Vikan


Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 4

Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 4
Kæri lesandi... „Konfetti" og útiháta'ðir Víða erlendis er til siðs að kasta „konfetti" eða agnarsmáum, litskrúðug- um bréfmiðum yfir brúðhjón á leið úr kirkju. Þetta smámiðaskraut er líkt notað í stórveislum og á útihátíðum þar sem glæsileikinn og litadýrðin eri í hávegum höfð. Þetta er gamall og rótgróinn siður sem gefur lífinu gildi c þeim stöðum þar sem hann hefur tekið sér bólfestu og alls ekki hægt að amast við honum. Við þekkjum öll hversu mikils virði það er að viðhalda skemmtilegum hátíðasiðum, það sést best á 17. júní, þar sem við tjöldum öllu sem til er og höldum þjóðhátíðardaginn hátíðlegan þótt vindar blási og rigni eidi og brennisteini. Hátíðir eiga að vera litskrúðugar og það er í góðu lagi að rusla svolítið til öðru hverju, við vitum öli að eftir slíkar há- tíðir er þrifið vel og vandlega og daginn eftir sést ekkert rusl. Það er verra að við íslendingar erum að taka upp aðra og verri bréfmiðasiði. Þá á ég við þann ósið að festa auglýs- ingar og tilkynningar á bílrúður á stórum bílastæðum. Það eru helst þeir sem koma til höfuðborgarinnar sem verða fyrir barðinu á þessum umhverfissóðum, en ég hefþó heyrt að þessar hvimleiðu auglýsingar séu að breiða sig norð- ur til Akureyrar líka. Það kveður svo rammt að þessu aðfólk hefur fengið sama miðann á bílinn sinn dag eftir dag vikum saman. Yfir- leitt eru það smáir aðilar í viðskiptalífinu sem leyfa sér að auglýsa á þennan hátt, en það kemur þó fyrir að hinir stærri geri það líka. Oft hefég komið að bílnum mínum með bréfsnifsi undir þurrkublaði og í allflestum tilfellum er miðinn frá ein- hverjum söluaðila alþekktrar „heilsu- og megrunarvöru" sem tröllríður öllu þessa dagana. Ég er yfirleitt seint á ferðinni og þess vegna er bílastæðið alþakið bréfmiðum og lítur út eins og hallærisplanið á aðfaranótt 18. júní. Þessi auglýsingaherferð ein og sér er nóg til þess að ég myndi aldrei kaupa neittfrá þessu ágæta fyrirtœki. Ég hefoft velt því fyrir mér hver sé ábyrgur fyrir sóðaskapnum sem hlýst afþess háttar auglýsingum. Og afhverju eru þeir sem ábyrgir eru fyrir þessu ekki látnir þrífa eftir sig? Það ætti að vera auðvelt að finna sökudólgana því þeir skirrast ekki við að setja nafnið sitt á pappírinn. En nóg um það og að skemmtilegri málefnum. Hvað þarfmaður til að geta haft það gott í garðinum, sólstofunni eða á svölunum áfallegum sumardegi? Líflegan ogfallegan gróður, þægileg húsgögn og notalegan pott handa fullorðna fólkinu, og lítið húsfyrir börnin til að leika sér í, sakar ekki. Kaffi og eitthvað gott með því kemur sér vel og síðast en ekki síst er nauðsynlegt að hafa eitthvað gott að lesa. Og hvarfær maður allt þetta? í Vikunni, að sjálfsögðu. Og efykkur vantar konfektið með kaffinu þá er bara að senda okkur uppskrift Vikunnar..... Steingerður Hrund Margrét V. Kristín Anna B. Steinars- Hauksdóttir Helgadóttir Guðmunds- Þorsteins- dóttir blaðamaður blaðamaður dóttir dóttir blaðamaður auglýsinga- auglýsinga- stjóri stjóri 4 Guðmundur Ragnar Steingrímsson Grafískur hönnuður Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Utgefandi Fróði Seljavegur 2, Simi: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Ftreggviðsson Aðal- ritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Simi: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Simi: 515 5582 Vikan@frodi.is Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Margrét V. Helgadóttir Auglýsingastjórar Kristín Guðmunds- dóttir og Anna B. Þorsteinsdóttir Vikanaugl@frodi.is Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Stein- grímsson Verð i lausasölu Kr. 459,-. Verð i áskrift ef greitt er með greiðslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . Ef greitt er með gíróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Jw
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.