynja líka að löngunin í spilakassana kemur ennþá yfir hann og þá líður honum illa. En ég hef trú á manninum mínum og ég trúi því að hann geti læknast af fíkninni með hjálp góðra manna. r I lcimilisfan^ió cr: Vikan - „Lífsrcyiisliisana**, Scljavcgur 2. 101 Rcykjavík, Nctlang: vikaii@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.