Vikan


Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 11

Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 11
STAÐREYNDIRNAR TALA SINU MALI Sem betur fer eru þeir fleiri sem láta ekki undan lönguninni en þeir sem láta slag standa. En það er samt stað- reynd að búðarþjófar eru nógu margir til þess að þeir kosti samfélagið heilmikla peninga. Sá kostnaður skilar sér í hærra vöruverði til okk- ar allra, verslanir verða nefnilega árlega fyrir heil- miklu tjóni af völdum búðar- þjófa sem kemur fram í verð- mætarýrnun. Verslunareig- endur neyðast til þess að fjár- festa í dýrum öryggisbúnaði og fleira starfsfólki. Einnig kosta þjófarnir háar upphæð- ir þegar kemur að refsistigi þessara mála, þ.e.a.s. þegar kemur til kasta lögreglu, lög- manna og dómstóla og síðan refsinga. Hverjir eru það helst sem stela og hvers vegna? Allir þeir sem við töluðum við í sambandi við þetta mál eru sammála um að fæstir sem gripnir eru við þessa iðju séu að því vegna fátæktar. Sumir bera því fyrir sig, þegar þeir standa frammi fyrir dómar- anum, að þeir séu haldnir svokallaðri stelsýki og séu af þeim sökum í meðferð hjá sálfræðingi eða geðlækni. Stelsýki (cleptomania) er skilgreind sem svo að þeir sem henni eru haldnir ráði ekki við löngunina til þess að stela, jafnvel þótt vitað sé að þeir hafi ekki nokkur not fýr- ir þýfið. Þjófnaðurinn veitir þeim ánægju og andlega full- nægingu og losar um álag og uppsafnaða spennu. En fæst- ir þjófarnir geta afsakað sig með læknisfræðilegum rök- um. Það má ef til vill segja að flestir þeirra séu einhvers konar spennufíklar sem lað- ist að því sem ekki má. Líklega kannast margir við að hafa stolið í verslun- um þegar þeir voru á grunn- skólaaldrinum. A vissu ald- ursskeiði þykir það svolítið spennandi að fara í hópum inn í verslanir og markmiðið er að allir komi út með ein- hvern illa fenginn hlut. ef þjófurinn brýtur ekki af sér næstu tvö árin. í öðru lagi getur verið ákveðið að ákæra viðkomandi sem þá þarf að mæta fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Niðurstaða dómsins getur svo verið á ýmsa vegu: Viðurlagaákvörðun, þ.e.a.s. peningasekt. Upp- hæðin fer eftir eðli brotsins og getur verið frá 10 þúsund og upp í 40 þúsund krónur. Skilorðsbundinn fangels- isdómur. Ekki er óalgengt að viðkomandi sé dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í 30 daga, sem er lágmarks fang- elsisrefsing. Skilorðsbundin fangelsis- refsing. Viðkomandi fer ekki í fangelsi ef hann brýt- ur ekki af sér á þeim tíma sem skilorðstíminn stendur. Fangelsisvist. Óskilorðs- bundinn dómur, þ.e.a.s. hinn dæmdi þarf að sitja inni. Þessir dómar ákvarðast af fjölda brota og eftir því hversu miklu var stolið, það er sem sagt ekki litið sömu augum á það hvort stolið var 200 þúsund króna arm- bandsúri eða tvö þúsund króna geisladiski. Allar þessar refsingar færast á sakaskrá. Því oftar sem brotin eru framin því meiri verða refsingarnar, í þessum málum gilda ítrekunaráhrif- in, þetta er eins og snjóbolt- inn sem rúllar og stækkar og stækkar.” Spennan felst í því að vera ekki gripinn. Þannig enduðu margir varalitirnir, jólakort- in, kexpakkarnir og aðrir ekki mjög verðmætir hlutir í vasa spenntra barna og ung- linga. Þeir sem ekki vildu vera með voru samt með. Þar kom til þrýstingurinn frá félögunum og óttinn við að vera „öðruvísi” og ekki nógu svalur. En eitt ættu slíkir hópar, ef þeir fyrirfinnast nú á dög- um, að hafa í huga. Búðar- þjófnaður, hversu ómerki- legt og verðlítið sem þýfið er, er refsivert athæfi. Þeir sem eru gripnir við þá iðju og er refsað fyrir lenda á sakaskrá þar sem brotið stendur skrifað um alla framtíð. Ung- lingar frá 15 ára aldri eru sakhæfir og ung- lingurinn sem tekur þátt í leiknum getur þannig átt það á hættu að fá á sig þjófsstimpil- inn fyrir lífstíð. dk -1 IéÉSL VARIÐ YKKUR A BUÐARÞJOFUNUM! Hvernig getur starfsfólk verslana áttað sig á því hver er þjófur hver ekki? Það getur reynst þrautin þyngri því eins og hér hefur komið fram sker þjóf- urinn sig ekki úr hópnum á neinn hátt. En hér eru nokkur atriði sem hægt er að hafa í huga: # Búðarþjófar klæðast oft víðum yfirhöfnum og eru með stórar töskur. • Hafið gætur á viðskiptavinum sem koma með innkaupa- poka með sér inn í verslunina. Það er auðvelt að lauma einum og einum hlut ofan í pokana. # Búðarþjófar eyða jafnmiklum tíma í að fylgjast með starfsfólkinu og vörunum. # Hafið gætur á þeim sem koma í smærri hópum inn í verslunina og dreifa sér í sitt hverja áttina þegar inn er komið. # Gætið ykkar á viðskiptavininum sem kvartar hástöfum eða beitir öðrum brögðum til þess að fanga athygli af- greiðslufólksins og gefur þannig félaga sínum frjálsar hend- ur til þess að stela óáreittur. Vikan u
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.