Vikan


Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 40

Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 40
Smásaga eftir Harry Williams Eg heillaðist strax af Lundúnaborg. Þótt hún hefði sannarlega yfirbragð og eðli stórborga fann ég að hún var samt ein- hvern veginn allt öðru vísi en heimaborg mín, New York. Það tók mig nokkra daga að átta mig á því í hverju munurinn lá. Það var einfaldlega fólkið sem var allt öðru vísi. Það var ein- hvern veginn bæði rólegra og virðulegra. Hinn venju- legi maður, sem tekinn var tali úti á götu, gaf sér meira um það að um langan aldur hefði það tíðkast að fyrir- tækið sendi fólk milli landa í kynnisferðir og að það þyrfti ekki að þýða neitt sér- stakt. Það var fyrst þegar kom að ferðinni sem ég áttaði mig á því hversu fáa vini og kunningja ég átti. Ég þurfti fáa að kveðja og enginn virtist láta sig það neinu skipta þótt ég væri að fara í svo langan tíma. Einstaka starfsfélagi lét þess getið að hann öfundaði mig af “frí- En viðhorf mín voru fljót að breytast. Maðurinn sem tók á móti mér í aðalstöðv- unum var hinn alúðlegasti og lét sem ég skipti miklu máli. Hann hélt heilan fyrir- lestur um hversu mikilvægt það væri að fá ungt og dug- legt fólk frá útibúunum fyrir vestan. Það flytti með sér ferskan andblæ, sagði hann og bætti því við að ekki veitti þeim af því að fá að- stoð við svolitla naflaskoð- un við og við. Og hann spurði mig margra spurn- og mér var þegar sagt hvað ég ætti að aðhafast alla dag- ana meðan ég dveldi þarna. Fyrstu þrjá dagana átti ég einungis að fylgjast með starfsfólki útibúsins og í framhaldi af því átti ég að setja saman greinargerð og flytja fyrirlestur um mismun starfa í bankaútibúum í Bandaríkjunum og Bret- landi. Aðalverkefnið átti síðan að vera eins konar markaðsrannsókn. Ég átti að fara með spurningalista út á götu, spyrja vegfarend- TAFLIÐ JAFNAÐ að segja tíma til þess að tala við mann og verkefnið sem mér hafði verið falið reynd- ist því miklu auðveldara við- fangs en ég hafði gert ráð fyrir. Stundum fannst mér það meira að segja sjálfri svolítið broslegt hvað fólk setti sig í miklar stellingar þegar það svaraði spurning- um mínum. Það var eins og því fyndist að miklu varðaði hvernig það svaraði. Ég varð ekki upprifin þeg- ar mér var tilkynnt að ég ætti að fara í náms- og kynn- isferð til höfuðstöðvanna í Lundúnum. Evrópa var eitt- hvað sem var svo óralangt í burtu og ég varð að viður- kenna með sjálfri mér að ég vissi nákvæmlega ekkert um þessa borg annað en það að fólkið þar talaði sama tungumál og ég. Dagana fram að ferðinni notaði ég vel til að afla upplýsinga um borgina og segja sjálfri mér að ég mundi lifa af þennan mánuð sem mér var ætlað að dvelja þar. Ég gerði mér líka vonir um að ferðin táknaði eitthvað annað og meira, kynni að vera upphaf að frama mínum innan fyrir- tækisins. Starfsfélagar mínir upplýstu mig þó fljótlega inu” en ég fann að hugur fylgdi ekki máli. Þeim var alveg sama hvort ég var kyrr eða fór. Ég hringdi til mömmu og pabba sem áttu heima í miðríkjunum - langt, langt í burtu, og jafn- vel þau létu það sig ekki miklu varða þótt ég væri að fara, enda hafði ég ekki haft mikil samskipti við þau eftir að ég flutti til stórborgarinn- ar. Það hvarflaði meira að segja að mér, þegar ég var að láta niður í töskurnar fyr- ir brottförina, hvort nokkur myndi spyrja eftir mér ef ég týndist í ferðinni, eða kæmi ekki aftur einhverra hluta vegna. Það tók heldur enginn á móti mér þegar ég kom til Lundúna. Eina veganestið sem ég hafði voru nöfn á gistiheimili og manni sem átti að taka á móti mér í höfuðstöðvunum daginn eft- ir. Ég var orðin lítil í mér þegar ég loks komst á áfangastað og það sem mér fannst alvitlausast af öllu var að ég átti von á að koma þangað um miðja nótt, en þegar til kom var þar þá miður morgunn og allt á fullri ferð. Þetta var allt svo snarruglað. inga um hvað væri að gerast hjá okkur vestra, rétt eins og hann héldi að yfirmenn mínir þar hefðu mig með í ráðum við ákvarðanir sínar. Ég gat ómögulega sagt manninum að deildarstjóri væri æðsti maðurinn sem ég hefði séð í fyrirtækinu og gat ekki svarað öðru en því að ég vissi ekki betur en að allt gengi að óskum og við værum í stöðugri sókn á markaðinum. Maðurinn fylgdi mér síð- an í útibúið þar sem ég átti að vera meðan á Lundúna- dvölinni stæði. Þar var mér jafnvel enn betur tekið. Það var eins og fólkið væri að hitta gamlan kunningja. All- ir tóku í höndina á mér og buðu mig velkomna og ein- hvern veginn fannst mér eins og fólkið meinti það sem það var að segja. Heima hefði verðandi sam- starfsfólk gert slíkt hið sama en auðvelt hefði verið að lesa úr svip þess í leiðinni skilaboð um að ég skyldi passa mig á því að vera ekki fyrir því eða abbast upp á einkaviðskiptavini þess. Það sem kom mér þó mest á óvart var að koma mín hafði verið undirbúin ur um þarfir þeirra og við- horf til bankaþjónustu og þegar ég væri búin að afla ákveðins fjölda svara átti ég aftur að setja saman grein- argerð og kynna starfsfólk- inu hana. Mér var tjáð að einn starfsmanna útibúsins hefði verið sendur til heima- borgar minnar þar sem hann átti að fara í gegnum ná- kvæmlega eins ferli, og í lok námsdvalar minnar í Lund- únum og hans vestra átti að bera skýrslur okkar saman. Mér fannst ég vera eins og illa gerður hlutur fyrsta dag- inn sem ég fór út á götu með spurningalistann. Ein- hvern veginn hafði ég gert mér það í hugarlund að það væru aðeins Grænfriðungar eða trúarofstækismenn sem hefðu sig í það að snúa sér að bláókunnugu fólki, biðja það að staldra við og svara spurningum. Ég var því lengi að koma mér að verki. Ég mældi út væntanlegt fórnarlamb úr fjarlægð og ákvað að snúa mér að því þegar það gengi framhjá. En þegar það nálgaðist ákvað ég að þetta væri ekki rétta manneskjan og ákvað að velja mér annan. Þannig gekk um stund, eða þar til 40 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.